Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar 18. nóvember 2024 09:16 Fjölskylduhúsið var byggt 1918, það var byggt af frekar takmörkuðum efnum. Grunnur var hlaðinn og ekki grafið sérstaklega langt niður og er búinn að vera ansi lélegur frá því að húsið var byggt. Tvær hæðir voru byggðar út timbri og seinna var timbrið klætt með þakjárnsplötum og einangrun var mjög takmörkuð, með blöndu af torfi og dagblöðum og líka smá ull. En í þessu húsi fæddust langamma, langafi, amma og afi. Þau ólust upp í þessu húsi og mamma og pabbi ólust líka upp í þessu húsi. Nú búa þrír ættliðir af fimm í húsinu. Fjölskyldan hefur aldrei verið sérstaklega fjársterk, þótt einn og einn úr fjölskyldunni hafi auðgast, þá hefur aldrei náðst samstaða að gera húsið upp alveg frá grunni eins og þarf. Sumir vilja rífa húsið og endurbyggja frá grunni, en það hefur aldrei náðst samstaða um það, sumir telja sig ekki hafa efni á því og aðrir vilja halda húsinu eins og það er, jú langamma og langafi byggðu það, amma og afi fæddust þar, frændur og frænkur og húsið hefur verið sameiningartákn fjölskyldunnar, þannig að ekkert er gert. Á meðan er grunnurinn að morkna, burðarveggir eru að fúna og það er enn og aftur kominn tími til að endurnýja ytri klæðningar. Já, enn einusinni á að tjasla upp á húsið, og láta sem grunnur og burðabitar séu í lagi, en það er hluti fjölskyldunnar sem veit að húsið verður aldrei sterkt fyrr en grunnur og burðarveggir eru endurnýjaðir. Íslenska krónan hefur aldrei haft sterkan grunn og þótt okkur öllum þyki vænt um okkar land, verðum við að styrkja grunninn. Við getum ekki endurbyggt á veikum grunni. Burðarveggir verða að vera sterkir. Íslendingar eru alveg ótrúleg þjóð, sterk og vinnusöm, en of oft ætlum við að fara áfram á vöðvaaflinu. Við eru ekki með „verðbólgu-gen“ eins og Sigurður Ingi nefndi, en við erum með annað og betra gen og það er „ÞETTA REDDAST genið“ og þess vegna höldum við áfram. Við bætum við okkur vinnu, skuldbreytum, tökum yfirdráttarlán og hækkum yfirdráttinn. Stjórnmálamenn á Íslandi hafa notið þessa dugnaðar og útsjónarseminnar, en nú er tími til kominn að viðurkenna að grunnurinn er allt of veikur til að byggja á. Við þurfum að skipta um grunn (krónu) þannig að við byggjum til framtíðar og unga fólkið okkar þurfi ekki sífellt að vera að borga fyrir viðhald á ónýtum grunni og ónýtum burðarveggjum. Þó að við fáum nýjan grunn, erum við enn á sömu lóð. Ísland verður áfram Ísland, þó við byggjum nýjan grunn og nýja burðarveggi! Höfundur er vínáhugamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Fjölskylduhúsið var byggt 1918, það var byggt af frekar takmörkuðum efnum. Grunnur var hlaðinn og ekki grafið sérstaklega langt niður og er búinn að vera ansi lélegur frá því að húsið var byggt. Tvær hæðir voru byggðar út timbri og seinna var timbrið klætt með þakjárnsplötum og einangrun var mjög takmörkuð, með blöndu af torfi og dagblöðum og líka smá ull. En í þessu húsi fæddust langamma, langafi, amma og afi. Þau ólust upp í þessu húsi og mamma og pabbi ólust líka upp í þessu húsi. Nú búa þrír ættliðir af fimm í húsinu. Fjölskyldan hefur aldrei verið sérstaklega fjársterk, þótt einn og einn úr fjölskyldunni hafi auðgast, þá hefur aldrei náðst samstaða að gera húsið upp alveg frá grunni eins og þarf. Sumir vilja rífa húsið og endurbyggja frá grunni, en það hefur aldrei náðst samstaða um það, sumir telja sig ekki hafa efni á því og aðrir vilja halda húsinu eins og það er, jú langamma og langafi byggðu það, amma og afi fæddust þar, frændur og frænkur og húsið hefur verið sameiningartákn fjölskyldunnar, þannig að ekkert er gert. Á meðan er grunnurinn að morkna, burðarveggir eru að fúna og það er enn og aftur kominn tími til að endurnýja ytri klæðningar. Já, enn einusinni á að tjasla upp á húsið, og láta sem grunnur og burðabitar séu í lagi, en það er hluti fjölskyldunnar sem veit að húsið verður aldrei sterkt fyrr en grunnur og burðarveggir eru endurnýjaðir. Íslenska krónan hefur aldrei haft sterkan grunn og þótt okkur öllum þyki vænt um okkar land, verðum við að styrkja grunninn. Við getum ekki endurbyggt á veikum grunni. Burðarveggir verða að vera sterkir. Íslendingar eru alveg ótrúleg þjóð, sterk og vinnusöm, en of oft ætlum við að fara áfram á vöðvaaflinu. Við eru ekki með „verðbólgu-gen“ eins og Sigurður Ingi nefndi, en við erum með annað og betra gen og það er „ÞETTA REDDAST genið“ og þess vegna höldum við áfram. Við bætum við okkur vinnu, skuldbreytum, tökum yfirdráttarlán og hækkum yfirdráttinn. Stjórnmálamenn á Íslandi hafa notið þessa dugnaðar og útsjónarseminnar, en nú er tími til kominn að viðurkenna að grunnurinn er allt of veikur til að byggja á. Við þurfum að skipta um grunn (krónu) þannig að við byggjum til framtíðar og unga fólkið okkar þurfi ekki sífellt að vera að borga fyrir viðhald á ónýtum grunni og ónýtum burðarveggjum. Þó að við fáum nýjan grunn, erum við enn á sömu lóð. Ísland verður áfram Ísland, þó við byggjum nýjan grunn og nýja burðarveggi! Höfundur er vínáhugamaður.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar