Raforkuöryggi almennings ekki tryggt Tinna Traustadóttir skrifar 12. nóvember 2024 07:31 Raforkuöryggi heimila og almennra fyrirtækja er ógnað og stjórnvöld verða að grípa til aðgerða, eigi ekki illa að fara. Landsvirkjun hefur um tíu ára skeið bent á nauðsyn þess að tryggja raforkuöryggi almennings með lögum enda er raforkan grundvöllur daglegra athafna okkar. Almenni markaðurinn, þ.e. heimili og öll almenn fyrirtæki, notar um 4 TWst (20%) af þeim 20 TWst sem hér eru framleiddar. Stórnotendur, álver, kísilver og gagnaver, nota um 80% framleiðslunnar og hafa tryggt sér raforku með samningum langt fram í tímann. Almenni markaðurinn er fyrirsjáanleg stærð og vöxtur hans er um 2-3% á ári. Sá vöxtur verður vegna aukinna umsvifa í hagkerfinu og vegna fólksfjölgunar. Töluvert hefur skort upp á yfirsýn stjórnvalda og eftirlitsaðila á stöðu raforkuöryggis almennings. Til að ráða bót á þessu safnar Orkustofnun nú upplýsingum frá markaðsaðilum um tryggt framboð fyrir almenna markaðinn næstu tvö árin og birtir ársfjórðungslega Raforkuvísa. Í nýjasta Raforkuvísi frá því í október kemur fram að 90% – 100% af þörf almenna markaðarins virðist hafa verið uppfyllt fram á vor en staðan í raforkukerfinu er mjög tvísýn í vetur. Landsnet hefur gefið út vandaða og ítarlega raforkuspá fyrir komandi ár. Sú mynd sem þar er dregin upp er dökk: Umfram eftirspurn og orkuskortur til 2030 vegna tafa í leyfisveitingum og gangsetningu nýrra virkjana. Framboð raforku fyrir almenna markaðinn hefur ekki verið tryggt að fullu fyrir næstu ár og raforkuöryggi almennings því ógnað. Landsvirkjun bætir við, aðrir draga saman Markaðshlutdeild Landsvirkjunar á almennum markaði hefur farið hratt vaxandi á undanförnum árum og er nú komin yfir 50%. Í sextíu ára sögu fyrirtækisins hefur sala á forgangsorku til almenna markaðarins aldrei verið meiri. Til að setja vöxtinn í sölu Landsvirkjunar á undanförnum árum í samhengi þá hefur hún aukist um 400 GWst eða 45% frá 2021 og jafngildir um hálfri væntanlegri Hvammsvirkjun. Landsvirkjun hefur þannig aukið framboð til þess að mæta fyrirsjáanlegum vexti á almennum markaði en einnig bætt upp minnkandi framboð frá öðrum framleiðendum sem kjósa heldur að selja raforkuna annað. Landsvirkjun jók sölu sína á forgangsorku til almenna markaðarins um 15% á fyrstu 8 mánuðum ársins samanborið við sama tímabil síðasta árs. Samdrátturinn í framboði annarra framleiðenda á sama tímabili nam 8%. Þessi þróun er mikið áhyggjuefni. Forgangsröðun nauðsynleg Landsvirkjun hefur sett fram skýra forgangsröðun í raforkusölu sinni. Almenn notkun og innlend orkuskipti eru þar efst á blaði. Fyrirtækið hefur einnig dregið mjög úr sölu til gagnavera, eða um 50%, í þeim tilgangi að draga enn úr rafmyntagreftri. Kerfi Landsvirkjunar er fullnýtt og fyrirtækið hefur ekki getu til þess að bæta enn við söluna inn á almenna markaðinn, við eigum einfaldlega ekki meiri raforku til að selja. Íslenska raforkukerfið er einstakt á heimsvísu. Það byggist eingöngu á endurnýjanlegum orkugjöfum og við eigum engin kola- eða gasorkuver í bakhöndinni til að auka framboð raforku á skömmum tíma. Hér er hægt að framleiða um 20 TWst af raforku á ári og það breytist ekki þar til nýjar virkjanir verða gangsettar. Það er gríðarlegt áhyggjuefni ef aðrir framleiðendur draga úr sölu á raforku inn á almenna markaðinn og selja hana þess í stað til stórnotenda. Það blasir við að slíkt ógnar raforkuöryggi almennings. Stjórnvöld verða að koma málum þannig fyrir að raforkuöryggi heimila og almennra fyrirtækja sé tryggt. Raforkan er grundvöllur daglegra athafna okkar, hún knýr áfram alla atvinnustarfsemi og án hennar stöðvast samfélagið. Málið er brýnt og þarfnast úrlausna strax. Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tinna Traustadóttir Orkumál Landsvirkjun Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Raforkuöryggi heimila og almennra fyrirtækja er ógnað og stjórnvöld verða að grípa til aðgerða, eigi ekki illa að fara. Landsvirkjun hefur um tíu ára skeið bent á nauðsyn þess að tryggja raforkuöryggi almennings með lögum enda er raforkan grundvöllur daglegra athafna okkar. Almenni markaðurinn, þ.e. heimili og öll almenn fyrirtæki, notar um 4 TWst (20%) af þeim 20 TWst sem hér eru framleiddar. Stórnotendur, álver, kísilver og gagnaver, nota um 80% framleiðslunnar og hafa tryggt sér raforku með samningum langt fram í tímann. Almenni markaðurinn er fyrirsjáanleg stærð og vöxtur hans er um 2-3% á ári. Sá vöxtur verður vegna aukinna umsvifa í hagkerfinu og vegna fólksfjölgunar. Töluvert hefur skort upp á yfirsýn stjórnvalda og eftirlitsaðila á stöðu raforkuöryggis almennings. Til að ráða bót á þessu safnar Orkustofnun nú upplýsingum frá markaðsaðilum um tryggt framboð fyrir almenna markaðinn næstu tvö árin og birtir ársfjórðungslega Raforkuvísa. Í nýjasta Raforkuvísi frá því í október kemur fram að 90% – 100% af þörf almenna markaðarins virðist hafa verið uppfyllt fram á vor en staðan í raforkukerfinu er mjög tvísýn í vetur. Landsnet hefur gefið út vandaða og ítarlega raforkuspá fyrir komandi ár. Sú mynd sem þar er dregin upp er dökk: Umfram eftirspurn og orkuskortur til 2030 vegna tafa í leyfisveitingum og gangsetningu nýrra virkjana. Framboð raforku fyrir almenna markaðinn hefur ekki verið tryggt að fullu fyrir næstu ár og raforkuöryggi almennings því ógnað. Landsvirkjun bætir við, aðrir draga saman Markaðshlutdeild Landsvirkjunar á almennum markaði hefur farið hratt vaxandi á undanförnum árum og er nú komin yfir 50%. Í sextíu ára sögu fyrirtækisins hefur sala á forgangsorku til almenna markaðarins aldrei verið meiri. Til að setja vöxtinn í sölu Landsvirkjunar á undanförnum árum í samhengi þá hefur hún aukist um 400 GWst eða 45% frá 2021 og jafngildir um hálfri væntanlegri Hvammsvirkjun. Landsvirkjun hefur þannig aukið framboð til þess að mæta fyrirsjáanlegum vexti á almennum markaði en einnig bætt upp minnkandi framboð frá öðrum framleiðendum sem kjósa heldur að selja raforkuna annað. Landsvirkjun jók sölu sína á forgangsorku til almenna markaðarins um 15% á fyrstu 8 mánuðum ársins samanborið við sama tímabil síðasta árs. Samdrátturinn í framboði annarra framleiðenda á sama tímabili nam 8%. Þessi þróun er mikið áhyggjuefni. Forgangsröðun nauðsynleg Landsvirkjun hefur sett fram skýra forgangsröðun í raforkusölu sinni. Almenn notkun og innlend orkuskipti eru þar efst á blaði. Fyrirtækið hefur einnig dregið mjög úr sölu til gagnavera, eða um 50%, í þeim tilgangi að draga enn úr rafmyntagreftri. Kerfi Landsvirkjunar er fullnýtt og fyrirtækið hefur ekki getu til þess að bæta enn við söluna inn á almenna markaðinn, við eigum einfaldlega ekki meiri raforku til að selja. Íslenska raforkukerfið er einstakt á heimsvísu. Það byggist eingöngu á endurnýjanlegum orkugjöfum og við eigum engin kola- eða gasorkuver í bakhöndinni til að auka framboð raforku á skömmum tíma. Hér er hægt að framleiða um 20 TWst af raforku á ári og það breytist ekki þar til nýjar virkjanir verða gangsettar. Það er gríðarlegt áhyggjuefni ef aðrir framleiðendur draga úr sölu á raforku inn á almenna markaðinn og selja hana þess í stað til stórnotenda. Það blasir við að slíkt ógnar raforkuöryggi almennings. Stjórnvöld verða að koma málum þannig fyrir að raforkuöryggi heimila og almennra fyrirtækja sé tryggt. Raforkan er grundvöllur daglegra athafna okkar, hún knýr áfram alla atvinnustarfsemi og án hennar stöðvast samfélagið. Málið er brýnt og þarfnast úrlausna strax. Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar