Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. nóvember 2024 20:01 Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir formaður Lyfjafræðingafélags Íslands og Svala Jóhannesdóttir formaður Matthildar samtaka um skaðaminnkun kalla eftir fleiri aðgerðum vegna vímuefnavandans hér á landi. Vísir Ísland er meðal þeirra landa sem er með hlutfallslega flest lyfjatengd andlát í Evrópu samkvæmt tölum frá Evrópusambandinu. Formaður samtaka um skaðaminnkun segir brýnt að stjórnvöld bregðist við. Lyfjafræðingar berjast fyrir því að fá að selja nefúða í lausasölu sem er mótefni við of stórum skammti ópíóðalyfja. Lyfjatengd andlát hafa aldrei verið fleiri en í fyrra samkvæmt Landlækni þegar þau voru 56 talsins. Af þeim voru 34 vegna ópíóíða-eitrana. Valgerður Rúnarsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ sagði í kvöldfréttum í gær að þetta væri í samræmi við þróun hjá þeim. Stjórnvöld þurfi að bregðast við. Alvarleg staða Svala Jóhannesdóttir formaður Matthildar samtaka um skaðaminnkun segir tölurnar sláandi. Ísland er með þeim löndum er með mestan fjölda dauðsfalla þegar kemur að lyfjaeitrunum og ofskömmtunum. Það er náttúrulega mjög alvarlegt mál. Svala vísar í tölur frá Lyfjastofnun Evrópusambandsins (EUDA) frá 2022. Þar kemur fram að dauðsföll vegna lyfjatengdar andláta voru að meðaltali um tvö koma þrjú á hverja hundrað þúsund íbúa í Evrópu en hlutfallið var 14,8 hér á landi í fyrra samkvæmt gögnum Landlæknis. Brýn þörf á fleiri úrræðum Svala Jóhannesdóttir formaður Matthildar.Vísir Svala segir þörf á margvíslegum aðgerðum í málaflokknum. „Það eru engar vísbendingar um að ópíóðafaraldurinn sé að dala í Evrópu. Þvert á móti þá hefur orðið aukning á dauðsföllum af völdum þessara lyfja og einnig gervi ópíóíða. Við þurfum að fara í víðtækar aðgerðir til draga úr þessari þróun á mörgum stigum samfélagsins. Það þarf t.d. að auka opnunartíma í neyslurýminu Ylju, við þurfum að auka verulega aðgengi að Nalaxone-nefúða, auka aðgengi að fjölbreyttum lyfjameðferðum fyrir fólk sem er þegar háð ópíóðum og skoða löggjöfina okkar með tilliti til þröskulda að viðbragðs- og bráðaþjónustu,“ segir Svala. Hún segir að núverandi heilbrigðisráðherra hafi gert ýmislegt til að sporna við vandanum en það sé ekki nóg. „Það hefur ekki verið nógu mikill pólitískur vilji til að draga úr þessum dauðsföllum. Það þurfa fleiri að koma að borðinu en eingöngu heilbrigðisráðuneytið,“ segir Svala. Lyfjafræðingar berjast fyrir að fá að selja mótefni í lausasölu Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir formaður Lyfjafræðingafélags Íslands segir að stéttin finni mikið fyrir ópíóðavandanum. Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir formaður Lyfjafræðingafélags Íslands.Vísir „Við finnum fyrir úrræðaleysi í málaflokknum og við erum með ákveðin áköll til að hjálpa þessu fólki sem glímir við ópíóðafikn og aðstandendum þeirra. Lyfjafræðingar hafa barist fyrir að afá að selja Naloxone- nefúða í lausasölu. Nú er úðinn lyfseðilskyldur. Naloxóne er mótefni gegn ópíóíðalyfjum eins og morfíni, fentanýl, oxykódoni, heróín, metadón og búprenorfín. Lyfið er neyðarlyf og stöðvar verkun ópíóíða tímabundið og er notað tafarlaust við ofskömmtun. Það getur bjargað mannslífum,“ segir Sigurbjörg. Sigurbjörg kallar eftir skýringum fyrir því að enn hafi ekki fengist leyfi til að selja Naloxóne í lausasölu. „Við erum búin að vera í samtali við Lyfjastofnun og heilbrigðisráðuneytið. Við höfum kallað eftir skýringum um hvað hindrar en fáum ekki skýr svör. Nú sendi ég beiðnina aftur út í kosmósið. Við hljótum að geta gert þetta saman, því þetta er mjög mikilvægt,“ segir hún. Niðurtröppun glænýtt úrræði í apótekum Hún bendir jafnframt á nýtt úrræði sem apótek bjóða nú upp á fyrir þá sem eru háðir ópíóðum og vilja hætta en þurfa að trappa sig niðurþví hættulegt geti reynst að hætta skyndilega á ópíóðalyfjum. „Í fyrsta skipti er hægt að fara í apótek og fá tilvísun í niðurtröppun á ópíóðalyfjum sem er mjög mikilvægt skref fyrir þann hóp sem glímir við þennan vanda,“ segir Sigurbjörg að lokum. Lyf Heilbrigðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
Lyfjatengd andlát hafa aldrei verið fleiri en í fyrra samkvæmt Landlækni þegar þau voru 56 talsins. Af þeim voru 34 vegna ópíóíða-eitrana. Valgerður Rúnarsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ sagði í kvöldfréttum í gær að þetta væri í samræmi við þróun hjá þeim. Stjórnvöld þurfi að bregðast við. Alvarleg staða Svala Jóhannesdóttir formaður Matthildar samtaka um skaðaminnkun segir tölurnar sláandi. Ísland er með þeim löndum er með mestan fjölda dauðsfalla þegar kemur að lyfjaeitrunum og ofskömmtunum. Það er náttúrulega mjög alvarlegt mál. Svala vísar í tölur frá Lyfjastofnun Evrópusambandsins (EUDA) frá 2022. Þar kemur fram að dauðsföll vegna lyfjatengdar andláta voru að meðaltali um tvö koma þrjú á hverja hundrað þúsund íbúa í Evrópu en hlutfallið var 14,8 hér á landi í fyrra samkvæmt gögnum Landlæknis. Brýn þörf á fleiri úrræðum Svala Jóhannesdóttir formaður Matthildar.Vísir Svala segir þörf á margvíslegum aðgerðum í málaflokknum. „Það eru engar vísbendingar um að ópíóðafaraldurinn sé að dala í Evrópu. Þvert á móti þá hefur orðið aukning á dauðsföllum af völdum þessara lyfja og einnig gervi ópíóíða. Við þurfum að fara í víðtækar aðgerðir til draga úr þessari þróun á mörgum stigum samfélagsins. Það þarf t.d. að auka opnunartíma í neyslurýminu Ylju, við þurfum að auka verulega aðgengi að Nalaxone-nefúða, auka aðgengi að fjölbreyttum lyfjameðferðum fyrir fólk sem er þegar háð ópíóðum og skoða löggjöfina okkar með tilliti til þröskulda að viðbragðs- og bráðaþjónustu,“ segir Svala. Hún segir að núverandi heilbrigðisráðherra hafi gert ýmislegt til að sporna við vandanum en það sé ekki nóg. „Það hefur ekki verið nógu mikill pólitískur vilji til að draga úr þessum dauðsföllum. Það þurfa fleiri að koma að borðinu en eingöngu heilbrigðisráðuneytið,“ segir Svala. Lyfjafræðingar berjast fyrir að fá að selja mótefni í lausasölu Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir formaður Lyfjafræðingafélags Íslands segir að stéttin finni mikið fyrir ópíóðavandanum. Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir formaður Lyfjafræðingafélags Íslands.Vísir „Við finnum fyrir úrræðaleysi í málaflokknum og við erum með ákveðin áköll til að hjálpa þessu fólki sem glímir við ópíóðafikn og aðstandendum þeirra. Lyfjafræðingar hafa barist fyrir að afá að selja Naloxone- nefúða í lausasölu. Nú er úðinn lyfseðilskyldur. Naloxóne er mótefni gegn ópíóíðalyfjum eins og morfíni, fentanýl, oxykódoni, heróín, metadón og búprenorfín. Lyfið er neyðarlyf og stöðvar verkun ópíóíða tímabundið og er notað tafarlaust við ofskömmtun. Það getur bjargað mannslífum,“ segir Sigurbjörg. Sigurbjörg kallar eftir skýringum fyrir því að enn hafi ekki fengist leyfi til að selja Naloxóne í lausasölu. „Við erum búin að vera í samtali við Lyfjastofnun og heilbrigðisráðuneytið. Við höfum kallað eftir skýringum um hvað hindrar en fáum ekki skýr svör. Nú sendi ég beiðnina aftur út í kosmósið. Við hljótum að geta gert þetta saman, því þetta er mjög mikilvægt,“ segir hún. Niðurtröppun glænýtt úrræði í apótekum Hún bendir jafnframt á nýtt úrræði sem apótek bjóða nú upp á fyrir þá sem eru háðir ópíóðum og vilja hætta en þurfa að trappa sig niðurþví hættulegt geti reynst að hætta skyndilega á ópíóðalyfjum. „Í fyrsta skipti er hægt að fara í apótek og fá tilvísun í niðurtröppun á ópíóðalyfjum sem er mjög mikilvægt skref fyrir þann hóp sem glímir við þennan vanda,“ segir Sigurbjörg að lokum.
Lyf Heilbrigðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira