Fastur heimilislæknir sem þekkir þig Kristrún Frostadóttir skrifar 19. nóvember 2024 12:31 Samfylkingin ætlar að laga heilbrigðiskerfið. Við getum það. Ekki með plástrum og skyndilausnum – heldur með því laga grunninn. Það er eitthvað að þegar fólk þarf að bíða svona lengi á bráðamóttökunni og ástandið versnar ár frá ári. Þegar eldra fólk er látið búa frammi á spítalagangi eftir að hafa stritað alla ævi – því það fær ekki þjónustu við hæfi. Þegar 50% Íslendinga eru með fastan heimilislækni en yfir 95% í Noregi. Við ætlum að laga þetta Okkur er alvara. Þess vegna héldum við 40 opna fundi um heilbrigðismál í fyrra með fólkinu í landinu – og annað eins með fólkinu á gólfinu og öðrum sérfræðingum. Til að teikna upp plan og vera tilbúin til verka í nýrri ríkisstjórn. „Fastur heimilislæknir sem þekkir þig“ er efst á blaði af fimm þjóðarmarkmiðum Samfylkingarinnar í heilbrigðismálum. Ástæðan er einföld: Þetta kom upp á hverjum einasta fundi sem við héldum með fólkinu í landinu um heilbrigðismál, og fólkið sem vinnur á gólfinu er sammála. Það veldur fólki óöryggi að vera ekki með fasta tengingu við heilbrigðiskerfið. Og það er óhagkvæmt. Rannsóknir sýna að innlagnir á sjúkrahús eru 30% fleiri hjá þeim sem hafa ekki fastan heimilislækni. Staðreyndin er sú að grundvallaratriði í góðu heilbrigðiskerfi er fastur heimilislæknir sem þekkir þig, þína fjölskyldu og þína sögu. Nýtt upphaf með Samfylkingu Með öruggum skrefum getum við náð þjóðarmarkmiði um fastan heimilislækni fyrir alla landsmenn á 10 árum – en á fyrsta kjörtímabili setjum við langveikt fólk og eldri en 60 ára í forgang. Sömuleiðis viljum við þverfaglegt „heimilisteymi“ á heilsugæslu því maður þarf ekki alltaf tíma hjá lækni. Í útspilinu okkar Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum er að finna örugg skref að þessu marki. Þar má nefna ýmsar aðgerðir sem við viljum ráðast í til að styrkja heimilislækningar og skapa hvata til fastráðningar á heilsugæslum um land allt – svo sem með því að fjármagna sérnám í heimilis- og héraðslækningum og fella niður námslán hjá læknum sem ráða sig til lengri tíma á svæðum þar sem læknaskortur er viðvarandi. Við getum ekki haldið áfram á sömu braut í heilbrigðismálum. Eftir 11 ára stjórn Sjálfstæðisflokksins er núna tækifæri til að velja nýtt upphaf með Samfylkingu. Við erum ekki bara með plan heldur líka nýjan verkstjóra. Alþjóð veit að Alma Möller gæti gengið inn í heilbrigðisráðuneytið og verið tilbúin til þjónustu frá fyrsta degi – fáum við traust í kosningunum 30. nóvember. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Heilbrigðismál Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Samfylkingin ætlar að laga heilbrigðiskerfið. Við getum það. Ekki með plástrum og skyndilausnum – heldur með því laga grunninn. Það er eitthvað að þegar fólk þarf að bíða svona lengi á bráðamóttökunni og ástandið versnar ár frá ári. Þegar eldra fólk er látið búa frammi á spítalagangi eftir að hafa stritað alla ævi – því það fær ekki þjónustu við hæfi. Þegar 50% Íslendinga eru með fastan heimilislækni en yfir 95% í Noregi. Við ætlum að laga þetta Okkur er alvara. Þess vegna héldum við 40 opna fundi um heilbrigðismál í fyrra með fólkinu í landinu – og annað eins með fólkinu á gólfinu og öðrum sérfræðingum. Til að teikna upp plan og vera tilbúin til verka í nýrri ríkisstjórn. „Fastur heimilislæknir sem þekkir þig“ er efst á blaði af fimm þjóðarmarkmiðum Samfylkingarinnar í heilbrigðismálum. Ástæðan er einföld: Þetta kom upp á hverjum einasta fundi sem við héldum með fólkinu í landinu um heilbrigðismál, og fólkið sem vinnur á gólfinu er sammála. Það veldur fólki óöryggi að vera ekki með fasta tengingu við heilbrigðiskerfið. Og það er óhagkvæmt. Rannsóknir sýna að innlagnir á sjúkrahús eru 30% fleiri hjá þeim sem hafa ekki fastan heimilislækni. Staðreyndin er sú að grundvallaratriði í góðu heilbrigðiskerfi er fastur heimilislæknir sem þekkir þig, þína fjölskyldu og þína sögu. Nýtt upphaf með Samfylkingu Með öruggum skrefum getum við náð þjóðarmarkmiði um fastan heimilislækni fyrir alla landsmenn á 10 árum – en á fyrsta kjörtímabili setjum við langveikt fólk og eldri en 60 ára í forgang. Sömuleiðis viljum við þverfaglegt „heimilisteymi“ á heilsugæslu því maður þarf ekki alltaf tíma hjá lækni. Í útspilinu okkar Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum er að finna örugg skref að þessu marki. Þar má nefna ýmsar aðgerðir sem við viljum ráðast í til að styrkja heimilislækningar og skapa hvata til fastráðningar á heilsugæslum um land allt – svo sem með því að fjármagna sérnám í heimilis- og héraðslækningum og fella niður námslán hjá læknum sem ráða sig til lengri tíma á svæðum þar sem læknaskortur er viðvarandi. Við getum ekki haldið áfram á sömu braut í heilbrigðismálum. Eftir 11 ára stjórn Sjálfstæðisflokksins er núna tækifæri til að velja nýtt upphaf með Samfylkingu. Við erum ekki bara með plan heldur líka nýjan verkstjóra. Alþjóð veit að Alma Möller gæti gengið inn í heilbrigðisráðuneytið og verið tilbúin til þjónustu frá fyrsta degi – fáum við traust í kosningunum 30. nóvember. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun