Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. nóvember 2024 10:31 Giannis Antetokounmpo sló á létta strengi í leik Milwaukee Bucks og Boston Celtics. Það fór ekki vel í Jaylen Brown. getty/Brian Fluharty Jaylen Brown, leikmaður NBA-meistara Boston Celtics, var ekki sáttur við framkomu stórstjörnunnar Giannis Antetokounmpo í leiknum gegn Milwaukee Bucks í gær. Í 2. leikhluta var dæmd sóknarvilla á Giannis. Hann rétti í kjölfarið hönd sína í átt að Brown en tók hana til baka og renndi fingrunum í gegnum hárið á sér þegar hann ætlaði að taka í hana. Giannis rétti höndina aftur út en þá var Brown búinn að missa áhugann á að taka í spaðann á honum. Giannis got Jaylen Brown with the fake handshake 😂 pic.twitter.com/dKV17WwHW1— Sportsnet (@Sportsnet) November 10, 2024 „Giannis er barn,“ sagði Brown eftir leikinn sem Boston vann 107-113. Brown skoraði fjórtán stig í leiknum. „Ég einbeiti mér bara að því að hjálpa liðinu mínu að vinna. Og það gerðum við í kvöld,“ bætti Brown við. Viðbrögð Browns komu Giannis á óvart. „Við grínumst alltaf í flæði leiksins. Þetta er eitthvað sem ég geri við krakkana mína; ég leik mér. Svona er ég. Ég spila leikinn af ánægju og gleði.“ Undir lok leiks braut Brown nokkuð harkalega á Giannis og fékk óíþróttamannslega villu fyrir. Hann neitaði því að brotið tengdist handabandinu sem ekki varð í fyrri hálfleik. Giannis var stigahæsti maður vallarins í gær en hann skoraði 42 stig. Hann tók einnig þrettán fráköst. NBA Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira
Í 2. leikhluta var dæmd sóknarvilla á Giannis. Hann rétti í kjölfarið hönd sína í átt að Brown en tók hana til baka og renndi fingrunum í gegnum hárið á sér þegar hann ætlaði að taka í hana. Giannis rétti höndina aftur út en þá var Brown búinn að missa áhugann á að taka í spaðann á honum. Giannis got Jaylen Brown with the fake handshake 😂 pic.twitter.com/dKV17WwHW1— Sportsnet (@Sportsnet) November 10, 2024 „Giannis er barn,“ sagði Brown eftir leikinn sem Boston vann 107-113. Brown skoraði fjórtán stig í leiknum. „Ég einbeiti mér bara að því að hjálpa liðinu mínu að vinna. Og það gerðum við í kvöld,“ bætti Brown við. Viðbrögð Browns komu Giannis á óvart. „Við grínumst alltaf í flæði leiksins. Þetta er eitthvað sem ég geri við krakkana mína; ég leik mér. Svona er ég. Ég spila leikinn af ánægju og gleði.“ Undir lok leiks braut Brown nokkuð harkalega á Giannis og fékk óíþróttamannslega villu fyrir. Hann neitaði því að brotið tengdist handabandinu sem ekki varð í fyrri hálfleik. Giannis var stigahæsti maður vallarins í gær en hann skoraði 42 stig. Hann tók einnig þrettán fráköst.
NBA Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira