Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar 4. nóvember 2024 10:01 Ein algengasti og mest ofnotaði frasi í íslenskri stjórnmálaumræðu í dag er: „Þetta gerðist á ykkar vakt.“. Þetta heyrist í hvert einasta skipti sem bent er á að staðan í stórum málaflokkum sé óviðunandi. Þetta er samt kjaftæði. Þessu er hent fram í umræðu um stöðu mála hvað hælisleitendur varðar og þegar fjallað er um ríkisútgjöld. Alltaf kemur sama svarið: „Þetta gerðist á ykkar vakt“. Innviðafjárfestingar, lestrarkennslan og orkumálin. Allt á að hafa orðið lakara á okkar vakt. Húsnæðismálin, matarverðið, verðbólgan, ruglið og bullið, alltaf er vísað í „okkar vakt“. Eitt sinn var Sjálfstæðisflokkurinn stjórnandi á vaktinni. Hann var skipstjórinn og tók þær ákvarðanir sem leiddu þjóðina til þeirrar velmegunar sem eftir er tekið í hinni víðu veröld. Hann hefur setið í 22 af 31 ríkisstjórn sem mynduð hefur verið frá stofnun hans. Hann fékk umboð þjóðarinnar til leiða í jörðu stækkun landhelginnar, rafvæðingu landsins, aukið viðskiptafrelsi, þátttöku í Nató, viðbrögðin við óðaverðbólgunni og svo margt annað. Á seinustu árum hefur orðið breyting. Við lok seinustu aldar dansaði fylgið oft um og yfir 40% Í kosningum 2016 fengum við Sjálfstæðismenn 29% atkvæða og 21 þingmann kjörinn. Umboðið var áfram skýrt, þjóðin vildi hafa Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn. Hún vildi að hann bæri ábyrgðina, færi með stjórnina á vaktinni. Í kosningum 2017 var fylgið orðið 24,4%. Sjálfstæðisflokkurinn var enn á vaktinni, en í stað þess að gegna hlutverki skipstjóra var hann nú orðinn bátsmaður. Hann stjórnaði ekki lengur veiðiferðinni. Pólitískt vægi hafði minnkað verulega og þar með stjórnunin á skipinu. Stefnumálin náðu því síður fram að ganga enda það eðlilegt þegar unnið er með flokkum sem hafa gjörólíka stefnu í lykilmálaflokkum. Það má vel vera að það hafi verið mistök að standa vaktina með vinstriflokkunum jafn lengi og raunin varð. Ef til vill væri staðan í fylgiskönnunum önnur ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði skráð sig af vaktinni og neitað ábyrgð. Svo mikið er víst að staðan í stærstu málaflokkum væri önnur og betri ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði áfram farið með stjórnina á vaktinni. Þeir sem sárast kvarta yfir því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki náð stefnumálum sínum fram á yfirstandandi kjörtímabili fá núna möguleika til að gera þar Bragabót á. Það er bara ein leið til að tryggja þær áherslur sem kvartað er undan með frasanum „Þetta gerðist á ykkar vakt. Það er að tryggja Sjálfstæðisflokknum nægilega gott kjör til að hann fari með vaktformennsku. Að hann sé í hlutverki skipstjóra, ekki bátsmanns. Þannig, -og bara þannig- verður hann ábyrgur fyrir vaktinni. Höfundur er bæjarstjóri Ölfuss. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elliði Vignisson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Ein algengasti og mest ofnotaði frasi í íslenskri stjórnmálaumræðu í dag er: „Þetta gerðist á ykkar vakt.“. Þetta heyrist í hvert einasta skipti sem bent er á að staðan í stórum málaflokkum sé óviðunandi. Þetta er samt kjaftæði. Þessu er hent fram í umræðu um stöðu mála hvað hælisleitendur varðar og þegar fjallað er um ríkisútgjöld. Alltaf kemur sama svarið: „Þetta gerðist á ykkar vakt“. Innviðafjárfestingar, lestrarkennslan og orkumálin. Allt á að hafa orðið lakara á okkar vakt. Húsnæðismálin, matarverðið, verðbólgan, ruglið og bullið, alltaf er vísað í „okkar vakt“. Eitt sinn var Sjálfstæðisflokkurinn stjórnandi á vaktinni. Hann var skipstjórinn og tók þær ákvarðanir sem leiddu þjóðina til þeirrar velmegunar sem eftir er tekið í hinni víðu veröld. Hann hefur setið í 22 af 31 ríkisstjórn sem mynduð hefur verið frá stofnun hans. Hann fékk umboð þjóðarinnar til leiða í jörðu stækkun landhelginnar, rafvæðingu landsins, aukið viðskiptafrelsi, þátttöku í Nató, viðbrögðin við óðaverðbólgunni og svo margt annað. Á seinustu árum hefur orðið breyting. Við lok seinustu aldar dansaði fylgið oft um og yfir 40% Í kosningum 2016 fengum við Sjálfstæðismenn 29% atkvæða og 21 þingmann kjörinn. Umboðið var áfram skýrt, þjóðin vildi hafa Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn. Hún vildi að hann bæri ábyrgðina, færi með stjórnina á vaktinni. Í kosningum 2017 var fylgið orðið 24,4%. Sjálfstæðisflokkurinn var enn á vaktinni, en í stað þess að gegna hlutverki skipstjóra var hann nú orðinn bátsmaður. Hann stjórnaði ekki lengur veiðiferðinni. Pólitískt vægi hafði minnkað verulega og þar með stjórnunin á skipinu. Stefnumálin náðu því síður fram að ganga enda það eðlilegt þegar unnið er með flokkum sem hafa gjörólíka stefnu í lykilmálaflokkum. Það má vel vera að það hafi verið mistök að standa vaktina með vinstriflokkunum jafn lengi og raunin varð. Ef til vill væri staðan í fylgiskönnunum önnur ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði skráð sig af vaktinni og neitað ábyrgð. Svo mikið er víst að staðan í stærstu málaflokkum væri önnur og betri ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði áfram farið með stjórnina á vaktinni. Þeir sem sárast kvarta yfir því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki náð stefnumálum sínum fram á yfirstandandi kjörtímabili fá núna möguleika til að gera þar Bragabót á. Það er bara ein leið til að tryggja þær áherslur sem kvartað er undan með frasanum „Þetta gerðist á ykkar vakt. Það er að tryggja Sjálfstæðisflokknum nægilega gott kjör til að hann fari með vaktformennsku. Að hann sé í hlutverki skipstjóra, ekki bátsmanns. Þannig, -og bara þannig- verður hann ábyrgur fyrir vaktinni. Höfundur er bæjarstjóri Ölfuss.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun