Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Kristín Ólafsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 2. nóvember 2024 20:15 Fjölda fólks er enn saknað vegna flóðanna og búist er við að tala látinna hækki enn fremur. EPA Tugþúsundir sjálfboðaliða hafa farið inn á hamfarasvæðin í Valensíahéraði á Spáni til aðstoðar vegna hamfaraflóða sem gengu þar yfir í byrjun vikunnar. Þó að sjálfboðaliðum sé gott eitt í huga hafa yfirvöld á svæðinu biðlað til almennra borgara að halda sig frá flóðasvæðum, þar sem mannfjöldinn hafi reynst viðbragðsaðilum til trafala. Stjórnvöld hafa þótt svifasein í viðbrögðum sínum og sætt gagnrýni fyrir. Pedro Sánchez forsætisráðherra Spánar fyrirskipaði loks stóraukið viðbragð í dag. Tíu þúsund her- og lögreglumenn yrðu sendir til björgunar- og hreinsunarstarfa. Aldrei hafa fleiri spænskir hermenn verið kvaddir til á friðartímum. Í aðgerðinni felst meðal annars að dæla vatni úr neðanjarðargöngum og bílakjöllurum, þar sem talið er að fólk hafi orðið innlyksa þegar flóðin skullu á. Sánchez sagði viðbragðið þó ekki nægilega mikið og benti á að enn séu mörg heimili eyðilögð og margir í neyð. Hann hét þrotlausri vinnu her- og lögreglumanna þar til líf allra væri komið í eðlilegt horf á ný. Að minnsta kosti 211 manns létu lífið í flóðunum og er búist við að tala látinna haldi áfram að hækka. Í flóðunum eyðilögðust brýr og heilu bæjarfélögin voru án matar og rafmagns vegna þeirra. Veðurviðvaranir eru enn í gildi í norðaustur- og suðurhluta Spánar og verða út morgundaginn hið minnsta. Þegar eru um 1700 björgunarmenn að störfum í Valensíahéraði þrátt fyrir að von um að fleiri finnist á lífi fari dvínandi. Spánn Náttúruhamfarir Flóð í Valencia 2024 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Sjá meira
Þó að sjálfboðaliðum sé gott eitt í huga hafa yfirvöld á svæðinu biðlað til almennra borgara að halda sig frá flóðasvæðum, þar sem mannfjöldinn hafi reynst viðbragðsaðilum til trafala. Stjórnvöld hafa þótt svifasein í viðbrögðum sínum og sætt gagnrýni fyrir. Pedro Sánchez forsætisráðherra Spánar fyrirskipaði loks stóraukið viðbragð í dag. Tíu þúsund her- og lögreglumenn yrðu sendir til björgunar- og hreinsunarstarfa. Aldrei hafa fleiri spænskir hermenn verið kvaddir til á friðartímum. Í aðgerðinni felst meðal annars að dæla vatni úr neðanjarðargöngum og bílakjöllurum, þar sem talið er að fólk hafi orðið innlyksa þegar flóðin skullu á. Sánchez sagði viðbragðið þó ekki nægilega mikið og benti á að enn séu mörg heimili eyðilögð og margir í neyð. Hann hét þrotlausri vinnu her- og lögreglumanna þar til líf allra væri komið í eðlilegt horf á ný. Að minnsta kosti 211 manns létu lífið í flóðunum og er búist við að tala látinna haldi áfram að hækka. Í flóðunum eyðilögðust brýr og heilu bæjarfélögin voru án matar og rafmagns vegna þeirra. Veðurviðvaranir eru enn í gildi í norðaustur- og suðurhluta Spánar og verða út morgundaginn hið minnsta. Þegar eru um 1700 björgunarmenn að störfum í Valensíahéraði þrátt fyrir að von um að fleiri finnist á lífi fari dvínandi.
Spánn Náttúruhamfarir Flóð í Valencia 2024 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Sjá meira