10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar 31. október 2024 13:45 Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) var stofnuð hinn 1. október 2014 og hefur því verið starfrækt í 10 ár. Sameiningin fyrir 10 árum tók til Heilbrigðisstofnana Suðurlands, Vestmannaeyja og Suðausturlands og sinnir HSU því víðfeðmasta heilbrigðisumdæmi landsins. Markmiðið með sameiningunni var að styrkja heilbrigðisþjónustu á svæðinu og samnýta fagþekkingu og hæfni starfsfólks með það fyrir augum að veita betri og hagkvæmari þjónustu. Ég er vitaskuld ekki óvilhöll, en ætla engu að síður að leyfa mér að fullyrða að þessi fögru fyrirheit hafa gengið eftir. Ótrúlegur mannauður hjá HSU Ég hef notið þess heiðurs að leiða þennan stórkostlega vinnustað undanfarin fimm ár og tók við stýrinu hjá HSU á þröskuldi heimsfaraldurs Covid-19. Það er ekki að ástæðulausu sem að HSU eru eyrnamerktir liðlega 12 milljarðar á fjárlögum. Viðfangsefnin eru ærin og umfangið auðvitað stundum yfirþyrmandi, en ég er svo heppin að hafa mér til liðsinnis um 850 starfsmenn í um 550 stöðugildum. Þetta er stór og öflugur hópur; ótrúlegur mannauður. Við leggjum ríka áherslu í störfum okkar á þverfaglega teymisvinnu til að viðhalda starfsánægju og tryggja bæði gæði þjónustu og ánægju skjólstæðinga. Kannanir meðal bæði starfsfólks og skjólstæðinga sýna ítrekað að þessi takmörk eru að nást með miklum sóma. Velferð skjólstæðinga er leiðarljósið Heilbrigðisstofnun Suðurlands veitir öfluga heilsugæslu-, sjúkrahús- og öldrunarþjónustu. HSU starfrækir 9 heilsugæslustöðvar á 10 starfsstöðvum, 2 sjúkrahús og 4 hjúkrunarheimili, auk þess sem við sinnum bráðaþjónustu og sjúkraflutningum um allt umdæmið allan sólarhringinn eftir þörf. Allt frá Þorlákshöfn til Hafnar í Hornafirði með viðkomu í Hveragerði, á Selfossi, í Uppsveitum Suðurlands, í Rangárþingi, Vík, á Kirkjubæjarklaustri og í Vestmannaeyjum. Gildin okkar eru fagmennska, samvinna og virðing. Velferð skjólstæðinga er okkar leiðarljós. Áskoranir í vaxandi fjölmenni Íbúafjöldinn á Suðurlandi er í dag um 35 þúsund og samfélagið fer ört vaxandi. Hér eru einnig nokkrir fjölsóttustu ferðamannastaðir landsins og um 8 þúsund frístundahús. Þetta hefur í för með sér mikla umferð. Í þessum tölulegu staðreyndum felast að sjálfsögðu margvíslegar áskoranir, en stefna okkar hjá HSU er að tryggja öllum íbúum, skjólstæðingum og þjónustuþegum hnökralausan aðgang að bestu heilbrigðisþjónustuna sem völ er á. Heimaspítali HSU er framsækin nýjung Í takti við allt ofangreint, þá var virkilega gleðilegt að undirrita um miðjan afmælismánuðinn í október samkomulag við heilbrigðisráðuneytið um rekstur heimaspítala, sem er framsækin nýjung í rekstri HSU. Við hófum rekstur heimaspítalans í ársbyrjun 2024 í tilraunaskyni og höfum unnið hörðum höndum að þróun þjónustunnar síðan þá. Heimaspítali HSU hefur í för með sér aukna heilbrigðisþjónustu, þar meðtalda læknisþjónustu, við fólk sem býr heima og þarfnast meiri stuðnings en almennrar félagsþjónustu og heimahjúkrunar. Stórbætt þjónusta í heimahúsum Heimaspítalinn er einkum hugsaður fyrir tvo meginhópa: Annars vegar hruma og fjölveika aldraða og hins vegar fólk á öllum aldri sem er í líknandi meðferð. Þjónustan miðar að því að bjóða persónumiðaða umönnun fyrir fólk sem þarfnast flókinna samsettra lausna, bæði á sviði heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Heimaspítalinn styrkir þannig til muna þá þjónustu sem almennt er veitt í heimahúsum. Markmiðið er að draga úr þörf aldraðra fyrir að leita á bráðamóttöku og fækka innlagnardögum á spítala. Gengið til góðs Það er von mín og trú að skjólstæðingar HSU og íbúar á okkar þjónustusvæði upplifi það að stofnunin hafi gengið til góðs undanfarinn áratug. Starfsfólki HSU óska ég farsældar og hlakka til okkar vegferðar næstu árin. Ég færi ykkur kærar þakkir fyrir stórkostlega frammistöðu á síðustu árum. Það er meira en að segja það að fá að leiða slíkan vinnustað! Til hamingju með 10 ára afmælið, starfsfólk og skjólstæðingar HSU! Höfundur er forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) var stofnuð hinn 1. október 2014 og hefur því verið starfrækt í 10 ár. Sameiningin fyrir 10 árum tók til Heilbrigðisstofnana Suðurlands, Vestmannaeyja og Suðausturlands og sinnir HSU því víðfeðmasta heilbrigðisumdæmi landsins. Markmiðið með sameiningunni var að styrkja heilbrigðisþjónustu á svæðinu og samnýta fagþekkingu og hæfni starfsfólks með það fyrir augum að veita betri og hagkvæmari þjónustu. Ég er vitaskuld ekki óvilhöll, en ætla engu að síður að leyfa mér að fullyrða að þessi fögru fyrirheit hafa gengið eftir. Ótrúlegur mannauður hjá HSU Ég hef notið þess heiðurs að leiða þennan stórkostlega vinnustað undanfarin fimm ár og tók við stýrinu hjá HSU á þröskuldi heimsfaraldurs Covid-19. Það er ekki að ástæðulausu sem að HSU eru eyrnamerktir liðlega 12 milljarðar á fjárlögum. Viðfangsefnin eru ærin og umfangið auðvitað stundum yfirþyrmandi, en ég er svo heppin að hafa mér til liðsinnis um 850 starfsmenn í um 550 stöðugildum. Þetta er stór og öflugur hópur; ótrúlegur mannauður. Við leggjum ríka áherslu í störfum okkar á þverfaglega teymisvinnu til að viðhalda starfsánægju og tryggja bæði gæði þjónustu og ánægju skjólstæðinga. Kannanir meðal bæði starfsfólks og skjólstæðinga sýna ítrekað að þessi takmörk eru að nást með miklum sóma. Velferð skjólstæðinga er leiðarljósið Heilbrigðisstofnun Suðurlands veitir öfluga heilsugæslu-, sjúkrahús- og öldrunarþjónustu. HSU starfrækir 9 heilsugæslustöðvar á 10 starfsstöðvum, 2 sjúkrahús og 4 hjúkrunarheimili, auk þess sem við sinnum bráðaþjónustu og sjúkraflutningum um allt umdæmið allan sólarhringinn eftir þörf. Allt frá Þorlákshöfn til Hafnar í Hornafirði með viðkomu í Hveragerði, á Selfossi, í Uppsveitum Suðurlands, í Rangárþingi, Vík, á Kirkjubæjarklaustri og í Vestmannaeyjum. Gildin okkar eru fagmennska, samvinna og virðing. Velferð skjólstæðinga er okkar leiðarljós. Áskoranir í vaxandi fjölmenni Íbúafjöldinn á Suðurlandi er í dag um 35 þúsund og samfélagið fer ört vaxandi. Hér eru einnig nokkrir fjölsóttustu ferðamannastaðir landsins og um 8 þúsund frístundahús. Þetta hefur í för með sér mikla umferð. Í þessum tölulegu staðreyndum felast að sjálfsögðu margvíslegar áskoranir, en stefna okkar hjá HSU er að tryggja öllum íbúum, skjólstæðingum og þjónustuþegum hnökralausan aðgang að bestu heilbrigðisþjónustuna sem völ er á. Heimaspítali HSU er framsækin nýjung Í takti við allt ofangreint, þá var virkilega gleðilegt að undirrita um miðjan afmælismánuðinn í október samkomulag við heilbrigðisráðuneytið um rekstur heimaspítala, sem er framsækin nýjung í rekstri HSU. Við hófum rekstur heimaspítalans í ársbyrjun 2024 í tilraunaskyni og höfum unnið hörðum höndum að þróun þjónustunnar síðan þá. Heimaspítali HSU hefur í för með sér aukna heilbrigðisþjónustu, þar meðtalda læknisþjónustu, við fólk sem býr heima og þarfnast meiri stuðnings en almennrar félagsþjónustu og heimahjúkrunar. Stórbætt þjónusta í heimahúsum Heimaspítalinn er einkum hugsaður fyrir tvo meginhópa: Annars vegar hruma og fjölveika aldraða og hins vegar fólk á öllum aldri sem er í líknandi meðferð. Þjónustan miðar að því að bjóða persónumiðaða umönnun fyrir fólk sem þarfnast flókinna samsettra lausna, bæði á sviði heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Heimaspítalinn styrkir þannig til muna þá þjónustu sem almennt er veitt í heimahúsum. Markmiðið er að draga úr þörf aldraðra fyrir að leita á bráðamóttöku og fækka innlagnardögum á spítala. Gengið til góðs Það er von mín og trú að skjólstæðingar HSU og íbúar á okkar þjónustusvæði upplifi það að stofnunin hafi gengið til góðs undanfarinn áratug. Starfsfólki HSU óska ég farsældar og hlakka til okkar vegferðar næstu árin. Ég færi ykkur kærar þakkir fyrir stórkostlega frammistöðu á síðustu árum. Það er meira en að segja það að fá að leiða slíkan vinnustað! Til hamingju með 10 ára afmælið, starfsfólk og skjólstæðingar HSU! Höfundur er forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun