Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar 18. nóvember 2024 17:01 Sem fyrr er hörð samkeppni milli vinstri flokkanna um hver þeirra geti lofað mestu skattahækkununum fyrir kosningar, leynt sem ljóst. Flokkur fólksins gerir alvöru atlögu að titlinum með því að boða 90 milljarða árlega aukna skattheimtu af lífeyri landsmanna. Vill flokkurinn gera það með því að taka háan skatt af lífeyrisiðgjöldum launafólks. Launamenn munu þannig greiða skatt af tekjum sínum áratugum áður en þær koma til útborgunar. Sumir munu greiða skatt af tekjum sem þeir fá aldrei í vasann. Engin trygging er svo fyrir því að tekjurnar verði ekki skattlagðar aftur við útgreiðslu ef svona aðfarir hljóta stuðning. Nái þessar gripdeildir Flokks fólksins fram að ganga mun söfnun lífeyrisréttinda ganga hægar fyrir sig. Bæði vegna lægri innborgunar og þar með ávöxtunar þar til lífeyrisaldri er náð og þörf er á þessum tekjum. Þetta veikir afkomu eldri borgara, beint og óbeint, til langrar framtíðar. Sömuleiðis veikir þessi skattahækkun tryggingaverndina sem lífeyrisréttindi veita m.a. vegna örorku. Með því að eta útsæðið með þessum hætti rýrna einnig skatttekjur ríkisins til framtíðar. Þessi skattahækkun mun því, eins og margar slíkar aðrar, skila lægri skatttekjum þegar allt kemur til alls. Allir tapa. Ekki verður betur séð en Flokkur fólksins slái ekki bara met í skattheimtu með þessari tillögu heldur einnig öll met í skerðingu lífeyris og örorkubóta og veiki um leið getu ríkisvaldsins til að hjálpa þeim sem minnst mega sín. Ef tryggja á fólki fæði, klæði og húsnæði er ekki gott að eta útsæði. Höfundur skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Á. Andersen Miðflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Sjá meira
Sem fyrr er hörð samkeppni milli vinstri flokkanna um hver þeirra geti lofað mestu skattahækkununum fyrir kosningar, leynt sem ljóst. Flokkur fólksins gerir alvöru atlögu að titlinum með því að boða 90 milljarða árlega aukna skattheimtu af lífeyri landsmanna. Vill flokkurinn gera það með því að taka háan skatt af lífeyrisiðgjöldum launafólks. Launamenn munu þannig greiða skatt af tekjum sínum áratugum áður en þær koma til útborgunar. Sumir munu greiða skatt af tekjum sem þeir fá aldrei í vasann. Engin trygging er svo fyrir því að tekjurnar verði ekki skattlagðar aftur við útgreiðslu ef svona aðfarir hljóta stuðning. Nái þessar gripdeildir Flokks fólksins fram að ganga mun söfnun lífeyrisréttinda ganga hægar fyrir sig. Bæði vegna lægri innborgunar og þar með ávöxtunar þar til lífeyrisaldri er náð og þörf er á þessum tekjum. Þetta veikir afkomu eldri borgara, beint og óbeint, til langrar framtíðar. Sömuleiðis veikir þessi skattahækkun tryggingaverndina sem lífeyrisréttindi veita m.a. vegna örorku. Með því að eta útsæðið með þessum hætti rýrna einnig skatttekjur ríkisins til framtíðar. Þessi skattahækkun mun því, eins og margar slíkar aðrar, skila lægri skatttekjum þegar allt kemur til alls. Allir tapa. Ekki verður betur séð en Flokkur fólksins slái ekki bara met í skattheimtu með þessari tillögu heldur einnig öll met í skerðingu lífeyris og örorkubóta og veiki um leið getu ríkisvaldsins til að hjálpa þeim sem minnst mega sín. Ef tryggja á fólki fæði, klæði og húsnæði er ekki gott að eta útsæði. Höfundur skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavík norður.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar