Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. nóvember 2024 21:05 Eiríkur telur að með ákvörðun sinni hafi Þórður Snær velt óþægilegri umræðu af Samfylkingunni. Vísir Prófessor í stjórnmálafræði segir ákvörðun Þórðar Snæs Júlíussonar, frambjóðanda Samfylkingarinnar, um að taka ekki sæti á þingi nái hann kjöri, velta mjög óþægilegri umræðu af Samfylkingunni. Fólk ofmeti þó áhrif einstakra mála og frambjóðenda á hegðun kjósenda. Þórður Snær greindi frá ákvörðun sinni í Facebook-færslu um hádegisbil. Þar segist hann skammast sín djúpt fyrir skrif sín á bloggsíðunni Þessar elskur um miðjan þarsíðasta áratug. Þar viðhafði hann mjög gróf skrif um konur, en fjölmiðlaumfjöllun um skrifin hefur vakið hörð viðbrögð. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segist bera virðingu fyrir ákvörðun Þórðar, sem hafi verið tekin að hans frumkvæði og á hans forsendum. Fjöldi fólks hefur tjáð sig um ákvörðunina. Flestir hrósa Þórði, margir harma ákvörðun hans og aðrir segja vinstrimenn vera sína eigin verstu óvini. Ákvarðanir byggi á öðru en einstaka málum Prófessor í stjórnmálafræði segir málið nú hafa verið aftengt. Með því hafi óþægilegri umræðu velt af Samfylkingunni. „Hefði hann ekki stigið til hliðar þá hefði málið vafalaust undið upp á sig og haft miklu meiri áhrif,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor. Eiríkur setur þann fyrirvara að ákvarðanir fólks um hvað það kjósi ráðist sjaldnast af einstaka málum eða afstöðu til einstaka frambjóðenda. „Við erum mjög gjörn á að ofmeta áhrif einstakra mála og einstakra mála á kosningahegðun, þegar allar rannsóknir benda til þess að fólk ákvarðar atkvæði sitt út frá allt öðrum þáttum heldur en þeim.“ Fólk sé almennt með það á hreinu hvaða stjórnmálaflokka það samsami sig við. Það byggist einna helst á lífsskoðunum kjósenda, og Eiríkur bendir á að meira að segja áhrif formanna á gengi flokka í kosningum séu ofmetin. Mismunandi þol milli flokka Eiríkur segir að málið hafi komið upp á erfiðum tíma, skömmu fyrir kosningar. „En þetta gerist nægilega snemma til þess að hann geti þá stigið til hliðar og málið nái að jafna sig áður en gengið er til kjörs.“ Þol fyrir orðræðu eins og þeirri sem Þórður viðhafði sé mismunandi milli flokka og kjósendahópa. „Samfylkingin er kannski sá flokkur sem hefur talað hvað háværast gegn framferði af þessum toga, sem þarna birtist. Það skiptir augljóslega mjög miklu máli.“ Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Tengdar fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Þórður Snær Júlíusson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að taka ekki þingsæti hljóti hann kjör í komandi alþingiskosningum. Frá þessu greinir hann í yfirlýsingu á Facebook rétt fyrir hádegi. 16. nóvember 2024 11:56 „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Kristrún Frostadóttir segir ákvörðun Þórðar Snæs Júlíussonar um að taka ekki sæti á lista hafa verið tekna að hans frumkvæði og á hans forsendum. Hún segist bera mikla virðingu fyrir ákvörðuninni og Þórði sjálfum. 16. nóvember 2024 13:53 Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Yfirlýsing Þórðar Snæs, um að hann hyggist ekki taka þingsæti í komandi alþingiskosningum nái hann kjöri, hefur vakið mikil viðbrögð. Flestir hrósa Þórði, margir harma ákvörðun hans og aðrir segja vinstrimenn vera sína eigin verstu óvini. 16. nóvember 2024 15:54 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Sjá meira
Þórður Snær greindi frá ákvörðun sinni í Facebook-færslu um hádegisbil. Þar segist hann skammast sín djúpt fyrir skrif sín á bloggsíðunni Þessar elskur um miðjan þarsíðasta áratug. Þar viðhafði hann mjög gróf skrif um konur, en fjölmiðlaumfjöllun um skrifin hefur vakið hörð viðbrögð. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segist bera virðingu fyrir ákvörðun Þórðar, sem hafi verið tekin að hans frumkvæði og á hans forsendum. Fjöldi fólks hefur tjáð sig um ákvörðunina. Flestir hrósa Þórði, margir harma ákvörðun hans og aðrir segja vinstrimenn vera sína eigin verstu óvini. Ákvarðanir byggi á öðru en einstaka málum Prófessor í stjórnmálafræði segir málið nú hafa verið aftengt. Með því hafi óþægilegri umræðu velt af Samfylkingunni. „Hefði hann ekki stigið til hliðar þá hefði málið vafalaust undið upp á sig og haft miklu meiri áhrif,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor. Eiríkur setur þann fyrirvara að ákvarðanir fólks um hvað það kjósi ráðist sjaldnast af einstaka málum eða afstöðu til einstaka frambjóðenda. „Við erum mjög gjörn á að ofmeta áhrif einstakra mála og einstakra mála á kosningahegðun, þegar allar rannsóknir benda til þess að fólk ákvarðar atkvæði sitt út frá allt öðrum þáttum heldur en þeim.“ Fólk sé almennt með það á hreinu hvaða stjórnmálaflokka það samsami sig við. Það byggist einna helst á lífsskoðunum kjósenda, og Eiríkur bendir á að meira að segja áhrif formanna á gengi flokka í kosningum séu ofmetin. Mismunandi þol milli flokka Eiríkur segir að málið hafi komið upp á erfiðum tíma, skömmu fyrir kosningar. „En þetta gerist nægilega snemma til þess að hann geti þá stigið til hliðar og málið nái að jafna sig áður en gengið er til kjörs.“ Þol fyrir orðræðu eins og þeirri sem Þórður viðhafði sé mismunandi milli flokka og kjósendahópa. „Samfylkingin er kannski sá flokkur sem hefur talað hvað háværast gegn framferði af þessum toga, sem þarna birtist. Það skiptir augljóslega mjög miklu máli.“
Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Tengdar fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Þórður Snær Júlíusson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að taka ekki þingsæti hljóti hann kjör í komandi alþingiskosningum. Frá þessu greinir hann í yfirlýsingu á Facebook rétt fyrir hádegi. 16. nóvember 2024 11:56 „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Kristrún Frostadóttir segir ákvörðun Þórðar Snæs Júlíussonar um að taka ekki sæti á lista hafa verið tekna að hans frumkvæði og á hans forsendum. Hún segist bera mikla virðingu fyrir ákvörðuninni og Þórði sjálfum. 16. nóvember 2024 13:53 Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Yfirlýsing Þórðar Snæs, um að hann hyggist ekki taka þingsæti í komandi alþingiskosningum nái hann kjöri, hefur vakið mikil viðbrögð. Flestir hrósa Þórði, margir harma ákvörðun hans og aðrir segja vinstrimenn vera sína eigin verstu óvini. 16. nóvember 2024 15:54 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Sjá meira
Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Þórður Snær Júlíusson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að taka ekki þingsæti hljóti hann kjör í komandi alþingiskosningum. Frá þessu greinir hann í yfirlýsingu á Facebook rétt fyrir hádegi. 16. nóvember 2024 11:56
„Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Kristrún Frostadóttir segir ákvörðun Þórðar Snæs Júlíussonar um að taka ekki sæti á lista hafa verið tekna að hans frumkvæði og á hans forsendum. Hún segist bera mikla virðingu fyrir ákvörðuninni og Þórði sjálfum. 16. nóvember 2024 13:53
Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Yfirlýsing Þórðar Snæs, um að hann hyggist ekki taka þingsæti í komandi alþingiskosningum nái hann kjöri, hefur vakið mikil viðbrögð. Flestir hrósa Þórði, margir harma ákvörðun hans og aðrir segja vinstrimenn vera sína eigin verstu óvini. 16. nóvember 2024 15:54