Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Tómas Arnar Þorláksson skrifar 5. nóvember 2024 16:26 Frá umferðarslysinu sem varð við Sæbraut og frárein frá Miklubraut. Lögreglan Fimmtán manns slösuðust í ellefu umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku, frá 27. október til 2. nóvembers. Alls var tilkynnt um 38 umferðaróhöpp í umdæminu. Lögreglan biðlar til vegfarenda að fara varlega í umferðinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Báðir ökumenn fluttir á slysadeild Tvö umferðarslys voru tilkynnt á þriðjudaginn 29. október. Laust fyrir klukkan tólf missti ökumaður stjórn á bifreið sinni þegar hann ók suður Sæbraut með þeim afleiðingum að bifreiðin fór utan vegar og eftir grasbala inn á frárein frá Miklubraut. Lenti bifreiðin þá á annarri bifreið á fráreininni en sú síðarnefnda valt við áreksturinn. Sá er missti stjórn á bifreið sinni var ekki með öryggisbelti en báðir ökumenn voru fluttir á slysadeild eftir umferðarslysið. Seinna sama dag var bifreið ekið á rafmagnshlaupahjól á Laugavegi, við Bolholt. Ökumaður rafmagnshlaupahjólsins var fluttur á slysadeild. Strætisvagn og fólksbifreið í árekstri „Sunnudaginn 27. október kl. 7.37 varð árekstur strætisvagns og fólksbifreiðar á athafnasvæði Strætó við Hestháls í Reykjavík. Ökumaður fólksbifreiðarinnar var fluttur á slysadeild,“ segir í tilkynningu lögreglu. Á mánudagsmorgun, 28. október, varð þriggja bíla árekstur á Reykjanesbraut í Hafnarfirði, við álverið í Straumsvík. „Tveimur bifreiðum var ekið úr gagnstæðri átt og fór önnur þeirra yfir á öfugan vegarhelming svo árekstur varð með þeim. Við það kastaðist önnur bifreiðin á þriðju bifreiðina sem kom aðvífandi Allir þrír ökumennirnir voru fluttir á slysadeild. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins.“ Bifreið ekið á steinvegg til rannsóknar Á fimmtudaginn rétt fyrir klukkan 19:00 varð tveggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut til suðurs, við Miklubraut. Sá er olli tjóninu, stakk af frá vettvangi. Ökumaður bifreiðarinnar, sem ekið var á, var fluttur á slysadeild. Fjögur umferðarslys voru tilkynnt á laugardaginn. Bifreið var ekið á gangandi vegfaranda á hringbraut í Hafnarfirði við Suðurbæjarlaug. Í tilkynningu lögreglu kemur fram að vegfarandinn hafi verið ölvaður og að hann hafi verið fluttur á slysadeild. „Klukkan 19:30 féll ökumaður af rafmagnshlaupahjóli við Mathöllina á Hlemmi. Ökumaðurinn, sem er grunaður um ölvun, var fluttur á slysadeild. Klukkan 21:58 var bifreið ekið á steinvegg við Brúarvog í Reykjavík, við Barkarvog. Ökumaður og farþegi voru fluttir á slysadeild. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins.“ Klukkan 21:58 varð einnig tveggja bíla árekstur á Breiðholtsbraut við Seljaskóga. Bifreiðunum var ekið úr gagnstæðri átt en í aðdragandanum að árekstrinum hugðist ökumaðurinn sem ók til vesturs að taka vinstri beygju á gatnamótunum og Seljaskóga til suðurs þegar að bifreiðarnar skullu saman. Einn farþegi var fluttr á slysadeild. Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Báðir ökumenn fluttir á slysadeild Tvö umferðarslys voru tilkynnt á þriðjudaginn 29. október. Laust fyrir klukkan tólf missti ökumaður stjórn á bifreið sinni þegar hann ók suður Sæbraut með þeim afleiðingum að bifreiðin fór utan vegar og eftir grasbala inn á frárein frá Miklubraut. Lenti bifreiðin þá á annarri bifreið á fráreininni en sú síðarnefnda valt við áreksturinn. Sá er missti stjórn á bifreið sinni var ekki með öryggisbelti en báðir ökumenn voru fluttir á slysadeild eftir umferðarslysið. Seinna sama dag var bifreið ekið á rafmagnshlaupahjól á Laugavegi, við Bolholt. Ökumaður rafmagnshlaupahjólsins var fluttur á slysadeild. Strætisvagn og fólksbifreið í árekstri „Sunnudaginn 27. október kl. 7.37 varð árekstur strætisvagns og fólksbifreiðar á athafnasvæði Strætó við Hestháls í Reykjavík. Ökumaður fólksbifreiðarinnar var fluttur á slysadeild,“ segir í tilkynningu lögreglu. Á mánudagsmorgun, 28. október, varð þriggja bíla árekstur á Reykjanesbraut í Hafnarfirði, við álverið í Straumsvík. „Tveimur bifreiðum var ekið úr gagnstæðri átt og fór önnur þeirra yfir á öfugan vegarhelming svo árekstur varð með þeim. Við það kastaðist önnur bifreiðin á þriðju bifreiðina sem kom aðvífandi Allir þrír ökumennirnir voru fluttir á slysadeild. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins.“ Bifreið ekið á steinvegg til rannsóknar Á fimmtudaginn rétt fyrir klukkan 19:00 varð tveggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut til suðurs, við Miklubraut. Sá er olli tjóninu, stakk af frá vettvangi. Ökumaður bifreiðarinnar, sem ekið var á, var fluttur á slysadeild. Fjögur umferðarslys voru tilkynnt á laugardaginn. Bifreið var ekið á gangandi vegfaranda á hringbraut í Hafnarfirði við Suðurbæjarlaug. Í tilkynningu lögreglu kemur fram að vegfarandinn hafi verið ölvaður og að hann hafi verið fluttur á slysadeild. „Klukkan 19:30 féll ökumaður af rafmagnshlaupahjóli við Mathöllina á Hlemmi. Ökumaðurinn, sem er grunaður um ölvun, var fluttur á slysadeild. Klukkan 21:58 var bifreið ekið á steinvegg við Brúarvog í Reykjavík, við Barkarvog. Ökumaður og farþegi voru fluttir á slysadeild. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins.“ Klukkan 21:58 varð einnig tveggja bíla árekstur á Breiðholtsbraut við Seljaskóga. Bifreiðunum var ekið úr gagnstæðri átt en í aðdragandanum að árekstrinum hugðist ökumaðurinn sem ók til vesturs að taka vinstri beygju á gatnamótunum og Seljaskóga til suðurs þegar að bifreiðarnar skullu saman. Einn farþegi var fluttr á slysadeild.
Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira