Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 15. nóvember 2024 07:47 Meðal þess sem Viðreisn og Samfylkingin hafa lagt áherzlu á í aðdraganda þingkosninganna er að lækka verði verðbólguna og vextina sem hækkaðir voru sem viðbrögð við henni. Verðbólgu sem er að miklu leyti á ábyrgð flokkanna tveggja. Helzta ástæða verðbólgunnar hefur þannig verið skortur á húsnæði. Einkum og sér í lagi á höfuðborgarsvæðinu þar sem Reykjavík vegur langþyngst en borgin hefur sem kunnugt er verið um árabil undir stjórn flokkanna. Hefur meirihlutinn í borginni beinlínis beitt sér gegn því að byggt yrði nógu mikið af húsnæði til þess að anna eftirspurn. Mjög mikið hefur vantað upp á í þeim efnum. Húsnæðisskortinn má þannig ekki sízt rekja til samkomulags sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu frá 2015 um vaxtarmörk svæðisins sem kemur í veg fyrir vöxt þess umfram það sem þar er kveðið á um en forsendur samkomulagsins voru stórlega vanmetnar miðað við fólksfjöldaþróunina síðan. Meirihlutinn í borgarstjórn hefur hafnað því að hvikað verði frá samkomulaginu og forsendum þess og einungis viljað horfa til þéttingar byggðar sem mun aldrei leysa nema lítinn hluta vandans. Allt of lítið er þannig hægt að byggja á þéttingarreitum og slíkar íbúðir eru iðulega byggðar á svæðum þar sem fasteignaverð er mjög hátt. Verðbólga frá Evrópusambandinu Hin helzta ástæðan fyrir verðbólgunni hér á landi hefur verið innflutt verðbólga. Fyrst og fremst frá ríkjum innan Evrópusambandsins enda mest flutt inn af vörum þaðan og hingað til lands. Verðbólga jókst innan sambandsins einkum vegna glórulausra ákvarðana evrópskra ráðamanna í orkumálum sem urðu þess valdandi að ófá ríki þess urðu verulega háð gasi og olíu frá Rússlandi. Þegar loks var brugðist við í þeim efnum leiddi það meðal annars til stóraukins orkukostnaðar í ríkjum Evrópusambandsins, þar með hærri kostnaðar við framleiðslu varnings innan sambandsins og loks hærra vöruverðs sem síðan skilaði sér hingað til lands. Fyrir vikið er ljóst að verðbólgan hefur að miklu leyti verið annars vegar í boði meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur, þar á meðal og ekki sízt Viðreisnar og Samfylkingarinnar, og hins vegar Evrópusambandsins. Flokkarnir hefðu fyrir margt löngu getað gripið til árangursríkra aðgerða til þess að bregðast við verðbólgunni sem við Íslendingar höfum glímt við á undanförnum árum, með því einfaldlega að anna eftirspurn eftir húsnæði, og jafnvel koma í veg fyrir hana. Þess í stað hafa þeir stuðlað að gríðarlegri hækkun fasteignaverðs og þar með hærri fasteignasköttum en samt tekizt að setja borgina nánast á hausinn. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Meðal þess sem Viðreisn og Samfylkingin hafa lagt áherzlu á í aðdraganda þingkosninganna er að lækka verði verðbólguna og vextina sem hækkaðir voru sem viðbrögð við henni. Verðbólgu sem er að miklu leyti á ábyrgð flokkanna tveggja. Helzta ástæða verðbólgunnar hefur þannig verið skortur á húsnæði. Einkum og sér í lagi á höfuðborgarsvæðinu þar sem Reykjavík vegur langþyngst en borgin hefur sem kunnugt er verið um árabil undir stjórn flokkanna. Hefur meirihlutinn í borginni beinlínis beitt sér gegn því að byggt yrði nógu mikið af húsnæði til þess að anna eftirspurn. Mjög mikið hefur vantað upp á í þeim efnum. Húsnæðisskortinn má þannig ekki sízt rekja til samkomulags sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu frá 2015 um vaxtarmörk svæðisins sem kemur í veg fyrir vöxt þess umfram það sem þar er kveðið á um en forsendur samkomulagsins voru stórlega vanmetnar miðað við fólksfjöldaþróunina síðan. Meirihlutinn í borgarstjórn hefur hafnað því að hvikað verði frá samkomulaginu og forsendum þess og einungis viljað horfa til þéttingar byggðar sem mun aldrei leysa nema lítinn hluta vandans. Allt of lítið er þannig hægt að byggja á þéttingarreitum og slíkar íbúðir eru iðulega byggðar á svæðum þar sem fasteignaverð er mjög hátt. Verðbólga frá Evrópusambandinu Hin helzta ástæðan fyrir verðbólgunni hér á landi hefur verið innflutt verðbólga. Fyrst og fremst frá ríkjum innan Evrópusambandsins enda mest flutt inn af vörum þaðan og hingað til lands. Verðbólga jókst innan sambandsins einkum vegna glórulausra ákvarðana evrópskra ráðamanna í orkumálum sem urðu þess valdandi að ófá ríki þess urðu verulega háð gasi og olíu frá Rússlandi. Þegar loks var brugðist við í þeim efnum leiddi það meðal annars til stóraukins orkukostnaðar í ríkjum Evrópusambandsins, þar með hærri kostnaðar við framleiðslu varnings innan sambandsins og loks hærra vöruverðs sem síðan skilaði sér hingað til lands. Fyrir vikið er ljóst að verðbólgan hefur að miklu leyti verið annars vegar í boði meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur, þar á meðal og ekki sízt Viðreisnar og Samfylkingarinnar, og hins vegar Evrópusambandsins. Flokkarnir hefðu fyrir margt löngu getað gripið til árangursríkra aðgerða til þess að bregðast við verðbólgunni sem við Íslendingar höfum glímt við á undanförnum árum, með því einfaldlega að anna eftirspurn eftir húsnæði, og jafnvel koma í veg fyrir hana. Þess í stað hafa þeir stuðlað að gríðarlegri hækkun fasteignaverðs og þar með hærri fasteignasköttum en samt tekizt að setja borgina nánast á hausinn. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun