„Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 16. nóvember 2024 22:54 Jón Pétur Zimsen er á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Vísir/Arnar Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla og frambjóðandi á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, segir einkennilegt að kennarar velji að vera með „örhóp“ í verkfalli nema að markmiðið sé að draga deiluna á langinn. Hann birti færslu á síðu sinni á Facebook þar sem gerði yfirstandandi verkfallsaðgerðir Kennarasambandsins að umfjöllunarefni sínu. Þar segir hann að ólíkt því þegar flestar aðrar stéttir fara í verkfall bitni verkfall kennara mest á þriðja aðilanum, nánar tiltekið nemendum og foreldrum þeirra og svo þeim sem eru í verkfalli á meðan viðsemjandinn fær pening í kassann fyrir laun sem eru ekki greidd á meðan verkfalli stendur. Jafnframt segir hann að sagan sýni að sveitarfélög og stjórnmálamenn láti lítið á sig fá nema allur almenningur öskri að nú sé nóg komið. „Þess vegna er það einkennilegt að kennarar velji að vera með örhóp í verkfalli nema að markmiðið sé að draga deiluna á langinn. Það þýðir að þessi þriðji aðili, börn og foreldrar, þurfa að bera mestar byrðar og færa mestar fórnir í formi tapaðs náms, verri líðan, vinnutaps og örvinglan,“ skrifar Jón Pétur. Lífi barnanna umturnað Hann segir hér vera siðleysi í gangi sem bitni mikið á þessum örhópi. Lífi barnanna og fjölskyldnanna hafi verið umturnað. „Nú er örhópur í samfélaginu sem er á milli steins og sleggju. Hann reynir og reynir að segja frá að það sé verkfall í gangi sem kosti hann stórkostlega mikið því að börn þeirra fá ekki að mæta í skólann. Að fá ekki að mæta í skólann er hörmung enda gegna skólar algeru lykilhlutverki í samfélaginu á margan hátt. Þetta verkfall fær ekki mikla umfjöllun enda snerti það mest þennan örhóp og þá kennarar sem eru í verkfalli og virðist því ekki vera fréttaefni,“ segir Jón Pétur. „Eitt barn/ungmenni sem tapar tækifærum eða skaðast vegna þessa verkfalls er einu barni/ungmenni of mikið, ábyrgðin er mikil.“ Kennaraverkfall 2024 Stéttarfélög Börn og uppeldi Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Hann birti færslu á síðu sinni á Facebook þar sem gerði yfirstandandi verkfallsaðgerðir Kennarasambandsins að umfjöllunarefni sínu. Þar segir hann að ólíkt því þegar flestar aðrar stéttir fara í verkfall bitni verkfall kennara mest á þriðja aðilanum, nánar tiltekið nemendum og foreldrum þeirra og svo þeim sem eru í verkfalli á meðan viðsemjandinn fær pening í kassann fyrir laun sem eru ekki greidd á meðan verkfalli stendur. Jafnframt segir hann að sagan sýni að sveitarfélög og stjórnmálamenn láti lítið á sig fá nema allur almenningur öskri að nú sé nóg komið. „Þess vegna er það einkennilegt að kennarar velji að vera með örhóp í verkfalli nema að markmiðið sé að draga deiluna á langinn. Það þýðir að þessi þriðji aðili, börn og foreldrar, þurfa að bera mestar byrðar og færa mestar fórnir í formi tapaðs náms, verri líðan, vinnutaps og örvinglan,“ skrifar Jón Pétur. Lífi barnanna umturnað Hann segir hér vera siðleysi í gangi sem bitni mikið á þessum örhópi. Lífi barnanna og fjölskyldnanna hafi verið umturnað. „Nú er örhópur í samfélaginu sem er á milli steins og sleggju. Hann reynir og reynir að segja frá að það sé verkfall í gangi sem kosti hann stórkostlega mikið því að börn þeirra fá ekki að mæta í skólann. Að fá ekki að mæta í skólann er hörmung enda gegna skólar algeru lykilhlutverki í samfélaginu á margan hátt. Þetta verkfall fær ekki mikla umfjöllun enda snerti það mest þennan örhóp og þá kennarar sem eru í verkfalli og virðist því ekki vera fréttaefni,“ segir Jón Pétur. „Eitt barn/ungmenni sem tapar tækifærum eða skaðast vegna þessa verkfalls er einu barni/ungmenni of mikið, ábyrgðin er mikil.“
Kennaraverkfall 2024 Stéttarfélög Börn og uppeldi Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira