Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. nóvember 2024 12:35 Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir lítið hafa þokast áfram í kjaradeilunni. Foreldrafélag Menntaskólans í Reykjavík gagnrýnir hvernig Kennarasamband Íslands beitir verkfallsvopninu og segir það einvörðungu bitna á afmörkuðum hluta nemenda sem standi ekki jafnfætis jafnöldrum sínum. Verkfalið nær til MR næstkomandi mánudag. Formaður KÍ segir verkfall neyðarbrauð sem ekki sé gripið til af léttúð. Tíu dagar eru liðnir frá síðasta formlega sáttafundi hjá Ríkissáttasemjara en samninganefndirnar hafa þó unnið að lausn deilunnar hver í sínu horni. Í dag hefur sáttasemjari boðað fulltrúa samninganefndanna á sérstakan vinnufund þar sem næstu skref verða ákvörðuð en þetta verður þó ekki formlegur sáttafundur. Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ, segir að enn beri mikið á milli. „En ég svo sem segi það enn en þetta er fyrst og fremst umræða um aðferðafræði; hvernig við getum fjárfest í kennurum og uppfyllt þetta samkomulag frá 2016. Það býður upp á að það er ákveðin vinna í kringum útfærslu þess samkomulags sem er ákveðið flækjustig en að sama skapi hef ég sagt það líka að þegar við náum að setjast niður og komumst yfir þann skafl þá held ég að við getum leyst málin hratt og örugglega.“ Á dögunum hafa foreldrafélög birt yfirlýsingar vegna verkfallsins, nú síðast foreldrafélag Menntaskólans í Reykjavík þar sem skýrt er tekið fram að félagið skilji og virði kröfur kennara en gagnrýnir hvernig verkfallsvopninu sé beitt, það bitni einvörðungu á hluta nemenda. Kennarar í MR leggja niður störf á mánudaginn kemur og verður tíundi skólinn á landinu sem verkfallið nær til. „Aðgerðir eru neyðarbrauð og aðgerðir eru aldrei settar í gang af neinni léttúð vegna þess að við þekjum það of vel, kennarar, í gegnum tíðina að aðgerðir hafa áhrif á það fólk sem lendir í því að skólarnir þeirra fara í verkföll.“ Skólarnir séu mikilvægar stofnanir. „Verandi með þetta stóra félag, alla 12 þúsund kennara í leik-, grunn-, framhalds- og tónlistarskólum í kjaradeilu þá var þetta leiðin okkar núna, að aðgerðirnar myndu að minnsta kosti beinast að afmörkuðum þáttum eða afmörkuðum skólum og það var hugmynd okkar að það kæmi ekki til aðgerða. Það myndi búa til meiri fókus í viðræðunum að boða til aðgerða en því miður hefur komið til aðgerða núna og við höfum bara verið allt frá því þær fóru í gang verið að leggja okkur fram um það að leysa deiluna sem fyrst.“ Kennaraverkfall 2024 Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Leikskólakennarar, starfsfólk leikskóla bæjarsins og stuðningsmenn þeirra söfnuðust saman við sundlaugina á Seltjarnarnesi í morgun og marseruðu sem leið lá á skrifstofu bæjarins á ellefta tímanum. Um var að ræða samstöðugöngu til að styðja leikskólann þar sem verkfall hefur staðið yfir frá því 29. október. 13. nóvember 2024 12:09 Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Stjórn Foreldrafélags Menntaskólans í Reykjavík sendi í gærkvöldi frá sér ályktun þar sem þungum áhyggjum er lýst af áhrifum verkfalls kennara á nemendur skólans, sem og á aðra aðila sem verkfallið hefur haft og mun hafa, ef áfram heldur sem horfir. 13. nóvember 2024 08:26 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Tíu dagar eru liðnir frá síðasta formlega sáttafundi hjá Ríkissáttasemjara en samninganefndirnar hafa þó unnið að lausn deilunnar hver í sínu horni. Í dag hefur sáttasemjari boðað fulltrúa samninganefndanna á sérstakan vinnufund þar sem næstu skref verða ákvörðuð en þetta verður þó ekki formlegur sáttafundur. Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ, segir að enn beri mikið á milli. „En ég svo sem segi það enn en þetta er fyrst og fremst umræða um aðferðafræði; hvernig við getum fjárfest í kennurum og uppfyllt þetta samkomulag frá 2016. Það býður upp á að það er ákveðin vinna í kringum útfærslu þess samkomulags sem er ákveðið flækjustig en að sama skapi hef ég sagt það líka að þegar við náum að setjast niður og komumst yfir þann skafl þá held ég að við getum leyst málin hratt og örugglega.“ Á dögunum hafa foreldrafélög birt yfirlýsingar vegna verkfallsins, nú síðast foreldrafélag Menntaskólans í Reykjavík þar sem skýrt er tekið fram að félagið skilji og virði kröfur kennara en gagnrýnir hvernig verkfallsvopninu sé beitt, það bitni einvörðungu á hluta nemenda. Kennarar í MR leggja niður störf á mánudaginn kemur og verður tíundi skólinn á landinu sem verkfallið nær til. „Aðgerðir eru neyðarbrauð og aðgerðir eru aldrei settar í gang af neinni léttúð vegna þess að við þekjum það of vel, kennarar, í gegnum tíðina að aðgerðir hafa áhrif á það fólk sem lendir í því að skólarnir þeirra fara í verkföll.“ Skólarnir séu mikilvægar stofnanir. „Verandi með þetta stóra félag, alla 12 þúsund kennara í leik-, grunn-, framhalds- og tónlistarskólum í kjaradeilu þá var þetta leiðin okkar núna, að aðgerðirnar myndu að minnsta kosti beinast að afmörkuðum þáttum eða afmörkuðum skólum og það var hugmynd okkar að það kæmi ekki til aðgerða. Það myndi búa til meiri fókus í viðræðunum að boða til aðgerða en því miður hefur komið til aðgerða núna og við höfum bara verið allt frá því þær fóru í gang verið að leggja okkur fram um það að leysa deiluna sem fyrst.“
Kennaraverkfall 2024 Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Leikskólakennarar, starfsfólk leikskóla bæjarsins og stuðningsmenn þeirra söfnuðust saman við sundlaugina á Seltjarnarnesi í morgun og marseruðu sem leið lá á skrifstofu bæjarins á ellefta tímanum. Um var að ræða samstöðugöngu til að styðja leikskólann þar sem verkfall hefur staðið yfir frá því 29. október. 13. nóvember 2024 12:09 Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Stjórn Foreldrafélags Menntaskólans í Reykjavík sendi í gærkvöldi frá sér ályktun þar sem þungum áhyggjum er lýst af áhrifum verkfalls kennara á nemendur skólans, sem og á aðra aðila sem verkfallið hefur haft og mun hafa, ef áfram heldur sem horfir. 13. nóvember 2024 08:26 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Leikskólakennarar, starfsfólk leikskóla bæjarsins og stuðningsmenn þeirra söfnuðust saman við sundlaugina á Seltjarnarnesi í morgun og marseruðu sem leið lá á skrifstofu bæjarins á ellefta tímanum. Um var að ræða samstöðugöngu til að styðja leikskólann þar sem verkfall hefur staðið yfir frá því 29. október. 13. nóvember 2024 12:09
Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Stjórn Foreldrafélags Menntaskólans í Reykjavík sendi í gærkvöldi frá sér ályktun þar sem þungum áhyggjum er lýst af áhrifum verkfalls kennara á nemendur skólans, sem og á aðra aðila sem verkfallið hefur haft og mun hafa, ef áfram heldur sem horfir. 13. nóvember 2024 08:26