Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Samúel Karl Ólason skrifar 12. nóvember 2024 14:58 Nadezhda Buyanova segist ekki hafa gagnrýnt herinn og að móðir barns sem hún hlúði að hafi logið að henni. AP/Pavel Bednyakov Dómstóll í Moskvu hefur dæmt 68 ára gamlan barnalækni í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir að vanvirða rússneska herinn. Nadezhda Buyanova var sökuð af móðir barns sem hún hlúði að um að segja að Rússar gætu sjálfir sér um kennt vegna mannfalls í Úkraínu. Saksóknarar höfðu farið fram á að hún yrði dæmd í sex ára fangelsi en eins og áður segir var hún dæmd í fimm og hálfs árs fangelsi. Sjálf lýsti Buyanova dómnum sem „fáránlegum“. Samkvæmt frétt rússneska miðilsins Mediazona, sem hefur verið gerður útlægur frá Rússlandi, byggir málið gegn Buyanova á vitnisburði konu sem fór með barn sitt til læknisins. Anastasia Akinshina sagði lögreglu að hún hefði sagt son sinn sakna föður síns, sem hefði verið rússneskur hermaður sem féll í Úkraínu. Þá sagði hún Buyanova hafa sagt að faðirinn hefði verið réttmætt skotmark fyrir Úkraínumenn og að Rússar gætu sjálfir sér um kennt. Verjendur barnalæknisins segja Akinshina hafa logið upp á Buyanova. Hún hafi aldrei rætt við móðurina um innrásina í Úkraínu. Þeir benda einnig á að saga móðurinn hafi ítrekað tekið breytingum og málið byggi eingöngu á þeim. Þá segja þeir hægt hefði verið að sanna sakleysi læknisins með því að sýna upptökur úr öryggismyndavélum læknastofunnar en þær upptökur hafi horfið við grunsamlegar aðstæður. Fyrr í dag var áfrýjun 32 ára konu sem dæmd var til tólf ára fangelsisvistar fyrir að hafa gefið um sjö þúsund krónur til góðgerðasamtaka sem styrktu Úkraínumenn. Einn lögmanna Buyanova sagði eftir að dómurinn var kveðinn upp að hann væri einstaklega grimmilegur. Verjendur hennar hefðu alls ekki búist við svo þungum dómi. Þegar hún var flutt inn í dómsal sagðist Buyanova ánægð með hve margir hefðu mætt í dómsal. Medizona segir um sjötíu manns hafa troðið sér þar inn. Lögum beitt gegn samtökum og fjölmiðlum Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst hefur lögum sem ætlað er að verja herinn gegn smánun og vanvirðingu ítrekað verið beitt til að dæma fólk til langrar fangelsisvistar í Rússlandi. Þeirra á meðal er Oleg Orlov, einn fremsti mannréttindafrömuður Rússlands. Orlov var einn af æðstu forsvarsmönnum samtakanna Memorial sem stofnuð voru á níunda áratug síðustu aldar. Samtökin héldu utan um og skrásettu pólitíska kúgun í Sovétríkjunum og voru leiðandi í mannréttindabaráttu í Rússlandi. Lögunum hefur ítrekað verið beitt gegn mannréttinda- og félagasamtökum í Rússlandi, og þar að auki gegn sjálfstæðum fjölmiðlum. Rússland Vladimír Pútín Erlend sakamál Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Saksóknarar höfðu farið fram á að hún yrði dæmd í sex ára fangelsi en eins og áður segir var hún dæmd í fimm og hálfs árs fangelsi. Sjálf lýsti Buyanova dómnum sem „fáránlegum“. Samkvæmt frétt rússneska miðilsins Mediazona, sem hefur verið gerður útlægur frá Rússlandi, byggir málið gegn Buyanova á vitnisburði konu sem fór með barn sitt til læknisins. Anastasia Akinshina sagði lögreglu að hún hefði sagt son sinn sakna föður síns, sem hefði verið rússneskur hermaður sem féll í Úkraínu. Þá sagði hún Buyanova hafa sagt að faðirinn hefði verið réttmætt skotmark fyrir Úkraínumenn og að Rússar gætu sjálfir sér um kennt. Verjendur barnalæknisins segja Akinshina hafa logið upp á Buyanova. Hún hafi aldrei rætt við móðurina um innrásina í Úkraínu. Þeir benda einnig á að saga móðurinn hafi ítrekað tekið breytingum og málið byggi eingöngu á þeim. Þá segja þeir hægt hefði verið að sanna sakleysi læknisins með því að sýna upptökur úr öryggismyndavélum læknastofunnar en þær upptökur hafi horfið við grunsamlegar aðstæður. Fyrr í dag var áfrýjun 32 ára konu sem dæmd var til tólf ára fangelsisvistar fyrir að hafa gefið um sjö þúsund krónur til góðgerðasamtaka sem styrktu Úkraínumenn. Einn lögmanna Buyanova sagði eftir að dómurinn var kveðinn upp að hann væri einstaklega grimmilegur. Verjendur hennar hefðu alls ekki búist við svo þungum dómi. Þegar hún var flutt inn í dómsal sagðist Buyanova ánægð með hve margir hefðu mætt í dómsal. Medizona segir um sjötíu manns hafa troðið sér þar inn. Lögum beitt gegn samtökum og fjölmiðlum Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst hefur lögum sem ætlað er að verja herinn gegn smánun og vanvirðingu ítrekað verið beitt til að dæma fólk til langrar fangelsisvistar í Rússlandi. Þeirra á meðal er Oleg Orlov, einn fremsti mannréttindafrömuður Rússlands. Orlov var einn af æðstu forsvarsmönnum samtakanna Memorial sem stofnuð voru á níunda áratug síðustu aldar. Samtökin héldu utan um og skrásettu pólitíska kúgun í Sovétríkjunum og voru leiðandi í mannréttindabaráttu í Rússlandi. Lögunum hefur ítrekað verið beitt gegn mannréttinda- og félagasamtökum í Rússlandi, og þar að auki gegn sjálfstæðum fjölmiðlum.
Rússland Vladimír Pútín Erlend sakamál Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira