Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. nóvember 2024 12:19 Hreindýr að snæðingi. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Sæmundur Jón Jónsson, frístundabóndi á Þingskálum í sveitarfélaginu Hornafirði, fylgdist með fimmtán mínútna stríði þriggja veiðimanna við hreindýr í bakgarðinum hjá sér í morgun. Hann setur stórt spurningamerki við veiðarnar. Veiðarnar koma líklega mörgum spánskt fyrir sjónir enda lauk hreindýraveiðitímabili haustsins þann 20. september. Alls voru 769 dýr felld af þeim 776 sem veiða átti í haust. Eftir stóðu hins vegar nóvemberveiðar á hreinkúm á tveimur syðstu veiðisvæðunum þar sem gefið var út leyfi fyrir veiðum á 24 kúm fyrstu tuttugu dagana í nóvember. Þrír veiðimenn mættir í „bakgarðinn“ Ein af þessum 24 hreinkúm var felld í fimm hundruð metra fjarlægð frá bóndabæ Sæmundar í morgun. Hann lýsir atburðarásinni eins og hún blasti við honum í færslu á Facebook sem hefur vakið mikla athygli. „Rétt í þessu varð ég vitni að ógeðslegum verknaði hérna í bakgarðinum hjá mér. Hingað mættu þrír karlmenn með alvæpni greinilega komnir að elta hreindýrahjörð,“ segir Sæmundur Jón í færslunni. „Ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu að dýrin væru drepin í einu skoti og ef það klikkaði þá grípi leiðsögumaðurinn inn í og lógi dýrinu,“ segir Sæmundur Jón. „Við máttum hins vegar horfa upp á rúmlega 15 mínútna dauðastríð dýrsins þar sem dýrið var ennþá á fótum og ég taldi a.m.k sex skot, ég hefði sennilega verið fljótari að lóga dýrinu með því að elta það uppi með eldhúshnífnum.“ Undantekning og allir að reyna sitt besta Hann bætir þó við að hans óþægilega upplifun af því að menn birtist í innan við fimm hundruð metra fjarlægð frá húsi hans og byrji að skjóta úr rifflum blikir í samnburði við þær þjáningar sem dýrið hafi mátt þola. „Ég hef ekki verið mikill aðdáandi hreindýra en set stórt spurningarmerki við veiðar eftir að hafa orðið vitni af þessu.“ Ekki náðist í Sæmund Jón við vinnslu fréttarinnar. Ýmsir veiðimenn taka til máls í umræðum við færslu Sæmundar og segja um algjöra undantekningu að ræða þegar komi að hreindýraveiðum. Að tvö skot þurfi til, hvað þá meira, heyri til undantekninga. Stundum verði mannleg mistök en allir reyni sitt besta. Enginn leiki sér að því að pynta bráð sína. Skotveiði Sveitarfélagið Hornafjörður Dýr Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira
Veiðarnar koma líklega mörgum spánskt fyrir sjónir enda lauk hreindýraveiðitímabili haustsins þann 20. september. Alls voru 769 dýr felld af þeim 776 sem veiða átti í haust. Eftir stóðu hins vegar nóvemberveiðar á hreinkúm á tveimur syðstu veiðisvæðunum þar sem gefið var út leyfi fyrir veiðum á 24 kúm fyrstu tuttugu dagana í nóvember. Þrír veiðimenn mættir í „bakgarðinn“ Ein af þessum 24 hreinkúm var felld í fimm hundruð metra fjarlægð frá bóndabæ Sæmundar í morgun. Hann lýsir atburðarásinni eins og hún blasti við honum í færslu á Facebook sem hefur vakið mikla athygli. „Rétt í þessu varð ég vitni að ógeðslegum verknaði hérna í bakgarðinum hjá mér. Hingað mættu þrír karlmenn með alvæpni greinilega komnir að elta hreindýrahjörð,“ segir Sæmundur Jón í færslunni. „Ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu að dýrin væru drepin í einu skoti og ef það klikkaði þá grípi leiðsögumaðurinn inn í og lógi dýrinu,“ segir Sæmundur Jón. „Við máttum hins vegar horfa upp á rúmlega 15 mínútna dauðastríð dýrsins þar sem dýrið var ennþá á fótum og ég taldi a.m.k sex skot, ég hefði sennilega verið fljótari að lóga dýrinu með því að elta það uppi með eldhúshnífnum.“ Undantekning og allir að reyna sitt besta Hann bætir þó við að hans óþægilega upplifun af því að menn birtist í innan við fimm hundruð metra fjarlægð frá húsi hans og byrji að skjóta úr rifflum blikir í samnburði við þær þjáningar sem dýrið hafi mátt þola. „Ég hef ekki verið mikill aðdáandi hreindýra en set stórt spurningarmerki við veiðar eftir að hafa orðið vitni af þessu.“ Ekki náðist í Sæmund Jón við vinnslu fréttarinnar. Ýmsir veiðimenn taka til máls í umræðum við færslu Sæmundar og segja um algjöra undantekningu að ræða þegar komi að hreindýraveiðum. Að tvö skot þurfi til, hvað þá meira, heyri til undantekninga. Stundum verði mannleg mistök en allir reyni sitt besta. Enginn leiki sér að því að pynta bráð sína.
Skotveiði Sveitarfélagið Hornafjörður Dýr Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira