27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar 14. nóvember 2024 07:04 Það vakti mikla athygli í fyrra þegar fréttir bárust af því að sýslumaður hafi selt á nauðungaruppboði einbýlishús í Reykjanesbæ fyrir aðeins þrjár milljónir króna. Um var að ræða hús með fasteignamat upp á 57 milljónir. Í gær barst þetta mál aftur í fréttir, því nú er kaupandinn búinn að fara í einhverjar innréttingar á húsinu og hefur auglýst það til sölu á 83 milljónir. Ef fasteignin verður seld á þessu verði þá er það 27-földun fjárfestingarinnar á einu ári. Manni blöskrar fregnir sem þessar því þarna birtist okkur eitt skýrasta dæmi óréttlætis sem hægt er að hugsa sér. Því miður er þetta langt frá því að vera eina dæmi þess að heimili fólks séu seld á nauðungaruppboðum fyrir mun lægra verð en svarar gangverði fasteigna á markaði. Við í Flokki fólksins höfum lagt fram frumvarp til að binda enda á þetta óréttlæti. Við viljum að það verði meginreglan að þegar yfirvöld fara fram á nauðungarsölu þá skuli fasteignir seldar á almennum markaði en ekki með uppboði. Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna skilgreinir fullnægjandi húsnæði sem hluta af réttinum til viðunandi lífskjara. Að sama skapi setur Samningur Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi jákvæðar skyldur á aðildarríki þess samnings til að veita borgurum sínum grundvallarréttindi viðunandi lífskjara; fæði, klæði og húsnæði. Það er því með öllu ljóst réttur til húsnæðis telst til grundvallarmannréttinda. Nauðungarsala fasteignar einstaklings er eitt af þyngstu úrræðum réttarkerfisins en í því felst að eign sé komið í verð í þeim tilgangi að kröfur sem á eigninni hvíla, verði efndar til fulls. Í þessum tilvikum missir fólk húsnæðið sitt og lendir jafnvel á götunni. Ef efndir fást ekki upp í skuldir fólks situr það jafnvel uppi með tugmilljóna skuldir þrátt fyrir að hafa misst heimili sitt, sem seldist eflaust langt undir markaðsverði á uppboði sýslumanns. Dæmin sýna að það er ekkert sem kemur í veg fyrir að eignir verði seldar langt undir markaðsverði. Heimild er til staðar til þess að eign verði seld á almennum markaði en sú heimild er sjaldan kynnt fyrir skuldurum og er verulega vannýtt. Af öllum nauðungarsölum síðustu tíu ára var hlutfall þeirra fasteigna sem seldar voru á almennum markaði tæp 0,2% (8 eignir af 4.148 eignum). Það verður að breyta lögum og gera það að meginreglu að við nauðungarsölu verði fasteignir seldar á almennum markaði. Það myndi koma í veg fyrir að eignir verði seldar á hrakvirði á uppboði sem enginn vissi af. Þess vegna hef ég lagt fram frumvarp sem umbreytir þessari meginreglu nauðungarsölulaganna. Þetta er augljóst sanngirnismál sem við í Flokki fólksins teljum mikilvægt að verði samþykkt á Alþingi. Höfundur er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og oddviti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Húsnæðismál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það vakti mikla athygli í fyrra þegar fréttir bárust af því að sýslumaður hafi selt á nauðungaruppboði einbýlishús í Reykjanesbæ fyrir aðeins þrjár milljónir króna. Um var að ræða hús með fasteignamat upp á 57 milljónir. Í gær barst þetta mál aftur í fréttir, því nú er kaupandinn búinn að fara í einhverjar innréttingar á húsinu og hefur auglýst það til sölu á 83 milljónir. Ef fasteignin verður seld á þessu verði þá er það 27-földun fjárfestingarinnar á einu ári. Manni blöskrar fregnir sem þessar því þarna birtist okkur eitt skýrasta dæmi óréttlætis sem hægt er að hugsa sér. Því miður er þetta langt frá því að vera eina dæmi þess að heimili fólks séu seld á nauðungaruppboðum fyrir mun lægra verð en svarar gangverði fasteigna á markaði. Við í Flokki fólksins höfum lagt fram frumvarp til að binda enda á þetta óréttlæti. Við viljum að það verði meginreglan að þegar yfirvöld fara fram á nauðungarsölu þá skuli fasteignir seldar á almennum markaði en ekki með uppboði. Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna skilgreinir fullnægjandi húsnæði sem hluta af réttinum til viðunandi lífskjara. Að sama skapi setur Samningur Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi jákvæðar skyldur á aðildarríki þess samnings til að veita borgurum sínum grundvallarréttindi viðunandi lífskjara; fæði, klæði og húsnæði. Það er því með öllu ljóst réttur til húsnæðis telst til grundvallarmannréttinda. Nauðungarsala fasteignar einstaklings er eitt af þyngstu úrræðum réttarkerfisins en í því felst að eign sé komið í verð í þeim tilgangi að kröfur sem á eigninni hvíla, verði efndar til fulls. Í þessum tilvikum missir fólk húsnæðið sitt og lendir jafnvel á götunni. Ef efndir fást ekki upp í skuldir fólks situr það jafnvel uppi með tugmilljóna skuldir þrátt fyrir að hafa misst heimili sitt, sem seldist eflaust langt undir markaðsverði á uppboði sýslumanns. Dæmin sýna að það er ekkert sem kemur í veg fyrir að eignir verði seldar langt undir markaðsverði. Heimild er til staðar til þess að eign verði seld á almennum markaði en sú heimild er sjaldan kynnt fyrir skuldurum og er verulega vannýtt. Af öllum nauðungarsölum síðustu tíu ára var hlutfall þeirra fasteigna sem seldar voru á almennum markaði tæp 0,2% (8 eignir af 4.148 eignum). Það verður að breyta lögum og gera það að meginreglu að við nauðungarsölu verði fasteignir seldar á almennum markaði. Það myndi koma í veg fyrir að eignir verði seldar á hrakvirði á uppboði sem enginn vissi af. Þess vegna hef ég lagt fram frumvarp sem umbreytir þessari meginreglu nauðungarsölulaganna. Þetta er augljóst sanngirnismál sem við í Flokki fólksins teljum mikilvægt að verði samþykkt á Alþingi. Höfundur er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og oddviti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun