Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. nóvember 2024 20:06 Guðmundur Magnússon, íbúi í Garðinum í Suðurnesjabæ, sem er með stórt gönguverkefni í gangi í Garðskagavita, sem tekur hann eitt ár að klára. Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðmundur Magnússon íbúi í Garðinum í Suðurnesjabæ kallar ekki allt ömmu sína því hann ætlar að ganga upp og niður tröppurnar Garðskagavita í 365 daga, eða í heilt ár, á annað hundrað tröppur í hverri ferð. Guðmundur er fæddur og uppalinn í Garðinum þriggja barna faðir. Hann gengur oftast upp og niður vitann síðdegis en með því er hann að safna áheitum fyrir Píeta samtökin. Með stigagöngunni vill hann vekja athygli á auknum geðvanda á Íslandi, ekki síst á meðal barna og unglinga. „Málið er að fólk, sem er með mikla vanlíðan það á það til að einangra sig og það var önnur hugmyndin með þessu verkefni, það var það að ég er búin að gefa það út að fara á hverjum degi á þessu tímabili, þá get ég ekki sleppt því sama hvað bjátar á og það er stundum erfitt að hafa sig út úr húsi fyrir marga veit ég,” segir Guðmundur. Tröppurnar eru á annað hundrað og Guðmundur segir ekki erfitt fyrir ungan mann að þramma þær upp og niður og það sé alltaf auðveldara með hverjum degi en nú er hann búin að fara um 50 ferðir. Hann hefur fengið mikla athygli heimamanna vegna verkefnisins. „Ég hef lært það í gegnum lífið að maður þarf stundum að fara rótækarleiðir til þess að fólk hlusti og þetta er nógu galið þannig að fólk fari að veita því athygli og þá skapast umræða og fólk fer að líta betur í kringum sig.” Með verkefninu vill Guðmundur leggja Píeta samtökunum lið þar sem allir geta styrkt samtökin í tengslum við tröppuverkefninu í Garðskagavita.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðmundur segir að Píeta samtökin séu að vinna frábært starf og því vilji hann leggja samtökunum lið með sínu tröppu verkefni. „Þeir bjóða upp á fría þjónustu fyrir sjúklinga og aðstandendur og ég held að það séu ekki allir sem viti það og ég er að reyna að vekja athygli á því að þú getur leitað þér hjálpar án þess að það kosti mánaðarlaunin,” segir Guðmundur. Pabbi Guðmundar, Magnús Guðbergsson fyrirfór sér árið 1997 aðeins 42 ára gamall en þá var Guðmundur 16 ára. „Og ég man aldrei eftir því að nokkur maður hafi talað um það við mig, ekki ráðgjafi, ekki skólinn, engin, Ég er alveg opinn með mín veikindi og það hefur klárlega hjálpað mér,” segir Guðmundur. Pabbi Guðmundar, Magnús Guðbergsson fyrirfór sér árið 1997 aðeins 42 ára gamall en þá var Guðmundur 16 ára.Aðsend Þetta er rosalega fallegt og flott framtak hjá þér. Takk fyrir. Leitið ykkur hjálpar ef ykkur líður illa, það er engin skömm af því,” segir Guðmundur göngugarpur í Garðinum. Garðskagaviti er mjög fallegur viti, sem mikið af ferðamönnum heimsækja.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða Guðmundar, Leiðin að ljósinu Suðurnesjabær Geðheilbrigði Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Sjá meira
Guðmundur er fæddur og uppalinn í Garðinum þriggja barna faðir. Hann gengur oftast upp og niður vitann síðdegis en með því er hann að safna áheitum fyrir Píeta samtökin. Með stigagöngunni vill hann vekja athygli á auknum geðvanda á Íslandi, ekki síst á meðal barna og unglinga. „Málið er að fólk, sem er með mikla vanlíðan það á það til að einangra sig og það var önnur hugmyndin með þessu verkefni, það var það að ég er búin að gefa það út að fara á hverjum degi á þessu tímabili, þá get ég ekki sleppt því sama hvað bjátar á og það er stundum erfitt að hafa sig út úr húsi fyrir marga veit ég,” segir Guðmundur. Tröppurnar eru á annað hundrað og Guðmundur segir ekki erfitt fyrir ungan mann að þramma þær upp og niður og það sé alltaf auðveldara með hverjum degi en nú er hann búin að fara um 50 ferðir. Hann hefur fengið mikla athygli heimamanna vegna verkefnisins. „Ég hef lært það í gegnum lífið að maður þarf stundum að fara rótækarleiðir til þess að fólk hlusti og þetta er nógu galið þannig að fólk fari að veita því athygli og þá skapast umræða og fólk fer að líta betur í kringum sig.” Með verkefninu vill Guðmundur leggja Píeta samtökunum lið þar sem allir geta styrkt samtökin í tengslum við tröppuverkefninu í Garðskagavita.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðmundur segir að Píeta samtökin séu að vinna frábært starf og því vilji hann leggja samtökunum lið með sínu tröppu verkefni. „Þeir bjóða upp á fría þjónustu fyrir sjúklinga og aðstandendur og ég held að það séu ekki allir sem viti það og ég er að reyna að vekja athygli á því að þú getur leitað þér hjálpar án þess að það kosti mánaðarlaunin,” segir Guðmundur. Pabbi Guðmundar, Magnús Guðbergsson fyrirfór sér árið 1997 aðeins 42 ára gamall en þá var Guðmundur 16 ára. „Og ég man aldrei eftir því að nokkur maður hafi talað um það við mig, ekki ráðgjafi, ekki skólinn, engin, Ég er alveg opinn með mín veikindi og það hefur klárlega hjálpað mér,” segir Guðmundur. Pabbi Guðmundar, Magnús Guðbergsson fyrirfór sér árið 1997 aðeins 42 ára gamall en þá var Guðmundur 16 ára.Aðsend Þetta er rosalega fallegt og flott framtak hjá þér. Takk fyrir. Leitið ykkur hjálpar ef ykkur líður illa, það er engin skömm af því,” segir Guðmundur göngugarpur í Garðinum. Garðskagaviti er mjög fallegur viti, sem mikið af ferðamönnum heimsækja.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða Guðmundar, Leiðin að ljósinu
Suðurnesjabær Geðheilbrigði Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Sjá meira