Gjafakynfrumur- dýrmæt gjöf María Rut Baldursdóttir og Sigríður Auðunsdóttir skrifa 2. nóvember 2024 22:03 Mikið er barnið líkt pabba sínum. Vá, það er með augnsvipinn hennar mömmu sinnar. Heyrðu, þessi litli einstaklingur er alveg eins og afi sinn, eða amma. Já svona mætti lengi halda áfram. Fólk sér oft það sem það vill sjá og reynir að sjá líkindi með einhverjum sem er í nánasta hring barnsins. Þegar barn fæðist í þennan heim og foreldrar fá það í fangið þá byrja þau að telja tærnar og hvort allt sé í lagi með barnið. Foreldrarnir dást að og hugsa um fallega kraftaverkið sitt sem þau hafa komið í heiminn. Svo þegar barnið eldist er farið að tala um hverjum barnið líkist. Ekki allir sjá líkindi með foreldrum en kannski er ástæða fyrir því, því er skynsamlegt að fara varlega í það að velta fyrir sér hverjum barnið líkist. Kannski er það svo að foreldrarnir hafa þegið þá dýrmætu gjöf að eignast barnið sitt með gjafakynfrumum. Gjafakynfrumu gjöf felur í sér notkun á eggjum, sæðisfrumum eða fósturvísum sem gefin eru. Mismunandi ástæður liggja að baki því afhverju fólk þarf að þiggja gjafakynfrumur, og er það veruleiki margra að þurfa að þiggja slíkt. Fyrir marga er þetta annað áfall ofan á það að þurfa að að glíma við frjósemisvanda, það að geta ekki átt barn með sinni eigin kynfrumu. Því fyrir suma er það ein af þeim leiðum til þess að verða foreldrar eða til að stækka fjölskyldur, en 1 af hverjum 6 glímir við ófrjósemi og fer sá fjöldi stækkandi þar sem frjósemi fer dvínandi í heiminum. Gjafakynfrumur eru því mikilvæg gjöf fyrir þá sem hafa gengið í gengum langar og strangar frjósemismeðferðir þar sem að niðurstaðan er alltaf neikvæð og er það stundum síðasta skrefið í ófrjósemis baráttu fólks. Gjafakynfrumur skipta miklu máli og er það svo dásamleg gjöf, sem veitir von og uppfyllir drauma. Í nóvember ár hvert er evrópsk vitundarvakningar vika þar sem fjallað er um ófrjósemi og ýmislegt tengt frjósemisvanda. Í ár 4-10 nóvember er áherslan á gjafakynfrumur. Við hvetjum ykkur til að fylgjast með dagskrá vikunnar á samfélagsmiðlum: Höfundar eru í stjórn Tilveru-samtaka um ófrjósemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Börn og uppeldi Frjósemi Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið er barnið líkt pabba sínum. Vá, það er með augnsvipinn hennar mömmu sinnar. Heyrðu, þessi litli einstaklingur er alveg eins og afi sinn, eða amma. Já svona mætti lengi halda áfram. Fólk sér oft það sem það vill sjá og reynir að sjá líkindi með einhverjum sem er í nánasta hring barnsins. Þegar barn fæðist í þennan heim og foreldrar fá það í fangið þá byrja þau að telja tærnar og hvort allt sé í lagi með barnið. Foreldrarnir dást að og hugsa um fallega kraftaverkið sitt sem þau hafa komið í heiminn. Svo þegar barnið eldist er farið að tala um hverjum barnið líkist. Ekki allir sjá líkindi með foreldrum en kannski er ástæða fyrir því, því er skynsamlegt að fara varlega í það að velta fyrir sér hverjum barnið líkist. Kannski er það svo að foreldrarnir hafa þegið þá dýrmætu gjöf að eignast barnið sitt með gjafakynfrumum. Gjafakynfrumu gjöf felur í sér notkun á eggjum, sæðisfrumum eða fósturvísum sem gefin eru. Mismunandi ástæður liggja að baki því afhverju fólk þarf að þiggja gjafakynfrumur, og er það veruleiki margra að þurfa að þiggja slíkt. Fyrir marga er þetta annað áfall ofan á það að þurfa að að glíma við frjósemisvanda, það að geta ekki átt barn með sinni eigin kynfrumu. Því fyrir suma er það ein af þeim leiðum til þess að verða foreldrar eða til að stækka fjölskyldur, en 1 af hverjum 6 glímir við ófrjósemi og fer sá fjöldi stækkandi þar sem frjósemi fer dvínandi í heiminum. Gjafakynfrumur eru því mikilvæg gjöf fyrir þá sem hafa gengið í gengum langar og strangar frjósemismeðferðir þar sem að niðurstaðan er alltaf neikvæð og er það stundum síðasta skrefið í ófrjósemis baráttu fólks. Gjafakynfrumur skipta miklu máli og er það svo dásamleg gjöf, sem veitir von og uppfyllir drauma. Í nóvember ár hvert er evrópsk vitundarvakningar vika þar sem fjallað er um ófrjósemi og ýmislegt tengt frjósemisvanda. Í ár 4-10 nóvember er áherslan á gjafakynfrumur. Við hvetjum ykkur til að fylgjast með dagskrá vikunnar á samfélagsmiðlum: Höfundar eru í stjórn Tilveru-samtaka um ófrjósemi.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar