Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. nóvember 2024 12:35 Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir lítið hafa þokast áfram í kjaradeilunni. Foreldrafélag Menntaskólans í Reykjavík gagnrýnir hvernig Kennarasamband Íslands beitir verkfallsvopninu og segir það einvörðungu bitna á afmörkuðum hluta nemenda sem standi ekki jafnfætis jafnöldrum sínum. Verkfalið nær til MR næstkomandi mánudag. Formaður KÍ segir verkfall neyðarbrauð sem ekki sé gripið til af léttúð. Tíu dagar eru liðnir frá síðasta formlega sáttafundi hjá Ríkissáttasemjara en samninganefndirnar hafa þó unnið að lausn deilunnar hver í sínu horni. Í dag hefur sáttasemjari boðað fulltrúa samninganefndanna á sérstakan vinnufund þar sem næstu skref verða ákvörðuð en þetta verður þó ekki formlegur sáttafundur. Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ, segir að enn beri mikið á milli. „En ég svo sem segi það enn en þetta er fyrst og fremst umræða um aðferðafræði; hvernig við getum fjárfest í kennurum og uppfyllt þetta samkomulag frá 2016. Það býður upp á að það er ákveðin vinna í kringum útfærslu þess samkomulags sem er ákveðið flækjustig en að sama skapi hef ég sagt það líka að þegar við náum að setjast niður og komumst yfir þann skafl þá held ég að við getum leyst málin hratt og örugglega.“ Á dögunum hafa foreldrafélög birt yfirlýsingar vegna verkfallsins, nú síðast foreldrafélag Menntaskólans í Reykjavík þar sem skýrt er tekið fram að félagið skilji og virði kröfur kennara en gagnrýnir hvernig verkfallsvopninu sé beitt, það bitni einvörðungu á hluta nemenda. Kennarar í MR leggja niður störf á mánudaginn kemur og verður tíundi skólinn á landinu sem verkfallið nær til. „Aðgerðir eru neyðarbrauð og aðgerðir eru aldrei settar í gang af neinni léttúð vegna þess að við þekjum það of vel, kennarar, í gegnum tíðina að aðgerðir hafa áhrif á það fólk sem lendir í því að skólarnir þeirra fara í verkföll.“ Skólarnir séu mikilvægar stofnanir. „Verandi með þetta stóra félag, alla 12 þúsund kennara í leik-, grunn-, framhalds- og tónlistarskólum í kjaradeilu þá var þetta leiðin okkar núna, að aðgerðirnar myndu að minnsta kosti beinast að afmörkuðum þáttum eða afmörkuðum skólum og það var hugmynd okkar að það kæmi ekki til aðgerða. Það myndi búa til meiri fókus í viðræðunum að boða til aðgerða en því miður hefur komið til aðgerða núna og við höfum bara verið allt frá því þær fóru í gang verið að leggja okkur fram um það að leysa deiluna sem fyrst.“ Kennaraverkfall 2024 Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Leikskólakennarar, starfsfólk leikskóla bæjarsins og stuðningsmenn þeirra söfnuðust saman við sundlaugina á Seltjarnarnesi í morgun og marseruðu sem leið lá á skrifstofu bæjarins á ellefta tímanum. Um var að ræða samstöðugöngu til að styðja leikskólann þar sem verkfall hefur staðið yfir frá því 29. október. 13. nóvember 2024 12:09 Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Stjórn Foreldrafélags Menntaskólans í Reykjavík sendi í gærkvöldi frá sér ályktun þar sem þungum áhyggjum er lýst af áhrifum verkfalls kennara á nemendur skólans, sem og á aðra aðila sem verkfallið hefur haft og mun hafa, ef áfram heldur sem horfir. 13. nóvember 2024 08:26 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Sjá meira
Tíu dagar eru liðnir frá síðasta formlega sáttafundi hjá Ríkissáttasemjara en samninganefndirnar hafa þó unnið að lausn deilunnar hver í sínu horni. Í dag hefur sáttasemjari boðað fulltrúa samninganefndanna á sérstakan vinnufund þar sem næstu skref verða ákvörðuð en þetta verður þó ekki formlegur sáttafundur. Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ, segir að enn beri mikið á milli. „En ég svo sem segi það enn en þetta er fyrst og fremst umræða um aðferðafræði; hvernig við getum fjárfest í kennurum og uppfyllt þetta samkomulag frá 2016. Það býður upp á að það er ákveðin vinna í kringum útfærslu þess samkomulags sem er ákveðið flækjustig en að sama skapi hef ég sagt það líka að þegar við náum að setjast niður og komumst yfir þann skafl þá held ég að við getum leyst málin hratt og örugglega.“ Á dögunum hafa foreldrafélög birt yfirlýsingar vegna verkfallsins, nú síðast foreldrafélag Menntaskólans í Reykjavík þar sem skýrt er tekið fram að félagið skilji og virði kröfur kennara en gagnrýnir hvernig verkfallsvopninu sé beitt, það bitni einvörðungu á hluta nemenda. Kennarar í MR leggja niður störf á mánudaginn kemur og verður tíundi skólinn á landinu sem verkfallið nær til. „Aðgerðir eru neyðarbrauð og aðgerðir eru aldrei settar í gang af neinni léttúð vegna þess að við þekjum það of vel, kennarar, í gegnum tíðina að aðgerðir hafa áhrif á það fólk sem lendir í því að skólarnir þeirra fara í verkföll.“ Skólarnir séu mikilvægar stofnanir. „Verandi með þetta stóra félag, alla 12 þúsund kennara í leik-, grunn-, framhalds- og tónlistarskólum í kjaradeilu þá var þetta leiðin okkar núna, að aðgerðirnar myndu að minnsta kosti beinast að afmörkuðum þáttum eða afmörkuðum skólum og það var hugmynd okkar að það kæmi ekki til aðgerða. Það myndi búa til meiri fókus í viðræðunum að boða til aðgerða en því miður hefur komið til aðgerða núna og við höfum bara verið allt frá því þær fóru í gang verið að leggja okkur fram um það að leysa deiluna sem fyrst.“
Kennaraverkfall 2024 Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Leikskólakennarar, starfsfólk leikskóla bæjarsins og stuðningsmenn þeirra söfnuðust saman við sundlaugina á Seltjarnarnesi í morgun og marseruðu sem leið lá á skrifstofu bæjarins á ellefta tímanum. Um var að ræða samstöðugöngu til að styðja leikskólann þar sem verkfall hefur staðið yfir frá því 29. október. 13. nóvember 2024 12:09 Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Stjórn Foreldrafélags Menntaskólans í Reykjavík sendi í gærkvöldi frá sér ályktun þar sem þungum áhyggjum er lýst af áhrifum verkfalls kennara á nemendur skólans, sem og á aðra aðila sem verkfallið hefur haft og mun hafa, ef áfram heldur sem horfir. 13. nóvember 2024 08:26 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Sjá meira
Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Leikskólakennarar, starfsfólk leikskóla bæjarsins og stuðningsmenn þeirra söfnuðust saman við sundlaugina á Seltjarnarnesi í morgun og marseruðu sem leið lá á skrifstofu bæjarins á ellefta tímanum. Um var að ræða samstöðugöngu til að styðja leikskólann þar sem verkfall hefur staðið yfir frá því 29. október. 13. nóvember 2024 12:09
Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Stjórn Foreldrafélags Menntaskólans í Reykjavík sendi í gærkvöldi frá sér ályktun þar sem þungum áhyggjum er lýst af áhrifum verkfalls kennara á nemendur skólans, sem og á aðra aðila sem verkfallið hefur haft og mun hafa, ef áfram heldur sem horfir. 13. nóvember 2024 08:26