Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. nóvember 2024 21:05 Eiríkur telur að með ákvörðun sinni hafi Þórður Snær velt óþægilegri umræðu af Samfylkingunni. Vísir Prófessor í stjórnmálafræði segir ákvörðun Þórðar Snæs Júlíussonar, frambjóðanda Samfylkingarinnar, um að taka ekki sæti á þingi nái hann kjöri, velta mjög óþægilegri umræðu af Samfylkingunni. Fólk ofmeti þó áhrif einstakra mála og frambjóðenda á hegðun kjósenda. Þórður Snær greindi frá ákvörðun sinni í Facebook-færslu um hádegisbil. Þar segist hann skammast sín djúpt fyrir skrif sín á bloggsíðunni Þessar elskur um miðjan þarsíðasta áratug. Þar viðhafði hann mjög gróf skrif um konur, en fjölmiðlaumfjöllun um skrifin hefur vakið hörð viðbrögð. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segist bera virðingu fyrir ákvörðun Þórðar, sem hafi verið tekin að hans frumkvæði og á hans forsendum. Fjöldi fólks hefur tjáð sig um ákvörðunina. Flestir hrósa Þórði, margir harma ákvörðun hans og aðrir segja vinstrimenn vera sína eigin verstu óvini. Ákvarðanir byggi á öðru en einstaka málum Prófessor í stjórnmálafræði segir málið nú hafa verið aftengt. Með því hafi óþægilegri umræðu velt af Samfylkingunni. „Hefði hann ekki stigið til hliðar þá hefði málið vafalaust undið upp á sig og haft miklu meiri áhrif,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor. Eiríkur setur þann fyrirvara að ákvarðanir fólks um hvað það kjósi ráðist sjaldnast af einstaka málum eða afstöðu til einstaka frambjóðenda. „Við erum mjög gjörn á að ofmeta áhrif einstakra mála og einstakra mála á kosningahegðun, þegar allar rannsóknir benda til þess að fólk ákvarðar atkvæði sitt út frá allt öðrum þáttum heldur en þeim.“ Fólk sé almennt með það á hreinu hvaða stjórnmálaflokka það samsami sig við. Það byggist einna helst á lífsskoðunum kjósenda, og Eiríkur bendir á að meira að segja áhrif formanna á gengi flokka í kosningum séu ofmetin. Mismunandi þol milli flokka Eiríkur segir að málið hafi komið upp á erfiðum tíma, skömmu fyrir kosningar. „En þetta gerist nægilega snemma til þess að hann geti þá stigið til hliðar og málið nái að jafna sig áður en gengið er til kjörs.“ Þol fyrir orðræðu eins og þeirri sem Þórður viðhafði sé mismunandi milli flokka og kjósendahópa. „Samfylkingin er kannski sá flokkur sem hefur talað hvað háværast gegn framferði af þessum toga, sem þarna birtist. Það skiptir augljóslega mjög miklu máli.“ Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Tengdar fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Þórður Snær Júlíusson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að taka ekki þingsæti hljóti hann kjör í komandi alþingiskosningum. Frá þessu greinir hann í yfirlýsingu á Facebook rétt fyrir hádegi. 16. nóvember 2024 11:56 „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Kristrún Frostadóttir segir ákvörðun Þórðar Snæs Júlíussonar um að taka ekki sæti á lista hafa verið tekna að hans frumkvæði og á hans forsendum. Hún segist bera mikla virðingu fyrir ákvörðuninni og Þórði sjálfum. 16. nóvember 2024 13:53 Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Yfirlýsing Þórðar Snæs, um að hann hyggist ekki taka þingsæti í komandi alþingiskosningum nái hann kjöri, hefur vakið mikil viðbrögð. Flestir hrósa Þórði, margir harma ákvörðun hans og aðrir segja vinstrimenn vera sína eigin verstu óvini. 16. nóvember 2024 15:54 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Sjá meira
Þórður Snær greindi frá ákvörðun sinni í Facebook-færslu um hádegisbil. Þar segist hann skammast sín djúpt fyrir skrif sín á bloggsíðunni Þessar elskur um miðjan þarsíðasta áratug. Þar viðhafði hann mjög gróf skrif um konur, en fjölmiðlaumfjöllun um skrifin hefur vakið hörð viðbrögð. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segist bera virðingu fyrir ákvörðun Þórðar, sem hafi verið tekin að hans frumkvæði og á hans forsendum. Fjöldi fólks hefur tjáð sig um ákvörðunina. Flestir hrósa Þórði, margir harma ákvörðun hans og aðrir segja vinstrimenn vera sína eigin verstu óvini. Ákvarðanir byggi á öðru en einstaka málum Prófessor í stjórnmálafræði segir málið nú hafa verið aftengt. Með því hafi óþægilegri umræðu velt af Samfylkingunni. „Hefði hann ekki stigið til hliðar þá hefði málið vafalaust undið upp á sig og haft miklu meiri áhrif,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor. Eiríkur setur þann fyrirvara að ákvarðanir fólks um hvað það kjósi ráðist sjaldnast af einstaka málum eða afstöðu til einstaka frambjóðenda. „Við erum mjög gjörn á að ofmeta áhrif einstakra mála og einstakra mála á kosningahegðun, þegar allar rannsóknir benda til þess að fólk ákvarðar atkvæði sitt út frá allt öðrum þáttum heldur en þeim.“ Fólk sé almennt með það á hreinu hvaða stjórnmálaflokka það samsami sig við. Það byggist einna helst á lífsskoðunum kjósenda, og Eiríkur bendir á að meira að segja áhrif formanna á gengi flokka í kosningum séu ofmetin. Mismunandi þol milli flokka Eiríkur segir að málið hafi komið upp á erfiðum tíma, skömmu fyrir kosningar. „En þetta gerist nægilega snemma til þess að hann geti þá stigið til hliðar og málið nái að jafna sig áður en gengið er til kjörs.“ Þol fyrir orðræðu eins og þeirri sem Þórður viðhafði sé mismunandi milli flokka og kjósendahópa. „Samfylkingin er kannski sá flokkur sem hefur talað hvað háværast gegn framferði af þessum toga, sem þarna birtist. Það skiptir augljóslega mjög miklu máli.“
Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Tengdar fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Þórður Snær Júlíusson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að taka ekki þingsæti hljóti hann kjör í komandi alþingiskosningum. Frá þessu greinir hann í yfirlýsingu á Facebook rétt fyrir hádegi. 16. nóvember 2024 11:56 „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Kristrún Frostadóttir segir ákvörðun Þórðar Snæs Júlíussonar um að taka ekki sæti á lista hafa verið tekna að hans frumkvæði og á hans forsendum. Hún segist bera mikla virðingu fyrir ákvörðuninni og Þórði sjálfum. 16. nóvember 2024 13:53 Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Yfirlýsing Þórðar Snæs, um að hann hyggist ekki taka þingsæti í komandi alþingiskosningum nái hann kjöri, hefur vakið mikil viðbrögð. Flestir hrósa Þórði, margir harma ákvörðun hans og aðrir segja vinstrimenn vera sína eigin verstu óvini. 16. nóvember 2024 15:54 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Sjá meira
Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Þórður Snær Júlíusson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að taka ekki þingsæti hljóti hann kjör í komandi alþingiskosningum. Frá þessu greinir hann í yfirlýsingu á Facebook rétt fyrir hádegi. 16. nóvember 2024 11:56
„Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Kristrún Frostadóttir segir ákvörðun Þórðar Snæs Júlíussonar um að taka ekki sæti á lista hafa verið tekna að hans frumkvæði og á hans forsendum. Hún segist bera mikla virðingu fyrir ákvörðuninni og Þórði sjálfum. 16. nóvember 2024 13:53
Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Yfirlýsing Þórðar Snæs, um að hann hyggist ekki taka þingsæti í komandi alþingiskosningum nái hann kjöri, hefur vakið mikil viðbrögð. Flestir hrósa Þórði, margir harma ákvörðun hans og aðrir segja vinstrimenn vera sína eigin verstu óvini. 16. nóvember 2024 15:54