Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar 12. nóvember 2024 15:45 Frá árinu 2007 hefur ferðasjóður íþróttafélaga fengið framlag á fjárlögum Alþingis og er ljóst að ferðasjóðurinn þarf að fá verulega hækkun á fjárlögum á næstu árum. Framlag ríkisins í ferðasjóðinn er beinn fjárhagslegur stuðningur við iðkendur í íþróttum og fjölskyldur þeirra og þá sérstaklega íbúa landsbyggðarinnnar sem þurfa að fara um langan veg mörgum sinnum á ári til að taka þátt í keppni í skipulögðu íþróttastarfi. Íþrótta-og Ólympíusamband Íslands-ÍSÍ sér um úthlutun sjóðsins fyrir hönd ríkisins. Í síðustu úthlutun voru 123,9 milljónir sem úthlutað var en heildarupphæð umsókna voru um 650 milljónir. Þarna er eingöngu verið að horfa til ferðakostnaðar ekki gisti-og uppihaldskostnaðar en sá kostnaður hefur hækkað töluvert mikið á undanförnum árum. Það er því kominn tími til að bæta gisti og uppihaldskostnaði við úthlutun sjóðsins og það verður ekki hægt nema að ríkisvaldið komi með öflugan stuðning inn í hann. Mörg félög á landsbyggðinni og þeirra sjálfboðaliðar leggja á sig mjög mikla vinnu eingöngu við að fjárafla fyrir keppnisferðum ásamt því að sinna hinu hefðbundna íþróttastarfi sem er ansi fjölbreytt. Samfylkingin vill draga úr ójöfnuði og aðstöðumun í íslensku samfélagi, aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga er eitt af þeim verkfærum sem Alþingi getur eflt ennfrekar til að börn hvar sem þau búa á landinu njóti enn jafnari tækifæra til íþrótta- og tómstunda sem er eitt af markmiðum okkar í Samfylkingunni. Höfundur skipar 2. sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðvestur kjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 30. nóvember. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Frá árinu 2007 hefur ferðasjóður íþróttafélaga fengið framlag á fjárlögum Alþingis og er ljóst að ferðasjóðurinn þarf að fá verulega hækkun á fjárlögum á næstu árum. Framlag ríkisins í ferðasjóðinn er beinn fjárhagslegur stuðningur við iðkendur í íþróttum og fjölskyldur þeirra og þá sérstaklega íbúa landsbyggðarinnnar sem þurfa að fara um langan veg mörgum sinnum á ári til að taka þátt í keppni í skipulögðu íþróttastarfi. Íþrótta-og Ólympíusamband Íslands-ÍSÍ sér um úthlutun sjóðsins fyrir hönd ríkisins. Í síðustu úthlutun voru 123,9 milljónir sem úthlutað var en heildarupphæð umsókna voru um 650 milljónir. Þarna er eingöngu verið að horfa til ferðakostnaðar ekki gisti-og uppihaldskostnaðar en sá kostnaður hefur hækkað töluvert mikið á undanförnum árum. Það er því kominn tími til að bæta gisti og uppihaldskostnaði við úthlutun sjóðsins og það verður ekki hægt nema að ríkisvaldið komi með öflugan stuðning inn í hann. Mörg félög á landsbyggðinni og þeirra sjálfboðaliðar leggja á sig mjög mikla vinnu eingöngu við að fjárafla fyrir keppnisferðum ásamt því að sinna hinu hefðbundna íþróttastarfi sem er ansi fjölbreytt. Samfylkingin vill draga úr ójöfnuði og aðstöðumun í íslensku samfélagi, aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga er eitt af þeim verkfærum sem Alþingi getur eflt ennfrekar til að börn hvar sem þau búa á landinu njóti enn jafnari tækifæra til íþrótta- og tómstunda sem er eitt af markmiðum okkar í Samfylkingunni. Höfundur skipar 2. sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðvestur kjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 30. nóvember.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar