Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2024 06:31 Heimamaðurinn Charles Leclerc, sem keyrir fyrir Ferrari, fagnaði sigri í Mónakókappakstrinum í ár. Getty/Bryn Lennon Formúla 1 er ekki á förum frá smáríkinu Mónakó. Nýr risasamningur er í höfn sem gleður margar formúluáhugamenn. Samkomulagið er nú klárt á milli Bifreiðaklúbbs Mónakó og toppliðanna í formúlu 1. Samningurinn var kynntur í gær. Mónakókappaksturinn hefur verið á dagskrá frá árinu 1950 og á hverju ári síðan 1955. Keppnin er mjög sérstök því hún fer fram á þröngum götum Mónakó. Kappar eins og Ayrton Senna, Michael Schumacher og Niki Lauda hafa fagnað þar sigri. Sagan er mikil og það er mikil hátíð þegar keppnin fer þar fram. Í ár var það heimamaðurinn Charles Leclerc, sem er fæddur í Mónakó, sem fagnaði tilfinningaríkum sigri. „Ég er ánægður með að formúla 1 verði áfram í Mónakó til ársins 2031,“ sagði Stefano Domenicali, forseti formúlu 1. Það voru einhverjar vangaveltur uppi um að Mónakó myndi detta alveg út af dagatalinu eða Mónakókappaksturinn myndi ekki fara fram á hverju ári. Af því verður ekki. Það fylgir keppninni vissulega mikill glamúr en um leið er hún oft ekki mjög spennandi þar sem að það er nánast ómögulegt að taka fram úr á þröngri brautinni. Mónakókappaksturinn á næsta ári mun fara fram 25. maí. BREAKING: Formula 1 to continue to race in Monaco after new multi-year deal#F1 pic.twitter.com/sfXyX4bAJZ— Formula 1 (@F1) November 14, 2024 Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Samkomulagið er nú klárt á milli Bifreiðaklúbbs Mónakó og toppliðanna í formúlu 1. Samningurinn var kynntur í gær. Mónakókappaksturinn hefur verið á dagskrá frá árinu 1950 og á hverju ári síðan 1955. Keppnin er mjög sérstök því hún fer fram á þröngum götum Mónakó. Kappar eins og Ayrton Senna, Michael Schumacher og Niki Lauda hafa fagnað þar sigri. Sagan er mikil og það er mikil hátíð þegar keppnin fer þar fram. Í ár var það heimamaðurinn Charles Leclerc, sem er fæddur í Mónakó, sem fagnaði tilfinningaríkum sigri. „Ég er ánægður með að formúla 1 verði áfram í Mónakó til ársins 2031,“ sagði Stefano Domenicali, forseti formúlu 1. Það voru einhverjar vangaveltur uppi um að Mónakó myndi detta alveg út af dagatalinu eða Mónakókappaksturinn myndi ekki fara fram á hverju ári. Af því verður ekki. Það fylgir keppninni vissulega mikill glamúr en um leið er hún oft ekki mjög spennandi þar sem að það er nánast ómögulegt að taka fram úr á þröngri brautinni. Mónakókappaksturinn á næsta ári mun fara fram 25. maí. BREAKING: Formula 1 to continue to race in Monaco after new multi-year deal#F1 pic.twitter.com/sfXyX4bAJZ— Formula 1 (@F1) November 14, 2024
Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira