Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 13. nóvember 2024 10:31 Ég og hvaða nýbakaða móðir sem er getur sagt þér að síðustu vikurnar fyrir fæðingu er hvíldin nauðsynleg. Konum er þó ekki tryggður réttur til þessarar hvíldar hér á landi heldur þurfa þær að ganga á veikindarétt sinn undir lok meðgöngunnar, ef þær eru svo heppnar að eiga einhvern veikindarétt eftir þegar að því kemur. Viðbrögðin létu ekki á sér standa þegar ég kom inn á þetta í síðustu viku og því er tilefni til að segja betur frá. Í Danmörku, Noregi, Finnlandi og Þýskalandi hefur hvíldarréttur á meðgöngu verið löngu lögfestur með svokölluðu meðgönguorlofi eða mæðraorlofi fyrir barnshafandi foreldri. Í Danmörku er það fjórar vikur fyrir áætlaðan fæðingardag. Í Finnlandi skal móðir aldrei hefja orlofið sitt seinna en 30 dögum fyrir áætlaðan fæðingardag. Í Noregi verður móðir að taka orlof síðustu þrjár vikur fyrir áætlaðan fæðingardag barns á 100% meðaltali launa og í Þýskalandi tryggir meðgönguorlof konu hvíldartíma á fullum launum fyrir og eftir fæðingu. Ótrúlegt en satt er þetta ekki staðan hér heldur er samfélagslega viðurkennt að konur fái uppáskrifað veikindavottorð síðustu vikurnar fyrir fæðingu. Kerfi þvert á ráðleggingar heilbrigðisstarfsfólks Svo ég vitni í Félag íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna þá segir félagið að það sé: „mikilvægt fyrir heilsu barnshafandi kvenna og réttlætismál að þær hafi rétt til að fara í orlof strax við 36 vikur án þess að réttindi skerðist eftir fæðingu.“ Ljósmæðrafélagið hefur sagt hið sama og félag íslenskra heimilislækna sömuleiðis. Hvernig má það þá vera að við búum ekki akkúrat svona um mæður? Hvernig má það vera að við hlustum ekki á sérfræðinga þegar kemur að því að sníða kerfi sem varðar heilsu kvenna og fæðingu barna? Er það kannski einmitt þess vegna, því þetta er tímabundið ástand sem varðar konur? Þessi staða er ótæk og boðar Samfylkingin breytingar á þessu með nýju fæðingarorlofskerfi. Þessi sömu félög, ásamt Alþýðusambandi Íslands og Kvenréttindafélag Íslands auk fleiri félaga, hafa einmitt skilað jákvæðum umsögnum við frumvarp Samfylkingarinnar í þessum efnum sem hefur verið lagt fram á síðasta kjörtímabili en fráfarandi ríkisstjórn ekki tekið undir. Meðganga bítur á réttindi hjá stéttarfélögum Kerfið verður að virka fyrir fólkið, til þess er það nú gert. Fjárhagsáhyggjur eru streituvaldur sem allt of margir verðandi foreldrar kljást við,. Þegar svo ber undir ætti samfélagið að leggja fólki lið í stað þess að auka byrðarnar og álag á fólk. Við vitum að vinna lengur en 36 vikur hefur neikvæð áhrif á barn og móður vegna streitu sem því fylgir og því verður að lögfesta meðgönguorlof í stað þess að konur gangi á veikindarétt sinn og rétt hjá stéttarfélögum eins og tíðkast almennt í dag. Ef konur klára veikindaréttinn hjá vinnuveitanda á meðgöngu, þurfa þær að sækja rétt sinn í sjúkrasjóð stéttarfélags. Greiðslur í veikindaleyfi eru 100% laun en greiðslur úr sjúkrasjóði eru jafnan 80% tekna og því um skertar tekjur að ræða. Í því tilfelli er þá konan bæði búin að þurfa að nota allan veikindarétt sinn og ganga á rétt hjá sjúkrasjóði í ofanálag við að vera að fá skertar tekjur. Lengra orlof til að brúa bilið = minni réttindi hjá lífeyrissjóðum Tekjuskerðingin hættir þó ekki þar. Gatið milli fæðingarorlofs og dagvistunar er enn einn þáttur sem kemur niður á tekjum foreldra, oft á tíðum móðurinnar. Lögfesting leikskólastigsins er mikilvæg aðgerð til þess að tryggja börnum leikskólapláss frá 12 mánaða aldri og loka þessu gati. Ríkið verður að axla sína ábyrgð þegar kemur að leikskólastiginu og dagvistunarvandanum og er fæðingarorlofskerfið annar angi þess, en hinn er að leikskólastigið verði lögfest og tekjustofnar sveitarfélaganna taki mið af því. Foreldrar, oft á tíðum móðirin, sem minnkar við sig eða er ekki í vinnu því hún þarf að brúa bilið milli dagvistunar og fæðingarorlofs er ekki bara að verða af tekjum á því tímabili heldur veldur þetta tekjumismun til framtíðar. Lífeyrisréttindi hennar halda því ekki í við lífeyrisréttindi makans og getur munað um minna þegar starfsævinni er lokið og börnin þrjú uppkomin. Kerfið er mannanna verk, breytum því og gerum manneskjulegra Við þurfum að tryggja afkomuöryggi foreldra og að fæðingarorlofsgreiðslur endurspegli tekjur. Hækka þarf fæðingarstyrk til námsmanna og fólks utan vinnumarkaðar, enda duga þær upphæðir ekki til framfærslu, allra síst þegar útgjöldin vegna ungabarnsins bætast við heimilishaldið. Hækkanir á greiðslum þurfa að ná til allra foreldra sem eiga rétt á greiðslum úr sjóðnum þegar hækkanir taka gildi, en ríkisstjórnin ákvað sérstaklega að gera það ekki þegar greiðslunum var breytt á síðasta kjörtímabili. Því verða tveir foreldrar með sömu tekjur fyrir orlof með ólíkar tekjur í orlofinu þó orlofið standi yfir sama tímabil. Samfylkingin er klár með plan um nýtt réttlátara, sanngjarnara og jafnara fæðingarorlofskerfi sem tekur meðal annars á öllu ofangreindu og enn fleiri atriðum, svo sem lenging fæðingarorlofs fjölburaforeldra, og aukinn rétt þeirra sem veikjast á meðgöngu. Sömuleiðis þarf að veita foreldrum sem ættleiða börn sömu réttindi á sínum forsendum. Engin kerfi eru fullkomin en nýja fæðingarorlofskerfi Samfylkingarinnar hefur það að markmiði að minnka áhyggjur af fjárhagnum með því að auka fyrirsjáanleika, koma í veg fyrir mismunun og stoppa í göt í kerfinu. Við viljum lögfesta þessar breytingar fáum við til þess umboð í komandi Alþingiskosningum. Til að fá breytingar þarf að kjósa breytingar. Við erum líka með fund á laugardaginn klukkan 14 á Kaffi Dal í Laugardalnum til að spjalla um þetta, sjáumst þar. Höfundur er móðir í fæðingarorlofi með 3 mánaða gamalt barn og í 5. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum 30. nóvember nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Börn og uppeldi Fæðingarorlof Mest lesið Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Ég og hvaða nýbakaða móðir sem er getur sagt þér að síðustu vikurnar fyrir fæðingu er hvíldin nauðsynleg. Konum er þó ekki tryggður réttur til þessarar hvíldar hér á landi heldur þurfa þær að ganga á veikindarétt sinn undir lok meðgöngunnar, ef þær eru svo heppnar að eiga einhvern veikindarétt eftir þegar að því kemur. Viðbrögðin létu ekki á sér standa þegar ég kom inn á þetta í síðustu viku og því er tilefni til að segja betur frá. Í Danmörku, Noregi, Finnlandi og Þýskalandi hefur hvíldarréttur á meðgöngu verið löngu lögfestur með svokölluðu meðgönguorlofi eða mæðraorlofi fyrir barnshafandi foreldri. Í Danmörku er það fjórar vikur fyrir áætlaðan fæðingardag. Í Finnlandi skal móðir aldrei hefja orlofið sitt seinna en 30 dögum fyrir áætlaðan fæðingardag. Í Noregi verður móðir að taka orlof síðustu þrjár vikur fyrir áætlaðan fæðingardag barns á 100% meðaltali launa og í Þýskalandi tryggir meðgönguorlof konu hvíldartíma á fullum launum fyrir og eftir fæðingu. Ótrúlegt en satt er þetta ekki staðan hér heldur er samfélagslega viðurkennt að konur fái uppáskrifað veikindavottorð síðustu vikurnar fyrir fæðingu. Kerfi þvert á ráðleggingar heilbrigðisstarfsfólks Svo ég vitni í Félag íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna þá segir félagið að það sé: „mikilvægt fyrir heilsu barnshafandi kvenna og réttlætismál að þær hafi rétt til að fara í orlof strax við 36 vikur án þess að réttindi skerðist eftir fæðingu.“ Ljósmæðrafélagið hefur sagt hið sama og félag íslenskra heimilislækna sömuleiðis. Hvernig má það þá vera að við búum ekki akkúrat svona um mæður? Hvernig má það vera að við hlustum ekki á sérfræðinga þegar kemur að því að sníða kerfi sem varðar heilsu kvenna og fæðingu barna? Er það kannski einmitt þess vegna, því þetta er tímabundið ástand sem varðar konur? Þessi staða er ótæk og boðar Samfylkingin breytingar á þessu með nýju fæðingarorlofskerfi. Þessi sömu félög, ásamt Alþýðusambandi Íslands og Kvenréttindafélag Íslands auk fleiri félaga, hafa einmitt skilað jákvæðum umsögnum við frumvarp Samfylkingarinnar í þessum efnum sem hefur verið lagt fram á síðasta kjörtímabili en fráfarandi ríkisstjórn ekki tekið undir. Meðganga bítur á réttindi hjá stéttarfélögum Kerfið verður að virka fyrir fólkið, til þess er það nú gert. Fjárhagsáhyggjur eru streituvaldur sem allt of margir verðandi foreldrar kljást við,. Þegar svo ber undir ætti samfélagið að leggja fólki lið í stað þess að auka byrðarnar og álag á fólk. Við vitum að vinna lengur en 36 vikur hefur neikvæð áhrif á barn og móður vegna streitu sem því fylgir og því verður að lögfesta meðgönguorlof í stað þess að konur gangi á veikindarétt sinn og rétt hjá stéttarfélögum eins og tíðkast almennt í dag. Ef konur klára veikindaréttinn hjá vinnuveitanda á meðgöngu, þurfa þær að sækja rétt sinn í sjúkrasjóð stéttarfélags. Greiðslur í veikindaleyfi eru 100% laun en greiðslur úr sjúkrasjóði eru jafnan 80% tekna og því um skertar tekjur að ræða. Í því tilfelli er þá konan bæði búin að þurfa að nota allan veikindarétt sinn og ganga á rétt hjá sjúkrasjóði í ofanálag við að vera að fá skertar tekjur. Lengra orlof til að brúa bilið = minni réttindi hjá lífeyrissjóðum Tekjuskerðingin hættir þó ekki þar. Gatið milli fæðingarorlofs og dagvistunar er enn einn þáttur sem kemur niður á tekjum foreldra, oft á tíðum móðurinnar. Lögfesting leikskólastigsins er mikilvæg aðgerð til þess að tryggja börnum leikskólapláss frá 12 mánaða aldri og loka þessu gati. Ríkið verður að axla sína ábyrgð þegar kemur að leikskólastiginu og dagvistunarvandanum og er fæðingarorlofskerfið annar angi þess, en hinn er að leikskólastigið verði lögfest og tekjustofnar sveitarfélaganna taki mið af því. Foreldrar, oft á tíðum móðirin, sem minnkar við sig eða er ekki í vinnu því hún þarf að brúa bilið milli dagvistunar og fæðingarorlofs er ekki bara að verða af tekjum á því tímabili heldur veldur þetta tekjumismun til framtíðar. Lífeyrisréttindi hennar halda því ekki í við lífeyrisréttindi makans og getur munað um minna þegar starfsævinni er lokið og börnin þrjú uppkomin. Kerfið er mannanna verk, breytum því og gerum manneskjulegra Við þurfum að tryggja afkomuöryggi foreldra og að fæðingarorlofsgreiðslur endurspegli tekjur. Hækka þarf fæðingarstyrk til námsmanna og fólks utan vinnumarkaðar, enda duga þær upphæðir ekki til framfærslu, allra síst þegar útgjöldin vegna ungabarnsins bætast við heimilishaldið. Hækkanir á greiðslum þurfa að ná til allra foreldra sem eiga rétt á greiðslum úr sjóðnum þegar hækkanir taka gildi, en ríkisstjórnin ákvað sérstaklega að gera það ekki þegar greiðslunum var breytt á síðasta kjörtímabili. Því verða tveir foreldrar með sömu tekjur fyrir orlof með ólíkar tekjur í orlofinu þó orlofið standi yfir sama tímabil. Samfylkingin er klár með plan um nýtt réttlátara, sanngjarnara og jafnara fæðingarorlofskerfi sem tekur meðal annars á öllu ofangreindu og enn fleiri atriðum, svo sem lenging fæðingarorlofs fjölburaforeldra, og aukinn rétt þeirra sem veikjast á meðgöngu. Sömuleiðis þarf að veita foreldrum sem ættleiða börn sömu réttindi á sínum forsendum. Engin kerfi eru fullkomin en nýja fæðingarorlofskerfi Samfylkingarinnar hefur það að markmiði að minnka áhyggjur af fjárhagnum með því að auka fyrirsjáanleika, koma í veg fyrir mismunun og stoppa í göt í kerfinu. Við viljum lögfesta þessar breytingar fáum við til þess umboð í komandi Alþingiskosningum. Til að fá breytingar þarf að kjósa breytingar. Við erum líka með fund á laugardaginn klukkan 14 á Kaffi Dal í Laugardalnum til að spjalla um þetta, sjáumst þar. Höfundur er móðir í fæðingarorlofi með 3 mánaða gamalt barn og í 5. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum 30. nóvember nk.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun