Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2024 22:31 Dalton Knecht fagnar einni af þriggja stiga körfum sinum fyrir Los Angeles Lakers á móti Utah Jazz. Getty/Harry How Það er ný stjarna að fæðast í Los Angeles. Sá heitir Dalton Knecht og spilar með liði LA Lakers í NBA deildinni í körfubolta. Knecht er nýliði í deildinni en skoraði 37 stig í nótt í 124-118 sigri Lakers á Utah Jazz. Strákurinn skoraði meðal annars níu þrista í leiknum og jafnaði þar með nýliðametið yfir flesta þrista í einum leik. Metið var þó ekki í eigu Steph Curry sem skoraði mest sjö þrista í leik á nýliðaárinu sínu með Golden State Warriors. Metið áttu þeir Keyonte George (15. febrúar 2024), Yogi Ferrell (3. febrúar 2017) og Rodrigue Beaubois (27. mars 2010) saman en núna hefur sá fjórði bæst við í hópinn. Knecht skoraði 21 stig á síðustu fjórum mínútum í þriðja leikhluta þar sem hann hitti meðal annars úr fjórum þristum í röð. Hann endaði með því að hitta úr 12 af 16 skotum sínum í leiknum þar af 9 af 12 fyrir utan þriggja stiga línuna. Dalton Knecht was UNSTOPPABLE 🔥37 PTS9 3PM12-16 FGLakers got one at No. 17 💎 pic.twitter.com/3IX6yidjp3— Bleacher Report (@BleacherReport) November 20, 2024 Knecht var svo sjóðandi heitur að hann tók meðal annars upp á því að herma eftir frægum viðbrögðum Michael Jordan frá því í lokaúrslitum 1992. Það gerði Knecht með því að yppta öxlum eftir að enn einn þristurinn hans söng í netinu. Lakers valdi Knecht númer sautján í nýliðavalinu. „Við uppgötvuðum ekki DK. Hin sextán félögin klúðruðu þessu bara. Horfði enginn á hann spila? Þú uppgötvar ekki leikmann ársins í SEC deildinni,“ sagði LeBron James, að sjálfsögðu ánægður með liðsfélaga sinn en um leið hneykslaður á því hvernig gat dottið alla leið niður í sæti sautján á nýliðavalinu. „Hann er óttalaus og stórt vopn fyrir okkar hóp en ekki bara í því að skora. Hann er orkugjafi fyrir liðið okkar,“ sagði þjálfarinn JJ Redick sem sjálfur var mikil skytta. Redick náði einu sinni að skora níu þrista í leik í sínum 940 NBA leikjum en nýliðinn var að ná því í sinum fjórtánda leik í NBA. DALTON KNECHT HAD HIMSELF A NIGHT:🔥 37 PTS (career high)🔥 9 3PM (ties rookie record)🔥 Scored 22 straight for LA@Lakers move 2-0 in #EmiratesNBACup play and are undefeated going back to last season 💯 pic.twitter.com/OjMOeKxY4p— NBA (@NBA) November 20, 2024 NBA Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fleiri fréttir Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Sjá meira
Knecht er nýliði í deildinni en skoraði 37 stig í nótt í 124-118 sigri Lakers á Utah Jazz. Strákurinn skoraði meðal annars níu þrista í leiknum og jafnaði þar með nýliðametið yfir flesta þrista í einum leik. Metið var þó ekki í eigu Steph Curry sem skoraði mest sjö þrista í leik á nýliðaárinu sínu með Golden State Warriors. Metið áttu þeir Keyonte George (15. febrúar 2024), Yogi Ferrell (3. febrúar 2017) og Rodrigue Beaubois (27. mars 2010) saman en núna hefur sá fjórði bæst við í hópinn. Knecht skoraði 21 stig á síðustu fjórum mínútum í þriðja leikhluta þar sem hann hitti meðal annars úr fjórum þristum í röð. Hann endaði með því að hitta úr 12 af 16 skotum sínum í leiknum þar af 9 af 12 fyrir utan þriggja stiga línuna. Dalton Knecht was UNSTOPPABLE 🔥37 PTS9 3PM12-16 FGLakers got one at No. 17 💎 pic.twitter.com/3IX6yidjp3— Bleacher Report (@BleacherReport) November 20, 2024 Knecht var svo sjóðandi heitur að hann tók meðal annars upp á því að herma eftir frægum viðbrögðum Michael Jordan frá því í lokaúrslitum 1992. Það gerði Knecht með því að yppta öxlum eftir að enn einn þristurinn hans söng í netinu. Lakers valdi Knecht númer sautján í nýliðavalinu. „Við uppgötvuðum ekki DK. Hin sextán félögin klúðruðu þessu bara. Horfði enginn á hann spila? Þú uppgötvar ekki leikmann ársins í SEC deildinni,“ sagði LeBron James, að sjálfsögðu ánægður með liðsfélaga sinn en um leið hneykslaður á því hvernig gat dottið alla leið niður í sæti sautján á nýliðavalinu. „Hann er óttalaus og stórt vopn fyrir okkar hóp en ekki bara í því að skora. Hann er orkugjafi fyrir liðið okkar,“ sagði þjálfarinn JJ Redick sem sjálfur var mikil skytta. Redick náði einu sinni að skora níu þrista í leik í sínum 940 NBA leikjum en nýliðinn var að ná því í sinum fjórtánda leik í NBA. DALTON KNECHT HAD HIMSELF A NIGHT:🔥 37 PTS (career high)🔥 9 3PM (ties rookie record)🔥 Scored 22 straight for LA@Lakers move 2-0 in #EmiratesNBACup play and are undefeated going back to last season 💯 pic.twitter.com/OjMOeKxY4p— NBA (@NBA) November 20, 2024
NBA Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fleiri fréttir Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum