Tvö lið með fullt hús stiga í Sambandsdeildinni Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. nóvember 2024 19:59 Legia Warsaw vann 4-0 stórsigur gegn Dinamo Minsk og tryggði sér toppsætið. Foto Olimpik/NurPhoto via Getty Images Tvö lið, Legia Warsaw og Rapid Wien, eru með fullt hús stiga eftir þrjá leiki í Sambandsdeild Evrópu. Shamrock Rovers fylgir þeim eftir í þriðja sætinu. Víkingur spilaði fyrsta leik þriðju umferðarinnar og vann 2-0 gegn Borac á Kópavogsvelli fyrr í dag. Sjö leikir fóru svo fram síðdegis en aðrir tíu leikir eru á dagskrá í kvöld. Fullt hús stiga Legia Warsaw vann 4-0 stórsigur gegn Dinamo Minsk, Luquinhas og Marc Gual settu sitt hvor tvö mörkin. Sigurinn tryggði Legia toppsætið en liðið hefur unnið alla þrjá leikina og ekki enn fengið á sig mark. Rapid Wien er í öðru sætinu eftir 3-0 útivallarsigur Petrocub. Bendegúz Bolla braut ísinn snemma, Guido Burgstaller bætti svo tveimur mörkum við í seinni hálfleik. Rapid hefur einnig unnið fyrstu þrjá leikina, skorað sex mörk og aðeins fengið á sig eitt. Íslandsvinir í þriðja sæti Þau tvö eru einu liðin með fullt hús stiga. Á eftir þeim er Shamrock Rovers, sem hefur spilað við Breiðablik og Víking í undankeppninni undanfarin tvö ár. Shamrock lenti undir gegn TNS í dag en vann 2-1 endurkomusigur þökk sé mörkum Johnny Kenny og Dylan Watts. Shamrock er nú með sjö stig eftir þrjá leiki. Taflan tekur líklega breytingum Chelsea, Fiorentina, Vitória, Hearts, Jagiellonia og Hedenheim unnu öll sína fyrstu tvo leiki og geta tekið toppsætið með sigri í kvöld. Andri Lucas í fremstu línu Gent Andri Lucas Guðjohnsen var í byrjunarliðinu hjá Gent, sem vann 1-0 gegn Omonia (kýpverska liðinu sem vann Víking 4-0 í fyrstu umferð). Hann var tekinn af velli eftir 75 mínútur. Omri Gandelman skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik. Gent er með 6 stig. Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Fleiri fréttir Viðar fylgdi vel eftir og stangaði boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Sjá meira
Víkingur spilaði fyrsta leik þriðju umferðarinnar og vann 2-0 gegn Borac á Kópavogsvelli fyrr í dag. Sjö leikir fóru svo fram síðdegis en aðrir tíu leikir eru á dagskrá í kvöld. Fullt hús stiga Legia Warsaw vann 4-0 stórsigur gegn Dinamo Minsk, Luquinhas og Marc Gual settu sitt hvor tvö mörkin. Sigurinn tryggði Legia toppsætið en liðið hefur unnið alla þrjá leikina og ekki enn fengið á sig mark. Rapid Wien er í öðru sætinu eftir 3-0 útivallarsigur Petrocub. Bendegúz Bolla braut ísinn snemma, Guido Burgstaller bætti svo tveimur mörkum við í seinni hálfleik. Rapid hefur einnig unnið fyrstu þrjá leikina, skorað sex mörk og aðeins fengið á sig eitt. Íslandsvinir í þriðja sæti Þau tvö eru einu liðin með fullt hús stiga. Á eftir þeim er Shamrock Rovers, sem hefur spilað við Breiðablik og Víking í undankeppninni undanfarin tvö ár. Shamrock lenti undir gegn TNS í dag en vann 2-1 endurkomusigur þökk sé mörkum Johnny Kenny og Dylan Watts. Shamrock er nú með sjö stig eftir þrjá leiki. Taflan tekur líklega breytingum Chelsea, Fiorentina, Vitória, Hearts, Jagiellonia og Hedenheim unnu öll sína fyrstu tvo leiki og geta tekið toppsætið með sigri í kvöld. Andri Lucas í fremstu línu Gent Andri Lucas Guðjohnsen var í byrjunarliðinu hjá Gent, sem vann 1-0 gegn Omonia (kýpverska liðinu sem vann Víking 4-0 í fyrstu umferð). Hann var tekinn af velli eftir 75 mínútur. Omri Gandelman skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik. Gent er með 6 stig.
Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Fleiri fréttir Viðar fylgdi vel eftir og stangaði boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Sjá meira