Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar 6. nóvember 2024 14:15 Náttúruvernd er loftslagsvernd er eitt að slagorðum Landverndar – sem ég tek að láni. Heilbrigð náttúra er undirstaða velsældar alls mannkynsins. Án heilbrigðar náttúru er ekkert líf á Jörðinni okkar, hvorki menn né dýr - því heilbrigð vistkerfi eru lungu Jarðarinnar, binda kolefni og framleiða það súrefni sem við öndum að okkur. Ísland er aðili að alþjóðlegum samningum um að draga úr útblæstri og vernda líffræðilega fjölbreytni. Það hefur gengið mjög á líffjölbreytileika heimsins síðastliðin 10.000 ár en þegar ísöld lauk var t.d. lífmassi villtra dýra 99% og maðurinn 1%. Nú eru húsdýr 60%, maðurinn 36% og villt dýr einungis 4%. Líffjölbreytileikinn hefur því hnignað ótrúlega mikið. Vistkerfin binda kolefni í plöntum og jarðvegi – þess vegna er verndun óspilltrar náttúru og auðgun hnignandi náttúru lífsnauðsynleg fyrir nútíðina og framtíðina. Lang mesta losunin á Íslandi er frá hnignuðu landi, þar sem skógur hefur verið hogginn og jarðvegur tapast auk votlendis sem hefur verið þurrkað upp. Mælt hefur verið með því að 30% lands og 30% hafsvæða verði vernduð til að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Á Íslandi erum við að komast upp í 30 prósentin á landi en vantar verulega upp á verndun hafsvæða. Píratar hafa lagt fram mikilvæg þingmál til náttúruverndar. Þar á meðal er tillaga um að gera vistmorð refsivert, en það er eitt stærsta skref sem myndi vernda stór vistkerfi með einni lagasetningu. Nú þegar hefur þetta verið samþykkt í Evrópuþinginu og öll ESB löndin verða að innleiða lögin innan tveggja ára. Píratar hafa tvisvar lagt fram frumvarp um bann á hvalveiðum því bæði eru dýrin drepin á ómannúðlegan máta, en einnig eru hvalir verkfræðingar hafanna. Þeir fara niður á meira en kílómetra dýpi til að ná sér í fæðu, koma síðan upp á yfirborðið til að anda, og skilja eftir sinn úrgang (saur og þvag) sem inniheldur mikilvæg næringarefni eins og járn og köfnunarefni fyrir jurtasvif. Svif er neðst í fæðukeðjunni í höfunum, og því má segja að því fleirri hvalir, því meira af svifi og því meira af fiskum í sjónum - frá sílum og síld upp í nytjastofnana okkar. Píratar eru miklir náttúruverndarsinnar og vilja takast á við loftslagsvandann og hnignun líffjölbreytileika á skilmerkan hátt með markmiðum sem farið er eftir. Stefna Pírata í umhverfis og loftslagsmálum er metnaðarfyllst af stefnu allra flokka í þessum málaflokkum. Þess til marks fengu Píratar hæstu einkun fyrir síðustu kosningar frá mati sem Ungir umhverfissinnar kalla Sólina. Munum einnig að hagsæld er 100% háð náttúrunni – samkvæmt hinni svo kölluðu yfir 600 bls skýrslu hagfræðingis Partha Dasgupta við Cambridgeháskóla. Þannig að náttúruvernd er undirstaða hagsældar. Vinnum því með náttúrunni sem við erum hluti af. Kjósum öðruvísi, kjósum Pírata. #kjóstuöðruvísi Höfundur er prófessor emerita, í stjórn Landverndar og Hringrásarseturs, meðlimur í Aldin – samtökum eldri borgara gegn loftslagsvánni, og í framboði fyrir Pírata í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Umhverfismál Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Náttúruvernd er loftslagsvernd er eitt að slagorðum Landverndar – sem ég tek að láni. Heilbrigð náttúra er undirstaða velsældar alls mannkynsins. Án heilbrigðar náttúru er ekkert líf á Jörðinni okkar, hvorki menn né dýr - því heilbrigð vistkerfi eru lungu Jarðarinnar, binda kolefni og framleiða það súrefni sem við öndum að okkur. Ísland er aðili að alþjóðlegum samningum um að draga úr útblæstri og vernda líffræðilega fjölbreytni. Það hefur gengið mjög á líffjölbreytileika heimsins síðastliðin 10.000 ár en þegar ísöld lauk var t.d. lífmassi villtra dýra 99% og maðurinn 1%. Nú eru húsdýr 60%, maðurinn 36% og villt dýr einungis 4%. Líffjölbreytileikinn hefur því hnignað ótrúlega mikið. Vistkerfin binda kolefni í plöntum og jarðvegi – þess vegna er verndun óspilltrar náttúru og auðgun hnignandi náttúru lífsnauðsynleg fyrir nútíðina og framtíðina. Lang mesta losunin á Íslandi er frá hnignuðu landi, þar sem skógur hefur verið hogginn og jarðvegur tapast auk votlendis sem hefur verið þurrkað upp. Mælt hefur verið með því að 30% lands og 30% hafsvæða verði vernduð til að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Á Íslandi erum við að komast upp í 30 prósentin á landi en vantar verulega upp á verndun hafsvæða. Píratar hafa lagt fram mikilvæg þingmál til náttúruverndar. Þar á meðal er tillaga um að gera vistmorð refsivert, en það er eitt stærsta skref sem myndi vernda stór vistkerfi með einni lagasetningu. Nú þegar hefur þetta verið samþykkt í Evrópuþinginu og öll ESB löndin verða að innleiða lögin innan tveggja ára. Píratar hafa tvisvar lagt fram frumvarp um bann á hvalveiðum því bæði eru dýrin drepin á ómannúðlegan máta, en einnig eru hvalir verkfræðingar hafanna. Þeir fara niður á meira en kílómetra dýpi til að ná sér í fæðu, koma síðan upp á yfirborðið til að anda, og skilja eftir sinn úrgang (saur og þvag) sem inniheldur mikilvæg næringarefni eins og járn og köfnunarefni fyrir jurtasvif. Svif er neðst í fæðukeðjunni í höfunum, og því má segja að því fleirri hvalir, því meira af svifi og því meira af fiskum í sjónum - frá sílum og síld upp í nytjastofnana okkar. Píratar eru miklir náttúruverndarsinnar og vilja takast á við loftslagsvandann og hnignun líffjölbreytileika á skilmerkan hátt með markmiðum sem farið er eftir. Stefna Pírata í umhverfis og loftslagsmálum er metnaðarfyllst af stefnu allra flokka í þessum málaflokkum. Þess til marks fengu Píratar hæstu einkun fyrir síðustu kosningar frá mati sem Ungir umhverfissinnar kalla Sólina. Munum einnig að hagsæld er 100% háð náttúrunni – samkvæmt hinni svo kölluðu yfir 600 bls skýrslu hagfræðingis Partha Dasgupta við Cambridgeháskóla. Þannig að náttúruvernd er undirstaða hagsældar. Vinnum því með náttúrunni sem við erum hluti af. Kjósum öðruvísi, kjósum Pírata. #kjóstuöðruvísi Höfundur er prófessor emerita, í stjórn Landverndar og Hringrásarseturs, meðlimur í Aldin – samtökum eldri borgara gegn loftslagsvánni, og í framboði fyrir Pírata í Reykjavík norður.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun