Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Atli Ísleifsson skrifar 12. nóvember 2024 11:22 Íbúar Bolungarvíkur hafa verið beðnir um að sjóða vatn til neyslu sem varúðaraðgerð. Vísir/Arnar Íbúar í Bolungarvík hafa verið hvattir til að sjóða vatn til neyslu eftir að skriður féllu á vatnsbólið í Hlíðardal. Vatnið í bænum er því ekki gott, drullugt og óhæft til drykkjar þar sem allar síur hafi stíflast. Frá þessu segir á vef sveitarfélagsins en fyrr í dag var einnig greint frá því að neysluvatnið væri í ólagi á Flateyri. Á vef Bolungarvíkurkaupstaðar segir að neysluvatnið sem hafi komið úr vatnsbólum í Hlíðardal sé mjög drullugt og mikil óhreinindi fylgi því. „Svo mikið að því miður réð hreinsikerfið í Vatnsveitunni í Hlíðardal ekki við álagið og allar síur stífluðust. Vatnið í Bolungarvík er því ekki gott í dag, drullugt og óhæft til drykkjar. Íbúar eru því beðnir um að sjóða vatn til neyslu sem varúðaraðgerð. Unnið er áfram að því að koma vatnsveitunni í gott horf og vonandi lagast ástandið sem fyrst. Það er ekki hægt að segja með vissu hvenær þetta mun lagast, eða það fer eftir veðri. Veðrið á að ganga niður í dag og hætta að rigna í kvöld. Nýjar upplýsingar verða settar hér inn um leið og ástandið lagast,“ segir á vef Bolungarvíkur. Fjöldi skriða Á vef Veðurstofunnar segir að fjöldi skriða hafi fallið á Vestfjörðum í nótt, meðal annars á vegi í Dýrafirði við gangnamunna Dýrafjarðarganga, í Hestfirði, á Eyrarhlíð við Ísafjörð, á Dynjandisheiði og utan við Spilli við Súgandafjörð og vatnsból við Flateyri. Sömuleiðis hafi vatn flætt víða yfir vegi á Vestfjörðum. Veðurspá gerir ráð fyrir áframhaldandi úrkomu í dag, þó í minna mæli. Bolungarvík Veður Vatn Heilbrigðiseftirlit Tengdar fréttir Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Lokað verður fyrir vatnið á Flateyri í dag á meðan hreinsun á vatnsbóli stendur yfir eftir skriðuföll næturinnar. 12. nóvember 2024 10:24 Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Vegurinn í Ísafjarðardjúpi lokaðist í nótt eftir að áin Rjúkandi í Hestfirði flæddi yfir veginn. Einnig féll aurskriða yfir veginn í sama firði, með þeim afleiðingum að nokkrir ökumenn komust ekki leiða sinna. 12. nóvember 2024 06:38 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Fleiri fréttir Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Sjá meira
Frá þessu segir á vef sveitarfélagsins en fyrr í dag var einnig greint frá því að neysluvatnið væri í ólagi á Flateyri. Á vef Bolungarvíkurkaupstaðar segir að neysluvatnið sem hafi komið úr vatnsbólum í Hlíðardal sé mjög drullugt og mikil óhreinindi fylgi því. „Svo mikið að því miður réð hreinsikerfið í Vatnsveitunni í Hlíðardal ekki við álagið og allar síur stífluðust. Vatnið í Bolungarvík er því ekki gott í dag, drullugt og óhæft til drykkjar. Íbúar eru því beðnir um að sjóða vatn til neyslu sem varúðaraðgerð. Unnið er áfram að því að koma vatnsveitunni í gott horf og vonandi lagast ástandið sem fyrst. Það er ekki hægt að segja með vissu hvenær þetta mun lagast, eða það fer eftir veðri. Veðrið á að ganga niður í dag og hætta að rigna í kvöld. Nýjar upplýsingar verða settar hér inn um leið og ástandið lagast,“ segir á vef Bolungarvíkur. Fjöldi skriða Á vef Veðurstofunnar segir að fjöldi skriða hafi fallið á Vestfjörðum í nótt, meðal annars á vegi í Dýrafirði við gangnamunna Dýrafjarðarganga, í Hestfirði, á Eyrarhlíð við Ísafjörð, á Dynjandisheiði og utan við Spilli við Súgandafjörð og vatnsból við Flateyri. Sömuleiðis hafi vatn flætt víða yfir vegi á Vestfjörðum. Veðurspá gerir ráð fyrir áframhaldandi úrkomu í dag, þó í minna mæli.
Bolungarvík Veður Vatn Heilbrigðiseftirlit Tengdar fréttir Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Lokað verður fyrir vatnið á Flateyri í dag á meðan hreinsun á vatnsbóli stendur yfir eftir skriðuföll næturinnar. 12. nóvember 2024 10:24 Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Vegurinn í Ísafjarðardjúpi lokaðist í nótt eftir að áin Rjúkandi í Hestfirði flæddi yfir veginn. Einnig féll aurskriða yfir veginn í sama firði, með þeim afleiðingum að nokkrir ökumenn komust ekki leiða sinna. 12. nóvember 2024 06:38 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Fleiri fréttir Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Sjá meira
Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Lokað verður fyrir vatnið á Flateyri í dag á meðan hreinsun á vatnsbóli stendur yfir eftir skriðuföll næturinnar. 12. nóvember 2024 10:24
Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Vegurinn í Ísafjarðardjúpi lokaðist í nótt eftir að áin Rjúkandi í Hestfirði flæddi yfir veginn. Einnig féll aurskriða yfir veginn í sama firði, með þeim afleiðingum að nokkrir ökumenn komust ekki leiða sinna. 12. nóvember 2024 06:38