Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2024 07:31 Víkingar fagna hér öðru marka sinna á Kópavogsvellinum í gær. Vísir/Anton Brink Víkingar gleðja ekki bara gjaldkerann sinn með frábæru gengi sínu í Evrópu heldur gætu þeir einnig hjálpað íslenskum fótbolta inn í þá Evrópukeppni sem hefur verið lokuð íslenskum liðunum síðustu ár. Víkingar hafa unnið tvo síðustu leiki sína í Sambandsdeildinni sem voru báðir spilaðir á Kópavogsvellinum. Liðið vann fyrst belgíska félagið Cercle Brugge 3-1 og svo bosníska félagið Borac Banja Luka 2-0. Gott gengi Víkings í Sambandsdeildinni er að hjálpa íslenskum félagsliðum til að bæta stöðu sína á styrkleikalista UEFA, til viðbótar við að færa Víkingum mörghundruð milljónir. Víkingsliðið situr sem stendur í fjórtánda sæti í deildarkeppninni með sex stig og jafna markatölu, 5-5. Samkvæmt nýjustu tölum þá er Ísland nú komið upp í 33. sæti á styrkleikalistanum en Ísland var í 35. sæti eftir síðasta tímabil. Sigrar Víkinga í viðbót við stig annarra íslenska félaga í Evrópukeppnunum hefur komið Íslandi upp fyrir bæði Kósóvó og Armeníu. Því má bæta við að Breiðablik á líka mikinn þátt í þessu með stigasöfnun sinni í Evrópu síðustu misseri. 33 efstu þjóðirnar á listanum fá eitt sæti í Evrópudeildinni. Víkingar fengu sem dæmi +0.500 stig fyrir sigurinn í gær og Ísland er þar með komið með 12.333 stig. Kósóvó er með 12.041 stig en Armenía er með 12.000 stig. Kósóvó fær ekki fleiri stig því ekkert lið þeirra er enn með. Armenar eiga einn eitt lið eftir í Evrópukeppni eins og við Íslendingar en það er Noah sem tapaði 8-0 á móti Chelsea í Sambandsdeildinni í gær. Svo skemmtilega vill til að Víkingur og Noah mætast út í Armeníu í næstu umferð og þar gætu Víkingar líklegast tryggt Ísland Evrópudeildarsæti með sigri. Ísland fékk þrjú sæti í Sambandsdeildinni í ár en ekkert sæti í Evrópudeildinni. Verði þetta raunin þá fara Íslandsmeistarar næsta árs í forkeppni Meistaradeildarinnar sumarið 2026, bikarmeistarar næsta árs í forkeppni Evrópudeildarinnar 2026, og svo tvö efstu liðin til viðbótar úr Bestu deildinni á næsta ári í forkeppni Sambandsdeildarinnar 2026. 🇮🇸 Iceland are now Top 33 nation!🚨 Iceland overtook Kosovo and Armenia in the Country Ranking, as Víkingur Reykjavík added them another +0.500 points!❌ 🇽🇰 Kosovo will finish out of Top 33!➡️ Nations that finish season in the Top 33 will secure the Europa League spot! pic.twitter.com/LOtDgj0SfL— Football Rankings (@FootRankings) November 7, 2024 Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Frammistaða upp á 8,5 í þessum leik“ Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var himinlifandi með frammistöðu leikmanna sinna þegar liðið lagði Borac Banja Luka að velli með tveimur mörkum gegn engu í leik liðanna í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta karla í dag. 7. nóvember 2024 17:54 Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Víkingar halda áfram að tryggja sér háar fjárhæðir með frábærum árangri í Sambandsdeild Evrópu. Sextíu milljónir króna bætast við með sigrinum góða á Borac í dag, sem jafnframt fer langt með að duga Víkingi til að komast áfram í umspil keppninnar. 7. nóvember 2024 16:32 Sjáðu mörkin sem tryggðu Víkingi sextíu milljónir til viðbótar Víkingur Reykjavík vann 2-0 gegn Borac Banja Luka í þriðju umferð Sambandsdeildar Evrópu. Nikolaj Hansen skoraði fyrra markið eftir stoðsendingu Karls Friðleifs Gunnarssonar, sem potaði öðru markinu inn skömmu síðar. 7. nóvember 2024 17:43 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira
Víkingar hafa unnið tvo síðustu leiki sína í Sambandsdeildinni sem voru báðir spilaðir á Kópavogsvellinum. Liðið vann fyrst belgíska félagið Cercle Brugge 3-1 og svo bosníska félagið Borac Banja Luka 2-0. Gott gengi Víkings í Sambandsdeildinni er að hjálpa íslenskum félagsliðum til að bæta stöðu sína á styrkleikalista UEFA, til viðbótar við að færa Víkingum mörghundruð milljónir. Víkingsliðið situr sem stendur í fjórtánda sæti í deildarkeppninni með sex stig og jafna markatölu, 5-5. Samkvæmt nýjustu tölum þá er Ísland nú komið upp í 33. sæti á styrkleikalistanum en Ísland var í 35. sæti eftir síðasta tímabil. Sigrar Víkinga í viðbót við stig annarra íslenska félaga í Evrópukeppnunum hefur komið Íslandi upp fyrir bæði Kósóvó og Armeníu. Því má bæta við að Breiðablik á líka mikinn þátt í þessu með stigasöfnun sinni í Evrópu síðustu misseri. 33 efstu þjóðirnar á listanum fá eitt sæti í Evrópudeildinni. Víkingar fengu sem dæmi +0.500 stig fyrir sigurinn í gær og Ísland er þar með komið með 12.333 stig. Kósóvó er með 12.041 stig en Armenía er með 12.000 stig. Kósóvó fær ekki fleiri stig því ekkert lið þeirra er enn með. Armenar eiga einn eitt lið eftir í Evrópukeppni eins og við Íslendingar en það er Noah sem tapaði 8-0 á móti Chelsea í Sambandsdeildinni í gær. Svo skemmtilega vill til að Víkingur og Noah mætast út í Armeníu í næstu umferð og þar gætu Víkingar líklegast tryggt Ísland Evrópudeildarsæti með sigri. Ísland fékk þrjú sæti í Sambandsdeildinni í ár en ekkert sæti í Evrópudeildinni. Verði þetta raunin þá fara Íslandsmeistarar næsta árs í forkeppni Meistaradeildarinnar sumarið 2026, bikarmeistarar næsta árs í forkeppni Evrópudeildarinnar 2026, og svo tvö efstu liðin til viðbótar úr Bestu deildinni á næsta ári í forkeppni Sambandsdeildarinnar 2026. 🇮🇸 Iceland are now Top 33 nation!🚨 Iceland overtook Kosovo and Armenia in the Country Ranking, as Víkingur Reykjavík added them another +0.500 points!❌ 🇽🇰 Kosovo will finish out of Top 33!➡️ Nations that finish season in the Top 33 will secure the Europa League spot! pic.twitter.com/LOtDgj0SfL— Football Rankings (@FootRankings) November 7, 2024
Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Frammistaða upp á 8,5 í þessum leik“ Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var himinlifandi með frammistöðu leikmanna sinna þegar liðið lagði Borac Banja Luka að velli með tveimur mörkum gegn engu í leik liðanna í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta karla í dag. 7. nóvember 2024 17:54 Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Víkingar halda áfram að tryggja sér háar fjárhæðir með frábærum árangri í Sambandsdeild Evrópu. Sextíu milljónir króna bætast við með sigrinum góða á Borac í dag, sem jafnframt fer langt með að duga Víkingi til að komast áfram í umspil keppninnar. 7. nóvember 2024 16:32 Sjáðu mörkin sem tryggðu Víkingi sextíu milljónir til viðbótar Víkingur Reykjavík vann 2-0 gegn Borac Banja Luka í þriðju umferð Sambandsdeildar Evrópu. Nikolaj Hansen skoraði fyrra markið eftir stoðsendingu Karls Friðleifs Gunnarssonar, sem potaði öðru markinu inn skömmu síðar. 7. nóvember 2024 17:43 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira
„Frammistaða upp á 8,5 í þessum leik“ Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var himinlifandi með frammistöðu leikmanna sinna þegar liðið lagði Borac Banja Luka að velli með tveimur mörkum gegn engu í leik liðanna í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta karla í dag. 7. nóvember 2024 17:54
Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Víkingar halda áfram að tryggja sér háar fjárhæðir með frábærum árangri í Sambandsdeild Evrópu. Sextíu milljónir króna bætast við með sigrinum góða á Borac í dag, sem jafnframt fer langt með að duga Víkingi til að komast áfram í umspil keppninnar. 7. nóvember 2024 16:32
Sjáðu mörkin sem tryggðu Víkingi sextíu milljónir til viðbótar Víkingur Reykjavík vann 2-0 gegn Borac Banja Luka í þriðju umferð Sambandsdeildar Evrópu. Nikolaj Hansen skoraði fyrra markið eftir stoðsendingu Karls Friðleifs Gunnarssonar, sem potaði öðru markinu inn skömmu síðar. 7. nóvember 2024 17:43