Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Sindri Sverrisson skrifar 3. nóvember 2024 18:17 Rigningin setti sterkan svip á alla helgina í Brasilíukappakstrinum. Getty/Alessio Morgese Max Verstappen tók stórt skref í átt að sínum fjórða heimsmeistaratitli í Formúlu 1 með ótrúlegum sigri í kappakstrinum í Sao Paulo í dag. Rigningin setti sterkan svip á alla helgina og þar með kappaksturinn í dag. Verstappen þurfti að byrja í 17. sæti en vann sig framar og kom sér fram úr Esteban Ocon í efsta sætið þegar keppni var endurræst á 43. hring af 69. Hann hélt forystunni til enda og vann öruggan sigur, eða rétt tæpum tuttugu sekúndum á undan næsta manni. Verstappen er þar með kominn með 393 stig og er 62 stigum á undan næsta manni, Lando Norris, þegar aðeins þrír kappakstrar eru eftir. Hann gæti því fagnað heimsmeistaratitlinum í Las Vegas síðar í þessum mánuði. Þó var þetta fyrsti sigur Verstappen síðan á Spáni í júní. Max Verstappen fagnar sigrinum sæta í dag með liðinu sínu.Getty/Mark Thompson Árangur Alpine-liðsins vakti ekki síður athygli í dag en Esteban Ocon náði 2. sæti og Pierre Gasly 3. sætinu. George Russell úr Mercedes varð í 4. sæti og Charles Leclerce úr Ferrari í 5. sæti. Akstursíþróttir Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Rigningin setti sterkan svip á alla helgina og þar með kappaksturinn í dag. Verstappen þurfti að byrja í 17. sæti en vann sig framar og kom sér fram úr Esteban Ocon í efsta sætið þegar keppni var endurræst á 43. hring af 69. Hann hélt forystunni til enda og vann öruggan sigur, eða rétt tæpum tuttugu sekúndum á undan næsta manni. Verstappen er þar með kominn með 393 stig og er 62 stigum á undan næsta manni, Lando Norris, þegar aðeins þrír kappakstrar eru eftir. Hann gæti því fagnað heimsmeistaratitlinum í Las Vegas síðar í þessum mánuði. Þó var þetta fyrsti sigur Verstappen síðan á Spáni í júní. Max Verstappen fagnar sigrinum sæta í dag með liðinu sínu.Getty/Mark Thompson Árangur Alpine-liðsins vakti ekki síður athygli í dag en Esteban Ocon náði 2. sæti og Pierre Gasly 3. sætinu. George Russell úr Mercedes varð í 4. sæti og Charles Leclerce úr Ferrari í 5. sæti.
Akstursíþróttir Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira