Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar 15. nóvember 2024 10:16 Á síðustu þremur árum hefur Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sett geðheilbrigðismál í forgang. Eitt af fyrstu og afgerandi skrefum hans var að tryggja aukið fjármagn í geðheilbrigðisþjónustu með það að markmiði að bæta aðgengi og tímanlega aðstoð. Willum Þór hefur lagt sérstaka áherslu á snemmtæka íhlutun, sem er mikilvægur liður í að koma í veg fyrir og draga úr alvarlegum afleiðingum geðræns vanda. Með þessari áherslu hefur geðheilbrigðiskerfið orðið aðgengilegra og móttækilegra fyrir börn og ungmenni, hópa sem þurfa á verndandi umgjörð að halda. Í tíð Willums Þórs Þórssonar sem heilbrigðisráðherra hefur ný stefna í geðheilbrigðismálum verið samþykkt, árið 2022. Höfuðáherslur stefnunnar eru forvarnir og snemmtæk úrræði, heildræn, samþætt og notendamiðuð þjónusta, notendasamráð, nýsköpun og bætt aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu um allt land. Þá til þess að framfylgja stefnunni var í kjölfarið samþykkt aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum fyrir árin 2023-2027 sem unnið eftir. Hún felur í sér fjölmargar aðgerðir fyrir geðheilbrigðisþjónustu á ýmsum stigum lífsins, með það að markmiði að ná utan um þá sem þurfa á þjónustunni að halda. Willum hefur gripið til ýmissa aðgerða til að bæta aðgengi að sálfræðiþjónustu á Íslandi. Í október 2022 staðfesti hann nýjan rammasamning Sjúkratrygginga Íslands við sjálfstætt starfandi sálfræðinga, sem miðar að því að auka aðgengi að sálfræðiþjónustu fyrir alla aldurshópa. Samningurinn nær til meðferðar við vægum og meðal alvarlegum kvíða og þunglyndi, auk alvarlegra geð-, hegðunar- og þroskaraskana hjá börnum og unglingum. Þessi samningur gerir einnig ráð fyrir möguleikanum á fjarheilbrigðisþjónustu, sem stuðlar að jafnara aðgengi óháð staðsetningu. Til að tryggja að sálfræðiþjónustan sé aðgengileg óháð efnahag hefur ráðherra aukið fjárframlög til samninga Sjúkratrygginga um sálfræðiþjónustu. Auk þess hefur sálfræðingum á heilsugæslum verið fjölgað umtalsvert og sett hafa verið á laggirnar sérstök geðheilsuteymi á heilsugæslum. Þá hefur Willum einnig stuðlað að því að stórefla samhæfingu á milli heilbrigðisstofnana og skóla til að tryggja að ungmenni njóti samfellu í þjónustu. Sérstök átaksverkefni til að efla geðrækt og forvarnir innan skólakerfisins hafa verið hluti af þessari framtíðarsýn, með það að markmiði að efla þekkingu og stuðla að betri geðheilsu snemma í lífi einstaklinga. Auk þessa var nýlega samþykktur sérstakur tónlistarsamningur sem er ætlað að stuðla að geðrækt og vellíðan með tónlistarviðburðum fyrir þá sem eru í meðferð eða á stofnunum vegna geðheilbrigðisvanda. Samningurinn er liður í að nýta skapandi leiðir til að bæta geðheilsu og styrkja bataferli með því að gefa skjólstæðingum færi á að njóta tónlistar sem hluta af meðferðarúrræðum. Þessu til viðbótar hefur verið tekin ákvörðun um að geðheilbrigðisþjónusta Landspítalans verði flutt úr núverandi byggingum í nýtt húsnæði sem uppfyllir nútímakröfur, með það að markmiði að bæta aðgengi og gæði þjónustunnar. Þá voru tekin mikilvæg skref með stofnun Geðráðs, samráðsvettvangs um geðheilbrigðismál, sem hefur reynst dýrmætur vettvangur fyrir samræður milli fagfólks, notenda þjónustunnar, aðstandenda og annarra hagaðila. Markmið Geðráðs er að stuðla að markvissri þróun geðheilbrigðismála með því að tryggja aukið samstarf og sameiginlega sýn. Framsókn hefur sýnt metnað til að halda áfram á þessari braut og áréttar að geðheilbrigðismál eru forgangsverkefni sem krefjast áframhaldandi vinnu og samstöðu. Verkefnið er ærið, og er hvergi nærri lokið. Að búa til umhverfi þar sem einstaklingar geta leitað sér hjálpar án hindrana, þar sem stuðningur er tryggður á öllum stigum, og þar sem samfélagið stendur saman um að efla geðheilsu, er áskorun sem Framsókn tekur alvarlega. Willum hefur þegar lagt sterkan grunn, en Framsókn er rétt að byrja – og það er von okkar allra að þetta sé aðeins upphafið að enn meiri framþróun í þjónustunni í þágu allra landsmanna. Höfundur skipar 10. sæti á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Suðvesturkjördæmi Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Á síðustu þremur árum hefur Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sett geðheilbrigðismál í forgang. Eitt af fyrstu og afgerandi skrefum hans var að tryggja aukið fjármagn í geðheilbrigðisþjónustu með það að markmiði að bæta aðgengi og tímanlega aðstoð. Willum Þór hefur lagt sérstaka áherslu á snemmtæka íhlutun, sem er mikilvægur liður í að koma í veg fyrir og draga úr alvarlegum afleiðingum geðræns vanda. Með þessari áherslu hefur geðheilbrigðiskerfið orðið aðgengilegra og móttækilegra fyrir börn og ungmenni, hópa sem þurfa á verndandi umgjörð að halda. Í tíð Willums Þórs Þórssonar sem heilbrigðisráðherra hefur ný stefna í geðheilbrigðismálum verið samþykkt, árið 2022. Höfuðáherslur stefnunnar eru forvarnir og snemmtæk úrræði, heildræn, samþætt og notendamiðuð þjónusta, notendasamráð, nýsköpun og bætt aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu um allt land. Þá til þess að framfylgja stefnunni var í kjölfarið samþykkt aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum fyrir árin 2023-2027 sem unnið eftir. Hún felur í sér fjölmargar aðgerðir fyrir geðheilbrigðisþjónustu á ýmsum stigum lífsins, með það að markmiði að ná utan um þá sem þurfa á þjónustunni að halda. Willum hefur gripið til ýmissa aðgerða til að bæta aðgengi að sálfræðiþjónustu á Íslandi. Í október 2022 staðfesti hann nýjan rammasamning Sjúkratrygginga Íslands við sjálfstætt starfandi sálfræðinga, sem miðar að því að auka aðgengi að sálfræðiþjónustu fyrir alla aldurshópa. Samningurinn nær til meðferðar við vægum og meðal alvarlegum kvíða og þunglyndi, auk alvarlegra geð-, hegðunar- og þroskaraskana hjá börnum og unglingum. Þessi samningur gerir einnig ráð fyrir möguleikanum á fjarheilbrigðisþjónustu, sem stuðlar að jafnara aðgengi óháð staðsetningu. Til að tryggja að sálfræðiþjónustan sé aðgengileg óháð efnahag hefur ráðherra aukið fjárframlög til samninga Sjúkratrygginga um sálfræðiþjónustu. Auk þess hefur sálfræðingum á heilsugæslum verið fjölgað umtalsvert og sett hafa verið á laggirnar sérstök geðheilsuteymi á heilsugæslum. Þá hefur Willum einnig stuðlað að því að stórefla samhæfingu á milli heilbrigðisstofnana og skóla til að tryggja að ungmenni njóti samfellu í þjónustu. Sérstök átaksverkefni til að efla geðrækt og forvarnir innan skólakerfisins hafa verið hluti af þessari framtíðarsýn, með það að markmiði að efla þekkingu og stuðla að betri geðheilsu snemma í lífi einstaklinga. Auk þessa var nýlega samþykktur sérstakur tónlistarsamningur sem er ætlað að stuðla að geðrækt og vellíðan með tónlistarviðburðum fyrir þá sem eru í meðferð eða á stofnunum vegna geðheilbrigðisvanda. Samningurinn er liður í að nýta skapandi leiðir til að bæta geðheilsu og styrkja bataferli með því að gefa skjólstæðingum færi á að njóta tónlistar sem hluta af meðferðarúrræðum. Þessu til viðbótar hefur verið tekin ákvörðun um að geðheilbrigðisþjónusta Landspítalans verði flutt úr núverandi byggingum í nýtt húsnæði sem uppfyllir nútímakröfur, með það að markmiði að bæta aðgengi og gæði þjónustunnar. Þá voru tekin mikilvæg skref með stofnun Geðráðs, samráðsvettvangs um geðheilbrigðismál, sem hefur reynst dýrmætur vettvangur fyrir samræður milli fagfólks, notenda þjónustunnar, aðstandenda og annarra hagaðila. Markmið Geðráðs er að stuðla að markvissri þróun geðheilbrigðismála með því að tryggja aukið samstarf og sameiginlega sýn. Framsókn hefur sýnt metnað til að halda áfram á þessari braut og áréttar að geðheilbrigðismál eru forgangsverkefni sem krefjast áframhaldandi vinnu og samstöðu. Verkefnið er ærið, og er hvergi nærri lokið. Að búa til umhverfi þar sem einstaklingar geta leitað sér hjálpar án hindrana, þar sem stuðningur er tryggður á öllum stigum, og þar sem samfélagið stendur saman um að efla geðheilsu, er áskorun sem Framsókn tekur alvarlega. Willum hefur þegar lagt sterkan grunn, en Framsókn er rétt að byrja – og það er von okkar allra að þetta sé aðeins upphafið að enn meiri framþróun í þjónustunni í þágu allra landsmanna. Höfundur skipar 10. sæti á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun