Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. nóvember 2024 11:01 Victor Wembanyama var valinn nýliði ársins í NBA á síðasta tímabili. getty/Ronald Cortes Victor Wembanyama og Giannis Antetokounmpo skoruðu báðir fimmtíu stig eða meira í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Wembanyama skoraði fimmtíu stig þegar San Antonio Spurs vann Washington Wizards, 139-130. Þetta er í fyrsta sinn í þrjátíu ár sem leikmaður San Antonio skorar fimmtíu stig í venjulegum leiktíma. A HISTORIC night for Wemby. 🔥 Career-high 50 PTS🔥 Career-high 8 3PM🔥 Fourth-youngest player to score 50🔥 First Spurs player with 50+ PTS and 5+ 3PM pic.twitter.com/mCSSssKWPQ— NBA (@NBA) November 14, 2024 Hinn tuttugu ára og 314 daga gamli Wembanyama er sá fjórði yngsti í sögu NBA sem skorar fimmtíu stig í leik. Brandon Jennings er sá yngsti sem hefur afrekað það, tuttugu ára og 52 daga gamall. Wembanyama hitti úr átján af 29 skotum sínum, þar af átta af sextán fyrir utan þriggja stiga línuna. Þá skoraði Frakkinn sex stig af vítalínunni. Hann tók einnig sex fráköst fyrir San Antonio sem er án þjálfara síns, Greggs Popovich, sem fékk vægt heilablóðfall í byrjun mánaðarins. Giannis gerði enn betur en Wenbenyama og skoraði 59 stig er Milwaukee Bucks sigraði Detroit Pistons, 127-120. Auk þess að skora 59 stig tók Giannis fjórtán fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Hann hitti úr 21 af 34 skotum sínum utan af velli og sextán af sautján vítaskotum sínum. Giannis skoraði 22 af 24 stigum Milwaukee í 1. leikhluta. 59 POINTS for @Giannis_An34 🤯21-34 FGM5-5 in OT14 REB7 AST2 STL3 BLKMost points in the NBA this season! pic.twitter.com/gLNgmQWZ6W— NBA (@NBA) November 14, 2024 Þetta er það næstmesta sem Giannis hefur skorað í leik í NBA en metið hans eru 64 stig sem hann skoraði gegn Indiana Pacers á síðasta tímabili. Giannis er næststigahæstur í NBA í vetur með 30,7 stig að meðaltali í leik. Anthony Davis, leikmaður Los Angeles Lakers, er stigahæstur með 31,2 stig að meðaltali í leik. NBA Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Sjá meira
Wembanyama skoraði fimmtíu stig þegar San Antonio Spurs vann Washington Wizards, 139-130. Þetta er í fyrsta sinn í þrjátíu ár sem leikmaður San Antonio skorar fimmtíu stig í venjulegum leiktíma. A HISTORIC night for Wemby. 🔥 Career-high 50 PTS🔥 Career-high 8 3PM🔥 Fourth-youngest player to score 50🔥 First Spurs player with 50+ PTS and 5+ 3PM pic.twitter.com/mCSSssKWPQ— NBA (@NBA) November 14, 2024 Hinn tuttugu ára og 314 daga gamli Wembanyama er sá fjórði yngsti í sögu NBA sem skorar fimmtíu stig í leik. Brandon Jennings er sá yngsti sem hefur afrekað það, tuttugu ára og 52 daga gamall. Wembanyama hitti úr átján af 29 skotum sínum, þar af átta af sextán fyrir utan þriggja stiga línuna. Þá skoraði Frakkinn sex stig af vítalínunni. Hann tók einnig sex fráköst fyrir San Antonio sem er án þjálfara síns, Greggs Popovich, sem fékk vægt heilablóðfall í byrjun mánaðarins. Giannis gerði enn betur en Wenbenyama og skoraði 59 stig er Milwaukee Bucks sigraði Detroit Pistons, 127-120. Auk þess að skora 59 stig tók Giannis fjórtán fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Hann hitti úr 21 af 34 skotum sínum utan af velli og sextán af sautján vítaskotum sínum. Giannis skoraði 22 af 24 stigum Milwaukee í 1. leikhluta. 59 POINTS for @Giannis_An34 🤯21-34 FGM5-5 in OT14 REB7 AST2 STL3 BLKMost points in the NBA this season! pic.twitter.com/gLNgmQWZ6W— NBA (@NBA) November 14, 2024 Þetta er það næstmesta sem Giannis hefur skorað í leik í NBA en metið hans eru 64 stig sem hann skoraði gegn Indiana Pacers á síðasta tímabili. Giannis er næststigahæstur í NBA í vetur með 30,7 stig að meðaltali í leik. Anthony Davis, leikmaður Los Angeles Lakers, er stigahæstur með 31,2 stig að meðaltali í leik.
NBA Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Sjá meira