Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð Eiður Þór Árnason og Telma Tómasson skrifa 16. nóvember 2024 13:40 Hafsteinn Birgir Einarsson stjórnmálafræðingur segir von á frekari breytingum fram að kosningum. Vísir/Stöð 2 Viðreisn heldur áfram að auka fylgi sitt á meðan Samfylking, Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur lækka flugið. Þetta má lesa úr skoðanakönnunum Maskínu, Gallups og Prósents sem birtar hafa verið síðustu daga. Hafsteinn Birgir Einarsson stjórnmálafræðingur segir erfitt að spá fyrir um hvort þessi þróun haldi áfram. „Eins og við þekkjum í stjórnmálunum þá geta hlutirnir breyst á ógnarhraða. Við sáum snemma á kjörtímabilinu að Samfylkingin rauk upp og hefur verið að mælast með mikið fylgi og það er kannski viðbúið að það gefi aðeins eftir á lokametrunum,“ sagði Hafsteinn í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Fylgisaukning Viðreisnar að undanförnu sé mögulega merki um að kosningabaráttan spilist nokkuð vel fyrir flokkinn. Viðreisn hafi keppinaut til hægri við sig á hinum hefðbundna pólitíska ás í Sjálfstæðisflokknum og til vinstri í Samfylkingunni. Báðir flokkar hafi verið að gefa aðeins eftir. Ólík aðferðafræði geti skýrt mun milli fyrirtækja Það vekur athygli að fylgi Sjálfstæðisflokksins er heldur misjafnt milli kannanna Maskínu, Prósents og Gallups. „Það spilar alveg áreiðanlega mikið inn í gagnaöflunartíminn. Vegna þess að við erum að sjá þessa hröðu uppsveiflu hjá Viðreisn. Ef við söfnum gögnum yfir tveggja vikna tímabil þá getur verið að það sé erfitt að ná hröðum sveiflum sem eru að gerast á skömmum tíma,“ segir Hafsteinn. Gallup safnaði svörum fyrir nýjustu könnun sína yfir lengra tímabil samanborið við Maskínu og Prósent. „Síðan getur verið aðferðarfræðilegur munur á milli fyrirtækja. Það er að segja hvernig er safnað í hópinn sem er valinn í úrtakið. Hvernig er viktað fyrir gögnum og svoleiðis, þannig það getur verið samspil margra ólíkra þátta. En á lokametrum kosningabaráttunnar þá megum við gera ráð fyrir snörpum breytingum og þá er gott að hafa reglulegar kannanir.“ Hafsteinn segir erfitt að segja til um hversu mikil áhrif einstaka mál sem eru áberandi í umræðunni hverju sinni hafi á fylgið. Á Íslandi sé við lýði fjölflokkakerfi og dæmi um að margir kjósendur geti hugsað sér að kjósa fleiri en einn flokk og færi sig á milli þeirra eftir því sem líður á kosningabaráttuna. „Þetta getur verið ein af skýringum á því að fylgið er á fleygiferð þessi misserin.“ Þetta sé til að mynda mjög ólíkt því sem sést í Bandaríkjunum þar sem tveir stórir flokkar sópa til sín fylginu í tvíflokkakerfi og erfitt sé fyrir fólk að færa sig á milli þeirra. Hafsteinn leggur að lokum áherslu á að um sé að ræða viðhorfskannanir en ekki niðurstöður kosninga og fylgismælingar komi líklega til með að breytast enn frekar fram að kosningum. Alþingiskosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Ekki mælist marktækur munur á fylgi Samfylkingarinnar og Viðreisnar í nýrri könnun Maskínu. Sósíalistar bæta við sig tveimur prósentustigum og Miðflokkurinn tapar rúmlega tveimur. Prófessor í stjórmálafræði segir Viðreisn bæði njóta fylgis sem komi frá Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki. Þá séu Vinstri græn í raunverulegri lífshættu. 14. nóvember 2024 11:59 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
„Eins og við þekkjum í stjórnmálunum þá geta hlutirnir breyst á ógnarhraða. Við sáum snemma á kjörtímabilinu að Samfylkingin rauk upp og hefur verið að mælast með mikið fylgi og það er kannski viðbúið að það gefi aðeins eftir á lokametrunum,“ sagði Hafsteinn í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Fylgisaukning Viðreisnar að undanförnu sé mögulega merki um að kosningabaráttan spilist nokkuð vel fyrir flokkinn. Viðreisn hafi keppinaut til hægri við sig á hinum hefðbundna pólitíska ás í Sjálfstæðisflokknum og til vinstri í Samfylkingunni. Báðir flokkar hafi verið að gefa aðeins eftir. Ólík aðferðafræði geti skýrt mun milli fyrirtækja Það vekur athygli að fylgi Sjálfstæðisflokksins er heldur misjafnt milli kannanna Maskínu, Prósents og Gallups. „Það spilar alveg áreiðanlega mikið inn í gagnaöflunartíminn. Vegna þess að við erum að sjá þessa hröðu uppsveiflu hjá Viðreisn. Ef við söfnum gögnum yfir tveggja vikna tímabil þá getur verið að það sé erfitt að ná hröðum sveiflum sem eru að gerast á skömmum tíma,“ segir Hafsteinn. Gallup safnaði svörum fyrir nýjustu könnun sína yfir lengra tímabil samanborið við Maskínu og Prósent. „Síðan getur verið aðferðarfræðilegur munur á milli fyrirtækja. Það er að segja hvernig er safnað í hópinn sem er valinn í úrtakið. Hvernig er viktað fyrir gögnum og svoleiðis, þannig það getur verið samspil margra ólíkra þátta. En á lokametrum kosningabaráttunnar þá megum við gera ráð fyrir snörpum breytingum og þá er gott að hafa reglulegar kannanir.“ Hafsteinn segir erfitt að segja til um hversu mikil áhrif einstaka mál sem eru áberandi í umræðunni hverju sinni hafi á fylgið. Á Íslandi sé við lýði fjölflokkakerfi og dæmi um að margir kjósendur geti hugsað sér að kjósa fleiri en einn flokk og færi sig á milli þeirra eftir því sem líður á kosningabaráttuna. „Þetta getur verið ein af skýringum á því að fylgið er á fleygiferð þessi misserin.“ Þetta sé til að mynda mjög ólíkt því sem sést í Bandaríkjunum þar sem tveir stórir flokkar sópa til sín fylginu í tvíflokkakerfi og erfitt sé fyrir fólk að færa sig á milli þeirra. Hafsteinn leggur að lokum áherslu á að um sé að ræða viðhorfskannanir en ekki niðurstöður kosninga og fylgismælingar komi líklega til með að breytast enn frekar fram að kosningum.
Alþingiskosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Ekki mælist marktækur munur á fylgi Samfylkingarinnar og Viðreisnar í nýrri könnun Maskínu. Sósíalistar bæta við sig tveimur prósentustigum og Miðflokkurinn tapar rúmlega tveimur. Prófessor í stjórmálafræði segir Viðreisn bæði njóta fylgis sem komi frá Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki. Þá séu Vinstri græn í raunverulegri lífshættu. 14. nóvember 2024 11:59 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Ekki mælist marktækur munur á fylgi Samfylkingarinnar og Viðreisnar í nýrri könnun Maskínu. Sósíalistar bæta við sig tveimur prósentustigum og Miðflokkurinn tapar rúmlega tveimur. Prófessor í stjórmálafræði segir Viðreisn bæði njóta fylgis sem komi frá Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki. Þá séu Vinstri græn í raunverulegri lífshættu. 14. nóvember 2024 11:59