Heilbrigðiskerfið - plan Samfylkingarinnar eða sinnuleysi Sjálfstæðisflokksins? Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar 20. nóvember 2024 06:33 Í heilbrigðiskerfinu er ein birtingarmynd stefnu- og sinnuleysis Sjálfstæðisflokksins og fráfarandi ríkisstjórnar sú að á Íslandi er einungis um 50% þjóðarinnar með fastan heimilislækni en til samanburðar er hlutfallið 95% í Noregi. Á vakt Sjálfstæðisflokksins og fylgitungla hans í ríkisstjórn heldur innviðaskuldin í heilbrigðiskerfinu bara áfram að vaxa - og mun gera það áfram undir stjórn Sjálfstæðisflokksins. Þess vegna er svo brýnt að knýja fram breytingar í kosningunum 30. nóvember. Sterk Samfylking er öruggasta tryggingin fyrir breyttum og betri stjórnarháttum á næsta kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn býður upp á gamalt vín á nýjum belgjum Þrátt fyrir þessa alvarlegu stöðu í heilbrigðiskerfinu heldur Sjálfstæðisflokkurinn bara áfram með sömu innantómu og óábyrgu loforðin, sem engu skila nema fyrir eignafólkið og fólkið með hæstu tekjurnar. Þeir lofa skattalækkunum en á sama tíma mikilli innviðauppbyggingu. Þarna fer ekki saman hljóð og mynd og Sjálfstæðisflokkurinn leikur þennan óábyrga leik fyrir hverjar kosningar, sumsé býður upp á gamalt vín á nýjum belgjum. Og eina raunverulega mótvægið við þetta ábyrgðar- og sinnuleysi Sjálfstæðisflokksins er skýrt og ábyrgt plan Samfylkingarinnar. Plan sem unnið hefur verið í samstarfi við fólkið í landinu undir forystu Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar. Í því eru ekki boðaðar neinar töfra- eða skyndilausnir á flóknum úrlausnarefnum eins og mörgum stjórnmálaflokkum hættir til að gera í kosningabaráttu. Við erum meðvituð um að þetta mun taka tíma enda nær planið til tveggja kjörtímabila og við viljum fá þjóðina með okkur í verkefnið. Jafnt aðgengi óháð efnahag og búsetu eða aukinn einkarekstur og einkavæðing Samfylkingin vill styrkja grunnstoðir heilbrigðiskerfisins fyrir alla landsmenn. Við fundum svo vel fyrir því á fundum okkar um heilbrigðismál út um allt land að fólk á samleið með okkur jafnaðarfólki varðandi það grundvallaratriði að heilbrigðiskerfið okkar á að grípa allt fólk þegar heilsan brestur óháð efnahag, bakgrunni eða búsetu. Þetta er lífsskoðun okkar jafnaðarfólks og inngróið í okkar DNA á meðan flokkar á hægri vængnum tala fyrir auknum einkarekstri og einkavæðingu og er tilbúið að gefa afslátt á þessu grundvallaratriði. Þar skilur á milli og kjósendur geta treyst Samfylkingunni til að standa vörð um heilbrigðiskerfi þar sem jafn aðgangur óháð efnahag, bakgrunni og búsetu er grunngildið. Þjóðarmarkmið og örugg skref Í öruggum skrefum Samfylkingarinnar í heilbrigðis- og öldrunarmálum setjum við fram fimm þjóðarmarkmið; fólk fái fastan heimilislækni og heimilisteymi, þjóðarátak í umönnun eldra fólks, öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu um land allt, meiri tími með sjúklingnum og að við tökum ábyrgð á heilbrigðiskerfinu í heild. Til þess að ná þessu metnaðarfullu þjóðarmarkmiðum setjum við fram örugg skref að hverju þjóðarmarkmiði sem hægt er að lesa um í útspili Samfylkingarinnar í heilbrigðis- og öldrunarmálum, https://xs.is/orugg-skref. Skýrir valkostir í kosningunum Eftir sjö ár þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengst af ráðið ferð ríkisfjármála er þörf á uppfærslu í heilbrigðiskerfinu. Og þar er Samfylkingin tilbúin til verka með skýrt plan að leiðarljósi. Valkostirnir í þessum kosningum eru skýrir; áframhaldandi sinnuleysi Sjálfstæðisflokksins gagnvart heilbrigðiskerfinu eða plan Samfylkingarinnar. Það er þörf á breytingum og nýju upphafi. Öruggasta leiðin fyrir kjósendur til að tryggja breytingar að loknum kosningum í þágu almannahagsmuna á kostnað sérhagsmuna er stuðningur við Samfylkinguna. Og veiti kjósendur okkur umboð í kosningunum 30. nóvember nk. þá mun Samfylkingin undir styrkri forystu Kristrúnar Frostadóttur á fyrsta degi nýrrar ríkisstjórnar hefjast handa við að reisa heilbrigðiskerfið við eftir áralangt sinnuleysi Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, kennari og skipar 4. sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í heilbrigðiskerfinu er ein birtingarmynd stefnu- og sinnuleysis Sjálfstæðisflokksins og fráfarandi ríkisstjórnar sú að á Íslandi er einungis um 50% þjóðarinnar með fastan heimilislækni en til samanburðar er hlutfallið 95% í Noregi. Á vakt Sjálfstæðisflokksins og fylgitungla hans í ríkisstjórn heldur innviðaskuldin í heilbrigðiskerfinu bara áfram að vaxa - og mun gera það áfram undir stjórn Sjálfstæðisflokksins. Þess vegna er svo brýnt að knýja fram breytingar í kosningunum 30. nóvember. Sterk Samfylking er öruggasta tryggingin fyrir breyttum og betri stjórnarháttum á næsta kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn býður upp á gamalt vín á nýjum belgjum Þrátt fyrir þessa alvarlegu stöðu í heilbrigðiskerfinu heldur Sjálfstæðisflokkurinn bara áfram með sömu innantómu og óábyrgu loforðin, sem engu skila nema fyrir eignafólkið og fólkið með hæstu tekjurnar. Þeir lofa skattalækkunum en á sama tíma mikilli innviðauppbyggingu. Þarna fer ekki saman hljóð og mynd og Sjálfstæðisflokkurinn leikur þennan óábyrga leik fyrir hverjar kosningar, sumsé býður upp á gamalt vín á nýjum belgjum. Og eina raunverulega mótvægið við þetta ábyrgðar- og sinnuleysi Sjálfstæðisflokksins er skýrt og ábyrgt plan Samfylkingarinnar. Plan sem unnið hefur verið í samstarfi við fólkið í landinu undir forystu Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar. Í því eru ekki boðaðar neinar töfra- eða skyndilausnir á flóknum úrlausnarefnum eins og mörgum stjórnmálaflokkum hættir til að gera í kosningabaráttu. Við erum meðvituð um að þetta mun taka tíma enda nær planið til tveggja kjörtímabila og við viljum fá þjóðina með okkur í verkefnið. Jafnt aðgengi óháð efnahag og búsetu eða aukinn einkarekstur og einkavæðing Samfylkingin vill styrkja grunnstoðir heilbrigðiskerfisins fyrir alla landsmenn. Við fundum svo vel fyrir því á fundum okkar um heilbrigðismál út um allt land að fólk á samleið með okkur jafnaðarfólki varðandi það grundvallaratriði að heilbrigðiskerfið okkar á að grípa allt fólk þegar heilsan brestur óháð efnahag, bakgrunni eða búsetu. Þetta er lífsskoðun okkar jafnaðarfólks og inngróið í okkar DNA á meðan flokkar á hægri vængnum tala fyrir auknum einkarekstri og einkavæðingu og er tilbúið að gefa afslátt á þessu grundvallaratriði. Þar skilur á milli og kjósendur geta treyst Samfylkingunni til að standa vörð um heilbrigðiskerfi þar sem jafn aðgangur óháð efnahag, bakgrunni og búsetu er grunngildið. Þjóðarmarkmið og örugg skref Í öruggum skrefum Samfylkingarinnar í heilbrigðis- og öldrunarmálum setjum við fram fimm þjóðarmarkmið; fólk fái fastan heimilislækni og heimilisteymi, þjóðarátak í umönnun eldra fólks, öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu um land allt, meiri tími með sjúklingnum og að við tökum ábyrgð á heilbrigðiskerfinu í heild. Til þess að ná þessu metnaðarfullu þjóðarmarkmiðum setjum við fram örugg skref að hverju þjóðarmarkmiði sem hægt er að lesa um í útspili Samfylkingarinnar í heilbrigðis- og öldrunarmálum, https://xs.is/orugg-skref. Skýrir valkostir í kosningunum Eftir sjö ár þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengst af ráðið ferð ríkisfjármála er þörf á uppfærslu í heilbrigðiskerfinu. Og þar er Samfylkingin tilbúin til verka með skýrt plan að leiðarljósi. Valkostirnir í þessum kosningum eru skýrir; áframhaldandi sinnuleysi Sjálfstæðisflokksins gagnvart heilbrigðiskerfinu eða plan Samfylkingarinnar. Það er þörf á breytingum og nýju upphafi. Öruggasta leiðin fyrir kjósendur til að tryggja breytingar að loknum kosningum í þágu almannahagsmuna á kostnað sérhagsmuna er stuðningur við Samfylkinguna. Og veiti kjósendur okkur umboð í kosningunum 30. nóvember nk. þá mun Samfylkingin undir styrkri forystu Kristrúnar Frostadóttur á fyrsta degi nýrrar ríkisstjórnar hefjast handa við að reisa heilbrigðiskerfið við eftir áralangt sinnuleysi Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, kennari og skipar 4. sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun