Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir skrifar 1. nóvember 2024 07:44 Þann 30. nóvember nk. ganga Íslendingar að kjörborðinu og velja sína fulltrúa á Alþingi. Vonandi nýta sem flestir kosningarétt sinn enda tilheyrum við minnihluta íbúa heims sem fær að taka þátt í frjálsum og lýðræðislegum kosningum. Eftir síðustu alþingiskosningar áttu fulltrúar átta stjórnmálaflokka sæti á Alþingi. Kosningakerfið á Íslandi ýtir sumpart undir fjölgun stjórnmálaflokka og dreifingu atkvæða, en annað blasir þó við að hafi haft lykiláhrif. Með lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka hafa opinber framlög til stjórnmálaflokka nefnilega margfaldast og eru nú helsta tekjulind þeirra. Þessi fjárframlög koma til viðbótar framlagi í formi kostnaðar vegna aðstoðarmanna og starfsmanna þingflokka samkvæmt ákvörðun í fjárlögum. Opinber framlög hafa s.s. snarhækkað og samhliða hafa talsverðar hömlur verið lögfestar á fjármögnun stjórnmálaflokka. Með öðrum orðum: stjórnmálaflokkar á Íslandi hafa í raun verið gerðir að hálfgerðum ríkisstofnunum. Tuttugu flokkar á Alþingi 2035? Á vefsíðunni island.is er nú hægt að velja á milli tólf stjórnmálaflokka til að mæla með til framboðs til Alþingis. Þar er s.s. að finna fjögur framboð til viðbótar við þau átta sem hlutu brautargengi síðast. Af þeim er eitt sem hefur verið á ríkisspenanum frá síðustu kosningum, Sósíalistaflokkur Íslands. Flokkurinn hlaut tugmilljóna styrk frá skattgreiðendum þrátt fyrir að hafa tapað í kosningunum og ekki náð einum einasta manni á þing. Það virðast margir hafa metnað til þess að hafa áhrif á þróun íslensks samfélags. Það er jákvætt að taka þátt í stjórnmálum og sem flestir ættu að gera það. Það ætti þó ekki að vera sjálfgefið að brennandi áhugi fólks með misgóðum útfærslum sé kostaður af skattgreiðendum. Af þeim sökum höfum við þingmenn Sjálfstæðisflokksins ítrekað lagt fram breytingarfrumvarp á framangreindum lögum. Breytingarnar sem við höfum lagt til snúa að lækkun opinberra styrkja til stjórnmálaflokka og miða að auknu sjálfstæði og óhæði gagnvart ríkinu. Auk framangreindra athugasemda, teljum við að ríkisframlögin hafi dregið úr hvata stjórnmálaflokka til að sinna lýðræðislegu hlutverki sínu, þvert á markmið laganna. Þá teljum við að hækka ætti lágmarksskilyrði um atkvæðafjölda stjórnmálasamtaka til að fá úthlutað fé úr ríkissjóði 2,5% í 4%. Í núgildandi mynd hvetja lögin fólk til framboðs vegna fjáröflunarmöguleika. Í raun er auðveldara að fjármagana stjórnmálastarfsemi og hugmyndafræði sem er hafnað í lýðræðislegum kosningum en t.d. nýsköpunarverkefni. Og fólk sem hefur brennt allar brýr að baki sér á almennum vinnumarkaði eða er að elta athygli með enn einu framboðinu ætti ekki að hafa svo greiðan aðgang að fjármunum skattgreiðenda. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Þann 30. nóvember nk. ganga Íslendingar að kjörborðinu og velja sína fulltrúa á Alþingi. Vonandi nýta sem flestir kosningarétt sinn enda tilheyrum við minnihluta íbúa heims sem fær að taka þátt í frjálsum og lýðræðislegum kosningum. Eftir síðustu alþingiskosningar áttu fulltrúar átta stjórnmálaflokka sæti á Alþingi. Kosningakerfið á Íslandi ýtir sumpart undir fjölgun stjórnmálaflokka og dreifingu atkvæða, en annað blasir þó við að hafi haft lykiláhrif. Með lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka hafa opinber framlög til stjórnmálaflokka nefnilega margfaldast og eru nú helsta tekjulind þeirra. Þessi fjárframlög koma til viðbótar framlagi í formi kostnaðar vegna aðstoðarmanna og starfsmanna þingflokka samkvæmt ákvörðun í fjárlögum. Opinber framlög hafa s.s. snarhækkað og samhliða hafa talsverðar hömlur verið lögfestar á fjármögnun stjórnmálaflokka. Með öðrum orðum: stjórnmálaflokkar á Íslandi hafa í raun verið gerðir að hálfgerðum ríkisstofnunum. Tuttugu flokkar á Alþingi 2035? Á vefsíðunni island.is er nú hægt að velja á milli tólf stjórnmálaflokka til að mæla með til framboðs til Alþingis. Þar er s.s. að finna fjögur framboð til viðbótar við þau átta sem hlutu brautargengi síðast. Af þeim er eitt sem hefur verið á ríkisspenanum frá síðustu kosningum, Sósíalistaflokkur Íslands. Flokkurinn hlaut tugmilljóna styrk frá skattgreiðendum þrátt fyrir að hafa tapað í kosningunum og ekki náð einum einasta manni á þing. Það virðast margir hafa metnað til þess að hafa áhrif á þróun íslensks samfélags. Það er jákvætt að taka þátt í stjórnmálum og sem flestir ættu að gera það. Það ætti þó ekki að vera sjálfgefið að brennandi áhugi fólks með misgóðum útfærslum sé kostaður af skattgreiðendum. Af þeim sökum höfum við þingmenn Sjálfstæðisflokksins ítrekað lagt fram breytingarfrumvarp á framangreindum lögum. Breytingarnar sem við höfum lagt til snúa að lækkun opinberra styrkja til stjórnmálaflokka og miða að auknu sjálfstæði og óhæði gagnvart ríkinu. Auk framangreindra athugasemda, teljum við að ríkisframlögin hafi dregið úr hvata stjórnmálaflokka til að sinna lýðræðislegu hlutverki sínu, þvert á markmið laganna. Þá teljum við að hækka ætti lágmarksskilyrði um atkvæðafjölda stjórnmálasamtaka til að fá úthlutað fé úr ríkissjóði 2,5% í 4%. Í núgildandi mynd hvetja lögin fólk til framboðs vegna fjáröflunarmöguleika. Í raun er auðveldara að fjármagana stjórnmálastarfsemi og hugmyndafræði sem er hafnað í lýðræðislegum kosningum en t.d. nýsköpunarverkefni. Og fólk sem hefur brennt allar brýr að baki sér á almennum vinnumarkaði eða er að elta athygli með enn einu framboðinu ætti ekki að hafa svo greiðan aðgang að fjármunum skattgreiðenda. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun