Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem skrifar 17. nóvember 2024 20:01 Íslenskt samfélag hefur þróast og breyst ótrúlega hratt á síðustu áratugum. Þegar ég var að alast upp í Breiðholti á áttunda og níunda áratug síðustu aldar var það hrátt og líflegt, spennandi og óútreiknanlegt – allt í senn. Síðan þá hefur hverfið svo sannarlegar breyst, sérstaklega með auknum fjölbreytileyka samfélagsins. Á mínum uppvaxtarárum var hverfið sannarlega gott, en það var einsleitara. Breiðholt er svo miklu fallegra núna, svo miklu betra á svo margan hátt. Um 80 þúsund einstaklingar af erlendum uppruna eru nú búsettir á Íslandi eða um 20 prósent af íbúum landsins. Þess vegna skiptir það meira máli en nokkru sinni fyrr að við stöndum hvert með öðru. Skynjum að við séum saman í liði, saman í landi, þrátt fyrir að vera með ólíkan bakgrunn, ólíkt litarhaft, ólíka kynhneigð eða kynvitund og ólíkar skoðanir. Menning í stöðugri þróun Til þess að ná þessum markmiðum verðum við að hafa tækifæri og tíma til að taka þátt í samfélaginu, upplifa að við séum velkomin og að við séum jafn gild til þátttöku. Hluti af því er inngilding og hluti af því er aðlögun, bæði aðlögun þeirra sem hingað flytja að íslensku samfélagi, en einnig aðlögun samfélagsins sem fyrir er að nýju fólki og nýjum tímum. Menning er samsafn þeirra trúarlegu, efnislegu, vitrænu og tilfinningalegu þátta sem einkenna hvert samfélag eða samfélagshóp. Listir og bókmenntir teljast auðvitað til menningar en einnig lífsstíll, sambúðarform, mannleg gildi, hefðir og skoðanir. Menning er þannig ekki einhver tímalaus og stakstæð eining sem þarf að einangra eða verja frá breytingum. Menning er í stöðugri þróun. Menning er eitthvað sem við sköpum öll í sameiningu á hverjum degi. Ísland fyrir okkur öll Það er hluti af íslenskri menningu að mæta á þorrablót og horfa á áramótaskaup en það er líka hluti af íslenskri menningu að borða pítsu og horfa á enska boltann – en einhvern tíma hefði það þótt „óþjóðlegt“. Það er hluti af íslenskri menningu að fara á TikTok og kvarta undan veðrinu eða setja myndir af eldgosi á Instagram. Við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér en við vitum að hefðir munu breytast og þróast með nýjum kynslóðum og nýju fólki – og það er til góðs. Píratar vilja standa vörð um mannréttindi okkar allra og ekki bara á pappír. Við viljum tryggja að Ísland sé góður staður fyrir okkur öll að búa á, þar sem okkur líður öllum eins og við séum fullgildir þátttakendur sem mega vera með, hafa skoðanir og taka þátt í að þróa okkar sameiginlegu menningu áfram. Það skiptir meira máli en nokkru sinni – nú þegar fjölmenningin og mannréttindi eiga undir högg að sækja. Kjósum öðruvísi, kjósum Pírata. Höfundur skipar 4. sæti á lista Reykjavíkurkjördæmis norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alexandra Briem Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag hefur þróast og breyst ótrúlega hratt á síðustu áratugum. Þegar ég var að alast upp í Breiðholti á áttunda og níunda áratug síðustu aldar var það hrátt og líflegt, spennandi og óútreiknanlegt – allt í senn. Síðan þá hefur hverfið svo sannarlegar breyst, sérstaklega með auknum fjölbreytileyka samfélagsins. Á mínum uppvaxtarárum var hverfið sannarlega gott, en það var einsleitara. Breiðholt er svo miklu fallegra núna, svo miklu betra á svo margan hátt. Um 80 þúsund einstaklingar af erlendum uppruna eru nú búsettir á Íslandi eða um 20 prósent af íbúum landsins. Þess vegna skiptir það meira máli en nokkru sinni fyrr að við stöndum hvert með öðru. Skynjum að við séum saman í liði, saman í landi, þrátt fyrir að vera með ólíkan bakgrunn, ólíkt litarhaft, ólíka kynhneigð eða kynvitund og ólíkar skoðanir. Menning í stöðugri þróun Til þess að ná þessum markmiðum verðum við að hafa tækifæri og tíma til að taka þátt í samfélaginu, upplifa að við séum velkomin og að við séum jafn gild til þátttöku. Hluti af því er inngilding og hluti af því er aðlögun, bæði aðlögun þeirra sem hingað flytja að íslensku samfélagi, en einnig aðlögun samfélagsins sem fyrir er að nýju fólki og nýjum tímum. Menning er samsafn þeirra trúarlegu, efnislegu, vitrænu og tilfinningalegu þátta sem einkenna hvert samfélag eða samfélagshóp. Listir og bókmenntir teljast auðvitað til menningar en einnig lífsstíll, sambúðarform, mannleg gildi, hefðir og skoðanir. Menning er þannig ekki einhver tímalaus og stakstæð eining sem þarf að einangra eða verja frá breytingum. Menning er í stöðugri þróun. Menning er eitthvað sem við sköpum öll í sameiningu á hverjum degi. Ísland fyrir okkur öll Það er hluti af íslenskri menningu að mæta á þorrablót og horfa á áramótaskaup en það er líka hluti af íslenskri menningu að borða pítsu og horfa á enska boltann – en einhvern tíma hefði það þótt „óþjóðlegt“. Það er hluti af íslenskri menningu að fara á TikTok og kvarta undan veðrinu eða setja myndir af eldgosi á Instagram. Við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér en við vitum að hefðir munu breytast og þróast með nýjum kynslóðum og nýju fólki – og það er til góðs. Píratar vilja standa vörð um mannréttindi okkar allra og ekki bara á pappír. Við viljum tryggja að Ísland sé góður staður fyrir okkur öll að búa á, þar sem okkur líður öllum eins og við séum fullgildir þátttakendur sem mega vera með, hafa skoðanir og taka þátt í að þróa okkar sameiginlegu menningu áfram. Það skiptir meira máli en nokkru sinni – nú þegar fjölmenningin og mannréttindi eiga undir högg að sækja. Kjósum öðruvísi, kjósum Pírata. Höfundur skipar 4. sæti á lista Reykjavíkurkjördæmis norður.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun