Óraunhæf tilboð Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. nóvember 2024 12:47 „Við erum með tilboð sem við höfum lagt fyrir þá, þó að Magnús hafi sagt annað í fjölmiðlum, þá hafa þeir fengið tilboð frá okkur sem þeir hafa hafnað, tvö.” Þetta sagði Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, í samtali við mbl.is í gær um stöðuna í kjaraviðræðum við kennara. Þessi orð Ingu Rúnar verður að skoða í ljósi þess sem hún hefur áður sagt um kjaradeiluna, mikilvægi þess að auka kennsluskyldu og lengja skólaárið. „Við sjáum tækifæri til þess að auka verðmæti starfsins. Það eru fleiri atriði sem geta haft í för með sér að starfið verði verðmætara þannig við getum borgað hærri laun fyrir starfið,“ var haft eftir henni fyrr í haust. Þessar hugmyndir fela þannig í sér að dregið verði úr möguleikum kennara á að undirbúa kennslustundir og að dregið verði úr möguleikum á endurmenntun. Þetta eru ótrúlegar hugmyndir frá konu sem starfar í umboði kjörins sveitarstjórnarfólks og nýtur trausts þeirra. Rétt eins og lögmenn þurfa að undirbúa málflutning og sálfræðingar þurfa að undirbúa sálfræðiviðtöl þá þurfa kennarar að undirbúa kennslustundir. Kennsla krefst skipulags, svo ekki sé minnst á aðra hluti sem tengjast skólastarfi eins og til dæmis samskipti við foreldra/forsjáraðila. Með því að draga úr undirbúningstíma kennara væri vegið að faglegu starfi í skólunum. Allt skólastarf yrði ómarkvissara og velferð nemenda stefnt í hættu. Ég þori að fullyrða að enginn kennari myndi greiða samningi atkvæði sitt sem fæli í sér slíkar tillögur. Tilboð um slíkan samning eru því algerlega óraunhæf. Eins og staðan er í dag er um fimmtungur starfsfólks við kennslu í grunnskólum ófagmenntað. Í leikskólunum er þetta hlutfall miklu hærra eða um 70 prósent. Þegar ég skoðaði ráðningavef Reykjavíkurborgar um helgina sýndist mér lauslega talið að um 30 stöður væru lausar við kennslu í leikskólum og grunnskólum í Reykjavík einni. Þá eru ótalin önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og víðar á landinu. Auglýst er eftir kennurum eða ófagmenntuðum leiðbeinendum, vegna þess að þeir sem bera ábyrgð á að ráða í stöðurnar vita að í mörgum tilfellum er óraunhæft að fá fagmenntað fólk. Þessu viljum við breyta. Börnum er mismunað þegar lök kjör kennara leiða til þess að sum þeirra njóta kennslu fagmenntaðra kennara en önnur ekki. Það er því miður alveg augljóst að þau verkföll sem nú standa yfir hitta illa fyrir þá nemendur sem fyrir þeim verða og fjölskyldur þeirra. En það er mikil skammsýni að beina pirringi sínum í átt að kennurum sem gengur það eitt til að bæta skólastarf. Það er beinlínis ósanngjarnt að saka þá um mismuna börnum með þeim löglegu verkfallsaðgerðum sem gripið hefur verið til. Við ættum frekar að sameinast um að leiða kjaradeiluna til lykta, bæta kjör kennara og stórefla skólastarf til framtíðar. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
„Við erum með tilboð sem við höfum lagt fyrir þá, þó að Magnús hafi sagt annað í fjölmiðlum, þá hafa þeir fengið tilboð frá okkur sem þeir hafa hafnað, tvö.” Þetta sagði Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, í samtali við mbl.is í gær um stöðuna í kjaraviðræðum við kennara. Þessi orð Ingu Rúnar verður að skoða í ljósi þess sem hún hefur áður sagt um kjaradeiluna, mikilvægi þess að auka kennsluskyldu og lengja skólaárið. „Við sjáum tækifæri til þess að auka verðmæti starfsins. Það eru fleiri atriði sem geta haft í för með sér að starfið verði verðmætara þannig við getum borgað hærri laun fyrir starfið,“ var haft eftir henni fyrr í haust. Þessar hugmyndir fela þannig í sér að dregið verði úr möguleikum kennara á að undirbúa kennslustundir og að dregið verði úr möguleikum á endurmenntun. Þetta eru ótrúlegar hugmyndir frá konu sem starfar í umboði kjörins sveitarstjórnarfólks og nýtur trausts þeirra. Rétt eins og lögmenn þurfa að undirbúa málflutning og sálfræðingar þurfa að undirbúa sálfræðiviðtöl þá þurfa kennarar að undirbúa kennslustundir. Kennsla krefst skipulags, svo ekki sé minnst á aðra hluti sem tengjast skólastarfi eins og til dæmis samskipti við foreldra/forsjáraðila. Með því að draga úr undirbúningstíma kennara væri vegið að faglegu starfi í skólunum. Allt skólastarf yrði ómarkvissara og velferð nemenda stefnt í hættu. Ég þori að fullyrða að enginn kennari myndi greiða samningi atkvæði sitt sem fæli í sér slíkar tillögur. Tilboð um slíkan samning eru því algerlega óraunhæf. Eins og staðan er í dag er um fimmtungur starfsfólks við kennslu í grunnskólum ófagmenntað. Í leikskólunum er þetta hlutfall miklu hærra eða um 70 prósent. Þegar ég skoðaði ráðningavef Reykjavíkurborgar um helgina sýndist mér lauslega talið að um 30 stöður væru lausar við kennslu í leikskólum og grunnskólum í Reykjavík einni. Þá eru ótalin önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og víðar á landinu. Auglýst er eftir kennurum eða ófagmenntuðum leiðbeinendum, vegna þess að þeir sem bera ábyrgð á að ráða í stöðurnar vita að í mörgum tilfellum er óraunhæft að fá fagmenntað fólk. Þessu viljum við breyta. Börnum er mismunað þegar lök kjör kennara leiða til þess að sum þeirra njóta kennslu fagmenntaðra kennara en önnur ekki. Það er því miður alveg augljóst að þau verkföll sem nú standa yfir hitta illa fyrir þá nemendur sem fyrir þeim verða og fjölskyldur þeirra. En það er mikil skammsýni að beina pirringi sínum í átt að kennurum sem gengur það eitt til að bæta skólastarf. Það er beinlínis ósanngjarnt að saka þá um mismuna börnum með þeim löglegu verkfallsaðgerðum sem gripið hefur verið til. Við ættum frekar að sameinast um að leiða kjaradeiluna til lykta, bæta kjör kennara og stórefla skólastarf til framtíðar. Höfundur er kennari.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun