Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar 8. nóvember 2024 17:45 Mikill meirihluti fyrirtækja á Íslandi hefur starfsmannafjölda undir 10 starfsmönnum. Þessi minni fyrirtæki eru bakbein hins íslenska efnahagskerfis og samanstanda af vinnandi fólki á einkamarkaði sem drífur áfram verðmætasköpunina. Undanfarin áratug hefur stöðug ásókn regluverks og gjaldtöku á þessa mikilvægu einingu verið ríkjandi. Beinn og óbeinn kostnaður lítilla fyrirtækja hækkar stöðugt við að uppfylla allar skyldurnar og kvaðirnar sem á þeim dynur á grunni hinna ýmsu reglna sem margar stafa frá innleiðingu ýmissa tilskipana Evrópusambandsins oft með vænum skammti af gullhúðun íslenskra stjórnmála- og embættismanna. „Haka í box“ eftirlitið vex án sýnilegs tilgangs og leiðarljós meðalhófs og einföldunar eru hvergi nærri. Lítið tillit er tekið til raunheima eða lítillar yfirbyggingar þessara fyrirtækja. Skattaplan Samfylkingar og hinn ímyndaði veruleiki Nú bregður svo við að Samfylkingin boðar plan. Þegar planið er skoðað sést að það felst í skattahækkunum. Það þarf ekki að koma á óvart. Flestir muna þegar Samfylkingin veitti ríkisstjórn síðast forystu árin 2009 til 2013. Sú ríkisstjórn lagði á yfir 100 nýja skatta eða breytingar á gildandi sköttum á kjörtímabili sínu. Nú skal sjónum beint að litlu fyrirtækjunum og einyrkjunum, píparanum, hárgreiðslukonunni, prentaranum o.s.frv. Lykilþættir í plani Samfylkingarinnar er hækkun fjármagnstekjuskatts og að “stoppa upp í ehf. - gatið” eins og það er kallað. Þeirri mjög svo röngu mynd er haldið á lofti að fyrirtækin greiði mun lægri skatta er launþegar. En skoðum gildandi lög í samhengi við þetta plan. Á Íslandi gildir sú regla að fyrirtækjum er óheimilt að greiða arð nema að fyrir liggi hagnaður í viðkomandi félagi. Af hagnaði fyrirtækja ber að greiða tekjuskatt sem núna er 21% en þessi skattur var hækkaður tímabundið í ár úr 20% í 21%. Til þess að greiða arð úr fyrirtæki þarf því fyrst að greiða 21% tekjuskatt af hagnaði fyrirtækisins. Síðan þarf að greiða 22% fjármagnstekjuskatt af arðgreiðslunni, eftirstöðvum hagnaðarins. Þannig greiða fyrirtæki og eigendur þess tvisvar af hagnaði fyrirtækisins, fyrst tekjuskatt og síðan fjármagnstekjuskatt af arðgreiðslum. Nettóáhrif þessarar skattheimtu eru því tæplega 40% skattur sem er sama eða hærra hlutfall og launþegar greiða almennt af launum sínum. Með hækkun fjármagnstekjuskatts hækkar þessi skattbyrði enn frekar. Manni er næsta óskiljanlegt hvernig tekist hefur að brengla þessa mynd í opinberri umræðu. Og nú beinir Samfylkingin spjótum sínum að þessum minni fyrirtækjum, ehf.-unum, í krafti ímyndaðs veruleika sem stenst enga skoðun. Það er ekkert gat til að stoppa í þegar horft er til þess skattkerfis sem hér gildir um ehf-inn. Þessi fyrirtæki greiða sömu eða hærri skatta og almennir launamenn. Þetta þekkja flestir þeir sem reka þessi litlu fyrirtæki. Áherslur Miðflokksins Nálgun Miðflokksins er önnur. Við boðum ekki skattahækkanir heldur aðhald í fjármálum ríkisins, forgangsröðun opinberra fjármuna og að fjármunir hins opinbera séu sem best nýttir. Við viljum horfa til samhengisins á milli verðmætasköpunar og velferðar og stöndum ekki fyrir það að skortur á skattlagningu sé móðir allra vandamálanna í ríkisrekstrinum. Við sjáum ekki lausnirnar í því að leggja enn meiri álögur á litlu fyrirtækin. Það skattkerfi sem fyrirtæki búa við er í grunninn það sama og gildir um launþega. Við þurfum að efla atvinnulífið og verðmætasköpunina í stað þess að ráðast að því. Með því eflum við velferðina. Höfundur er frambjóðandi Miðflokksins í 3. sæti í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Sjá meira
Mikill meirihluti fyrirtækja á Íslandi hefur starfsmannafjölda undir 10 starfsmönnum. Þessi minni fyrirtæki eru bakbein hins íslenska efnahagskerfis og samanstanda af vinnandi fólki á einkamarkaði sem drífur áfram verðmætasköpunina. Undanfarin áratug hefur stöðug ásókn regluverks og gjaldtöku á þessa mikilvægu einingu verið ríkjandi. Beinn og óbeinn kostnaður lítilla fyrirtækja hækkar stöðugt við að uppfylla allar skyldurnar og kvaðirnar sem á þeim dynur á grunni hinna ýmsu reglna sem margar stafa frá innleiðingu ýmissa tilskipana Evrópusambandsins oft með vænum skammti af gullhúðun íslenskra stjórnmála- og embættismanna. „Haka í box“ eftirlitið vex án sýnilegs tilgangs og leiðarljós meðalhófs og einföldunar eru hvergi nærri. Lítið tillit er tekið til raunheima eða lítillar yfirbyggingar þessara fyrirtækja. Skattaplan Samfylkingar og hinn ímyndaði veruleiki Nú bregður svo við að Samfylkingin boðar plan. Þegar planið er skoðað sést að það felst í skattahækkunum. Það þarf ekki að koma á óvart. Flestir muna þegar Samfylkingin veitti ríkisstjórn síðast forystu árin 2009 til 2013. Sú ríkisstjórn lagði á yfir 100 nýja skatta eða breytingar á gildandi sköttum á kjörtímabili sínu. Nú skal sjónum beint að litlu fyrirtækjunum og einyrkjunum, píparanum, hárgreiðslukonunni, prentaranum o.s.frv. Lykilþættir í plani Samfylkingarinnar er hækkun fjármagnstekjuskatts og að “stoppa upp í ehf. - gatið” eins og það er kallað. Þeirri mjög svo röngu mynd er haldið á lofti að fyrirtækin greiði mun lægri skatta er launþegar. En skoðum gildandi lög í samhengi við þetta plan. Á Íslandi gildir sú regla að fyrirtækjum er óheimilt að greiða arð nema að fyrir liggi hagnaður í viðkomandi félagi. Af hagnaði fyrirtækja ber að greiða tekjuskatt sem núna er 21% en þessi skattur var hækkaður tímabundið í ár úr 20% í 21%. Til þess að greiða arð úr fyrirtæki þarf því fyrst að greiða 21% tekjuskatt af hagnaði fyrirtækisins. Síðan þarf að greiða 22% fjármagnstekjuskatt af arðgreiðslunni, eftirstöðvum hagnaðarins. Þannig greiða fyrirtæki og eigendur þess tvisvar af hagnaði fyrirtækisins, fyrst tekjuskatt og síðan fjármagnstekjuskatt af arðgreiðslum. Nettóáhrif þessarar skattheimtu eru því tæplega 40% skattur sem er sama eða hærra hlutfall og launþegar greiða almennt af launum sínum. Með hækkun fjármagnstekjuskatts hækkar þessi skattbyrði enn frekar. Manni er næsta óskiljanlegt hvernig tekist hefur að brengla þessa mynd í opinberri umræðu. Og nú beinir Samfylkingin spjótum sínum að þessum minni fyrirtækjum, ehf.-unum, í krafti ímyndaðs veruleika sem stenst enga skoðun. Það er ekkert gat til að stoppa í þegar horft er til þess skattkerfis sem hér gildir um ehf-inn. Þessi fyrirtæki greiða sömu eða hærri skatta og almennir launamenn. Þetta þekkja flestir þeir sem reka þessi litlu fyrirtæki. Áherslur Miðflokksins Nálgun Miðflokksins er önnur. Við boðum ekki skattahækkanir heldur aðhald í fjármálum ríkisins, forgangsröðun opinberra fjármuna og að fjármunir hins opinbera séu sem best nýttir. Við viljum horfa til samhengisins á milli verðmætasköpunar og velferðar og stöndum ekki fyrir það að skortur á skattlagningu sé móðir allra vandamálanna í ríkisrekstrinum. Við sjáum ekki lausnirnar í því að leggja enn meiri álögur á litlu fyrirtækin. Það skattkerfi sem fyrirtæki búa við er í grunninn það sama og gildir um launþega. Við þurfum að efla atvinnulífið og verðmætasköpunina í stað þess að ráðast að því. Með því eflum við velferðina. Höfundur er frambjóðandi Miðflokksins í 3. sæti í Suðvesturkjördæmi.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun