Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar 14. nóvember 2024 08:45 Orlof á fullum launum, systkinaforgangur og leikskólapláss frá eins árs, jafnvægi milli vinnu og einkalífs og sjáanleg lækkun höfuðstóls í hverjum mánuði. Nei þetta er ekki útópía. Þetta er líf margra Íslendinga í Danmörku og öðrum nágrannalöndum. Hvenær á svo að flytja heim? Þeir sem eru búsettir erlendis þekkja eflaust spurninguna “jæja, hvenær á svo að flytja heim”? Þó baklandið kalli eru aðstæður barnafjölskyldna á Íslandi ekki nógu góðar í samanburði við þær sem við fjölskyldan njótum í Danmörku. Það var alltaf planið að flytja heim, en þegar betur er að gáð fylgir þessari ákvörðun fórnarkostnaður. Ísland fremst í heimi þegar kemur að jafnréttismálum? Við fjölskyldan nutum þess að ganga að leikskólaplássi að loknu fæðingarorlofi, eitthvað sem foreldrar á Íslandi ganga sannarlega ekki að vísu. Endalausir biðlistar hjá dagforeldrum og leikskólum valda óvissu og streitu fyrir fjölskyldur. Foreldrar standa frammi fyrir þeirri ákvörðun að ákveða hvort þeirra á að vera lengur frá vinnu. Oftar en ekki er tekjulægri aðilinn lengur heima. Með kynbundnum launamun er það yfirleitt konan sem þannig setur sinn vinnuferil á pásu með tilheyrandi tekjutapi og vítahringurinn heldur áfram. Getum við í alvöru sagt að Ísland sé fremst í heimi þegar kemur að jafnréttismálum? Mönnunarvandi og verkföll Óvissuþættirnir eru margir þegar kemur að leikskólamálum. Mönnunarvandi er daglegt brauð á mörgum leikskólum með tilheyrandi áhrifum á foreldra og vinnuveitendur. Ofan á það hefur nú staðið yfir verkfall í nokkrar vikur sem ekki sér fyrir endann á. Foreldrar þurfa að taka frí eða launalaust leyfi frá vinnu með tilheyrandi tekjutapi og auka álagi. Háar afborganir vegna hækkandi fasteignaverðs og vaxta valda því að margar fjölskyldur eiga erfitt með að ná endum saman. Margir íbúðareigendur þurfa að horfa á mánaðarlegar afborganir gufa upp í vexti og verðbætur og lítið sem ekkert fer inn á höfuðstólinn. X-Hvað? Nú þegar alþingiskosningar eru á næsta leiti verður spennandi að sjá hvaða breytingar stjórnmálaflokkar boða í málefnum barnafjölskyldna. Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Það er mikill fjöldi Íslendinga um allan heim sem veigrar sér við að koma heim vegna óboðlegs ástands og sér ekki hvernig dæmið á að ganga upp. Megið endilega láta mig vita X-hvað ég á að kjósa. Höfundur er tveggja barna móðir, búsett í Kaupmannahöfn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Börn og uppeldi Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Orlof á fullum launum, systkinaforgangur og leikskólapláss frá eins árs, jafnvægi milli vinnu og einkalífs og sjáanleg lækkun höfuðstóls í hverjum mánuði. Nei þetta er ekki útópía. Þetta er líf margra Íslendinga í Danmörku og öðrum nágrannalöndum. Hvenær á svo að flytja heim? Þeir sem eru búsettir erlendis þekkja eflaust spurninguna “jæja, hvenær á svo að flytja heim”? Þó baklandið kalli eru aðstæður barnafjölskyldna á Íslandi ekki nógu góðar í samanburði við þær sem við fjölskyldan njótum í Danmörku. Það var alltaf planið að flytja heim, en þegar betur er að gáð fylgir þessari ákvörðun fórnarkostnaður. Ísland fremst í heimi þegar kemur að jafnréttismálum? Við fjölskyldan nutum þess að ganga að leikskólaplássi að loknu fæðingarorlofi, eitthvað sem foreldrar á Íslandi ganga sannarlega ekki að vísu. Endalausir biðlistar hjá dagforeldrum og leikskólum valda óvissu og streitu fyrir fjölskyldur. Foreldrar standa frammi fyrir þeirri ákvörðun að ákveða hvort þeirra á að vera lengur frá vinnu. Oftar en ekki er tekjulægri aðilinn lengur heima. Með kynbundnum launamun er það yfirleitt konan sem þannig setur sinn vinnuferil á pásu með tilheyrandi tekjutapi og vítahringurinn heldur áfram. Getum við í alvöru sagt að Ísland sé fremst í heimi þegar kemur að jafnréttismálum? Mönnunarvandi og verkföll Óvissuþættirnir eru margir þegar kemur að leikskólamálum. Mönnunarvandi er daglegt brauð á mörgum leikskólum með tilheyrandi áhrifum á foreldra og vinnuveitendur. Ofan á það hefur nú staðið yfir verkfall í nokkrar vikur sem ekki sér fyrir endann á. Foreldrar þurfa að taka frí eða launalaust leyfi frá vinnu með tilheyrandi tekjutapi og auka álagi. Háar afborganir vegna hækkandi fasteignaverðs og vaxta valda því að margar fjölskyldur eiga erfitt með að ná endum saman. Margir íbúðareigendur þurfa að horfa á mánaðarlegar afborganir gufa upp í vexti og verðbætur og lítið sem ekkert fer inn á höfuðstólinn. X-Hvað? Nú þegar alþingiskosningar eru á næsta leiti verður spennandi að sjá hvaða breytingar stjórnmálaflokkar boða í málefnum barnafjölskyldna. Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Það er mikill fjöldi Íslendinga um allan heim sem veigrar sér við að koma heim vegna óboðlegs ástands og sér ekki hvernig dæmið á að ganga upp. Megið endilega láta mig vita X-hvað ég á að kjósa. Höfundur er tveggja barna móðir, búsett í Kaupmannahöfn.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar