Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Atli Ísleifsson skrifar 31. október 2024 13:32 Reglugerð er varðar sameiginlega ábyrgð (ESR) setur bindandi markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030. Vísir/Vilhelm Eftirlitsstofun EFTA, ESA, hefur hvatt Ísland til að huga að frekari aðgerðum varðandi það að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með tilliti til þess hversu naumt er að landið haldi sig innan núverandi markmiða. Þetta kemur fram í fjórðu ársskýrslu ESA um árangur Íslands og Noregs við að ná þeim markmiðum sem ríkin hafi sett sér um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030 samkvæmt skuldbindingum EES-samningsins. Þar segir að í skýrslunni sé fjallað um árangur Íslands og Noregs við að ná loftslagsmarkmiðum sínum samkvæmt reglugerðum um sameiginlega ábyrgð (e. Effort Sharing Regulation, ESR) og um landnotkun, breytta landnotkun og skógrækt (e. Land Use, Land Use Change and Forestry, LULUCF). Við matið sé stuðst við gögn frá ríkjunum sjálfum sem hafa verið gæðaskoðuð hjá Umhverfisstofnun Evrópu. „Fram kemur í bráðabirgðaútreikningum skýrslunnar að Ísland verði líklega áfram rétt innan núverandi markmiða en Noregur standi frammi fyrir verulegum áskorunum við að ná núverandi markmiðum. Hvetur skýrslan Noreg eindregið til að íhuga frekari ráðstafanir til að draga úr losun. Þá er Ísland hvatt til að huga að frekari aðgerðum með tilliti til þess hversu naumt er að það haldi sig innan núverandi markmiða. Lagarammi skýrslu ESA um árangur við að ná loftslagsmarkmiðum Reglugerð er varðar sameiginlega ábyrgð (ESR) setur bindandi markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030. Reglugerðin á við um greinar eins og landbúnað, byggingariðnað, samgöngur, úrgang og iðnað sem fellur ekki undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (ETS-kerfið). Samkvæmt reglugerðinni um landnotkun (LULUCF) hafa aðildarríkin undirgengist skuldbindingar sem ætlað er að tryggja að losun frá landnotkun og skógrækt sé jöfnuð með að minnsta kosti jafngildri bindingu koltvísýrings úr andrúmsloftinu. Á grundvelli þeirra upplýsinga sem nú liggja fyrir eru Ísland og Noregur hvött til að huga að auknum aðgerðum í geira landnotkunar, breyttrar landnotkunar og skógræktar. Þó ber að hafa í huga að Ísland og Noregur, líkt og Evrópusambandið, hafa gengist undir enn metnaðarfyllri markmið með Parísarsamkomulaginu, það er að draga úr losun um a.m.k. 55% samanborið við losun ársins 1990. Hins vegar hafa þessar nýju skuldbindingar ekki enn verið teknar upp í EES-samninginn. Þar sem ESA er falið að meta árangur Íslands og Noregs í átt að gildandi markmiðum samkvæmt gildandi EES-rétti, metur skýrslan árangur Íslands og Noregs að markmiðum sem endurspegla fyrri skuldbindingar Parísarsamningsins um a.m.k. 40% samdrátt fyrir árið 2030 samanborið við árið 1990, en ekki a.m.k. 55% samdrátt,“ segir í tilkynningu frá ESA. Loftslagsmál EFTA Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Þetta kemur fram í fjórðu ársskýrslu ESA um árangur Íslands og Noregs við að ná þeim markmiðum sem ríkin hafi sett sér um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030 samkvæmt skuldbindingum EES-samningsins. Þar segir að í skýrslunni sé fjallað um árangur Íslands og Noregs við að ná loftslagsmarkmiðum sínum samkvæmt reglugerðum um sameiginlega ábyrgð (e. Effort Sharing Regulation, ESR) og um landnotkun, breytta landnotkun og skógrækt (e. Land Use, Land Use Change and Forestry, LULUCF). Við matið sé stuðst við gögn frá ríkjunum sjálfum sem hafa verið gæðaskoðuð hjá Umhverfisstofnun Evrópu. „Fram kemur í bráðabirgðaútreikningum skýrslunnar að Ísland verði líklega áfram rétt innan núverandi markmiða en Noregur standi frammi fyrir verulegum áskorunum við að ná núverandi markmiðum. Hvetur skýrslan Noreg eindregið til að íhuga frekari ráðstafanir til að draga úr losun. Þá er Ísland hvatt til að huga að frekari aðgerðum með tilliti til þess hversu naumt er að það haldi sig innan núverandi markmiða. Lagarammi skýrslu ESA um árangur við að ná loftslagsmarkmiðum Reglugerð er varðar sameiginlega ábyrgð (ESR) setur bindandi markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030. Reglugerðin á við um greinar eins og landbúnað, byggingariðnað, samgöngur, úrgang og iðnað sem fellur ekki undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (ETS-kerfið). Samkvæmt reglugerðinni um landnotkun (LULUCF) hafa aðildarríkin undirgengist skuldbindingar sem ætlað er að tryggja að losun frá landnotkun og skógrækt sé jöfnuð með að minnsta kosti jafngildri bindingu koltvísýrings úr andrúmsloftinu. Á grundvelli þeirra upplýsinga sem nú liggja fyrir eru Ísland og Noregur hvött til að huga að auknum aðgerðum í geira landnotkunar, breyttrar landnotkunar og skógræktar. Þó ber að hafa í huga að Ísland og Noregur, líkt og Evrópusambandið, hafa gengist undir enn metnaðarfyllri markmið með Parísarsamkomulaginu, það er að draga úr losun um a.m.k. 55% samanborið við losun ársins 1990. Hins vegar hafa þessar nýju skuldbindingar ekki enn verið teknar upp í EES-samninginn. Þar sem ESA er falið að meta árangur Íslands og Noregs í átt að gildandi markmiðum samkvæmt gildandi EES-rétti, metur skýrslan árangur Íslands og Noregs að markmiðum sem endurspegla fyrri skuldbindingar Parísarsamningsins um a.m.k. 40% samdrátt fyrir árið 2030 samanborið við árið 1990, en ekki a.m.k. 55% samdrátt,“ segir í tilkynningu frá ESA.
Loftslagsmál EFTA Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira