Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar 17. nóvember 2024 13:30 Húsið þar sem nú er Listasafn Íslands við Fríkirkjuveg var á sínum tíma byggt sem íshús, en hýsti síðan heitasta skemmtistað landsins, Glaumbæ, á sjötta og sjöunda áratugnum. Þúsundir ungmenna sóttu Glaumbæ um hverja helgi. Iðulega máttu þó jafmmargir og inn komust híma í portinu utan dyra þar sem leyfilegur hámarksfjöldi innan Glaumbæjar reyndist afstætt hugtak og teygjanlegt. Úr Glaumbæjarportinu heyrðist jafnan langt fram eftir nóttu hávært ákall æskulýðsins: Geiri! Geiri! Hver var þessi Geiri? Geiri, réttu nafni Siggeir Eiríksson, var dyravörðurinn, sjálfur Lykla - Pétur Glaumbæjar. Bróðir eigandans, Sigurbjörns Eiríkssonar og maðurinn sem hafði það á valdi sínu að geta hleypt hinum útvöldu inn í hlýjuna sælu, þar sem dansinn dunaði og framtíðin gat ráðist. Reddarinn mikli!Það skipti sköpum að vera í náðinni hjá Geira. Hugmyndir kviknuðu í Glaumbæ, jafnvel líf. Mun Geiri okkar í Glaumbæ við Kalkofnsveg láta undan þrýstingi? En nú er öldin önnur og annar Geiri allsráðandi í öðrum Glaumbæ. Þessum þarna við Kalkofnsveg, þar sem glaumur þrútinna fjármagnseigenda hefur aldrei verið meiri. Á meðan eru hrópandi skuldaþrælar fyrir utan og nú háværari en nokkru sinni: Geiri! Geiri! Seðlabankastjórinn Ásgeir Jónsson, sonur VG sem skipaði hann á sínum tíma, virðist gráta þurrum tárum þetta harmakvæl þeirra sem úti mega híma. Glaumbæjarglaumurinn innan dyra hefur verið svo stórkostlegur og gefandi – fyrir hina útvöldu: Glaumbæjargosana. Þegar neyðin er stærst... Nú mun þó vera búið að koma fyrir kraftmiklum hátölurum úr nærliggjandi húsum, byggingum á borð við Arnarhvál, gamla fangelsishúsið við Lækjartorg og í öðrum ráðuneytum þar sem framhaldslíf tilekinna ráðherra eru í húfi. Úr þessum háværu glymskröttum mun tekið að glymja sem aldrei fyrr: Geiri! Geiri! Mætti ekki gera ráð fyrir því að bænakallið berist nú loksins á ögurstundu, gegnum allan skarkalann og fjármálaglauminn? Og þá vonandi alla leið í eyrnatóftirnar á honum Geira okkar, svo náð og miskunn verði kannski að lokum sýnd og þá væntanlega útskýrð sem „Tímabær stýrivaxtalækkun af völdum árangursríkrar fjármálastefnu!“ Mættu þá kannski blessaðir ráðherrarnir endurheimta traust sitt og völd að nýju, a.m.k. til næstu fjögurra ára? Hann Geiri okkar hlýtur að fara að sjá aumur á blessuðu fólkinu og láta undan, rétt eins og forðum. Redda málunum! Og hlýtur þetta þá ekki bara allt að fara að koma? Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Miðflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Seðlabankinn Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Húsið þar sem nú er Listasafn Íslands við Fríkirkjuveg var á sínum tíma byggt sem íshús, en hýsti síðan heitasta skemmtistað landsins, Glaumbæ, á sjötta og sjöunda áratugnum. Þúsundir ungmenna sóttu Glaumbæ um hverja helgi. Iðulega máttu þó jafmmargir og inn komust híma í portinu utan dyra þar sem leyfilegur hámarksfjöldi innan Glaumbæjar reyndist afstætt hugtak og teygjanlegt. Úr Glaumbæjarportinu heyrðist jafnan langt fram eftir nóttu hávært ákall æskulýðsins: Geiri! Geiri! Hver var þessi Geiri? Geiri, réttu nafni Siggeir Eiríksson, var dyravörðurinn, sjálfur Lykla - Pétur Glaumbæjar. Bróðir eigandans, Sigurbjörns Eiríkssonar og maðurinn sem hafði það á valdi sínu að geta hleypt hinum útvöldu inn í hlýjuna sælu, þar sem dansinn dunaði og framtíðin gat ráðist. Reddarinn mikli!Það skipti sköpum að vera í náðinni hjá Geira. Hugmyndir kviknuðu í Glaumbæ, jafnvel líf. Mun Geiri okkar í Glaumbæ við Kalkofnsveg láta undan þrýstingi? En nú er öldin önnur og annar Geiri allsráðandi í öðrum Glaumbæ. Þessum þarna við Kalkofnsveg, þar sem glaumur þrútinna fjármagnseigenda hefur aldrei verið meiri. Á meðan eru hrópandi skuldaþrælar fyrir utan og nú háværari en nokkru sinni: Geiri! Geiri! Seðlabankastjórinn Ásgeir Jónsson, sonur VG sem skipaði hann á sínum tíma, virðist gráta þurrum tárum þetta harmakvæl þeirra sem úti mega híma. Glaumbæjarglaumurinn innan dyra hefur verið svo stórkostlegur og gefandi – fyrir hina útvöldu: Glaumbæjargosana. Þegar neyðin er stærst... Nú mun þó vera búið að koma fyrir kraftmiklum hátölurum úr nærliggjandi húsum, byggingum á borð við Arnarhvál, gamla fangelsishúsið við Lækjartorg og í öðrum ráðuneytum þar sem framhaldslíf tilekinna ráðherra eru í húfi. Úr þessum háværu glymskröttum mun tekið að glymja sem aldrei fyrr: Geiri! Geiri! Mætti ekki gera ráð fyrir því að bænakallið berist nú loksins á ögurstundu, gegnum allan skarkalann og fjármálaglauminn? Og þá vonandi alla leið í eyrnatóftirnar á honum Geira okkar, svo náð og miskunn verði kannski að lokum sýnd og þá væntanlega útskýrð sem „Tímabær stýrivaxtalækkun af völdum árangursríkrar fjármálastefnu!“ Mættu þá kannski blessaðir ráðherrarnir endurheimta traust sitt og völd að nýju, a.m.k. til næstu fjögurra ára? Hann Geiri okkar hlýtur að fara að sjá aumur á blessuðu fólkinu og láta undan, rétt eins og forðum. Redda málunum! Og hlýtur þetta þá ekki bara allt að fara að koma? Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavík norður.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun