Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar 21. nóvember 2024 14:16 Margir Íslendingar upplifa vanmátt gagnvart stjórnmálunum. Alveg sama hvað maður kýs þá verður útkoman alltaf miðjumoð sem enginn er ánægður með. Nefna má til dæmis stöðuna í vaxtamálum, húsnæðismálin, halla á ríkissjóði og miklar skuldir ríkisins, heilbrigðismálin, stöðu barna sem lent hafa utangarðs, menntamálin, stöðu aldraðra og öryrkja, orkumálin og fleira. Í fyrsta lagi kaupa stjórnmálamenn sér vinsældir fyrir almannafé. Þeir ráða ekki við sig þegar kemur að ríkisútgjöldum með tilheyrandi áhrifum á verðbólgu. Íslenskir kjósendur hafa tekið þátt í þessu með því að ásælast líka almannafé. Hver einasti sérhagsmunahópur fer á kreik fyrir kosningar og spyr stjórnmálamennina um hvernig skuli staðinn vörður um sérhagsmunina. Ef ekki verður róttæk hugarfarsbreyting þá mun ekkert breytast. Miðjumoðið heldur bara áfram með tilheyrandi verðmætasóun og spillingu. Þeir sem skynja þetta verða að kjósa breytingar. Annars breytist ekki neitt. Í öðru lagi hefur hugsýki herjað á Vesturlönd. Hún nefnist pólitískur rétttrúnaður. Um er að ræða nýmarxíska gervigóðmennsku. Tilfinningarök og dyggðaflöggun „góða fólksins“ eru sett ofar öllu öðru. Helsta birtingarmynd gervigóðmennskunnar er algert óþol fyrir skoðunum sem passa ekki við rétttrúnaðinn ásamt gengdarlausri kröfu um ríkisafskipti, þ.e. valdbeitingu, á öllum sviðum. „Góða fólkið“ stundar góðmennsku sína einatt á kostnað annarra. Þeir sem vilja opin landamæri gætu prófað að spyrja sjálfa sig: Hvað er pláss fyrir marga hælisleitendur heima hjá mér? Þá kæmi líklega annað hljóð í strokkinn. Hvað annað en hugsýki getur útskýrt: að Íslendingar setjist sjálfir á sakamannabekk í loftslagsmálum, til standi að selja orku úr landi um sæstreng, öfgafemínisma, að menn þurfi að sanna sakleysi sitt í fjölmiðlum, áherslu á að kenna börnum hinseginfræði á meðan kristinfræði er bönnuð, að ríkið segi einkaaðilum hvernig þeir megi merkja salerni, undirgefni stjórnmálamanna við alþjóðlegar stofnanir, að hælisleitendur fái betri þjónustu en hjálparþurfi Íslendingar og að tugum milljarða af almannafé sé eytt í vopnakaup, svo aðeins nokkur dæmi séu tekin? Lýðræðisflokkurinn er eini flokkurinn sem þorir að taka á rót vandans og stinga á þeim kýlum sem þjakað hafa íslenskt samfélag of lengi. Þeir sem eru ekki sofandi verða að kjósa Lýðræðisflokkinn til að sporna við ásókn „góða fólksins“ í almannafé. Gerum Ísland gott aftur! Höfundur er í fyrsta sæti fyrir Lýðræðisflokkinn í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Margir Íslendingar upplifa vanmátt gagnvart stjórnmálunum. Alveg sama hvað maður kýs þá verður útkoman alltaf miðjumoð sem enginn er ánægður með. Nefna má til dæmis stöðuna í vaxtamálum, húsnæðismálin, halla á ríkissjóði og miklar skuldir ríkisins, heilbrigðismálin, stöðu barna sem lent hafa utangarðs, menntamálin, stöðu aldraðra og öryrkja, orkumálin og fleira. Í fyrsta lagi kaupa stjórnmálamenn sér vinsældir fyrir almannafé. Þeir ráða ekki við sig þegar kemur að ríkisútgjöldum með tilheyrandi áhrifum á verðbólgu. Íslenskir kjósendur hafa tekið þátt í þessu með því að ásælast líka almannafé. Hver einasti sérhagsmunahópur fer á kreik fyrir kosningar og spyr stjórnmálamennina um hvernig skuli staðinn vörður um sérhagsmunina. Ef ekki verður róttæk hugarfarsbreyting þá mun ekkert breytast. Miðjumoðið heldur bara áfram með tilheyrandi verðmætasóun og spillingu. Þeir sem skynja þetta verða að kjósa breytingar. Annars breytist ekki neitt. Í öðru lagi hefur hugsýki herjað á Vesturlönd. Hún nefnist pólitískur rétttrúnaður. Um er að ræða nýmarxíska gervigóðmennsku. Tilfinningarök og dyggðaflöggun „góða fólksins“ eru sett ofar öllu öðru. Helsta birtingarmynd gervigóðmennskunnar er algert óþol fyrir skoðunum sem passa ekki við rétttrúnaðinn ásamt gengdarlausri kröfu um ríkisafskipti, þ.e. valdbeitingu, á öllum sviðum. „Góða fólkið“ stundar góðmennsku sína einatt á kostnað annarra. Þeir sem vilja opin landamæri gætu prófað að spyrja sjálfa sig: Hvað er pláss fyrir marga hælisleitendur heima hjá mér? Þá kæmi líklega annað hljóð í strokkinn. Hvað annað en hugsýki getur útskýrt: að Íslendingar setjist sjálfir á sakamannabekk í loftslagsmálum, til standi að selja orku úr landi um sæstreng, öfgafemínisma, að menn þurfi að sanna sakleysi sitt í fjölmiðlum, áherslu á að kenna börnum hinseginfræði á meðan kristinfræði er bönnuð, að ríkið segi einkaaðilum hvernig þeir megi merkja salerni, undirgefni stjórnmálamanna við alþjóðlegar stofnanir, að hælisleitendur fái betri þjónustu en hjálparþurfi Íslendingar og að tugum milljarða af almannafé sé eytt í vopnakaup, svo aðeins nokkur dæmi séu tekin? Lýðræðisflokkurinn er eini flokkurinn sem þorir að taka á rót vandans og stinga á þeim kýlum sem þjakað hafa íslenskt samfélag of lengi. Þeir sem eru ekki sofandi verða að kjósa Lýðræðisflokkinn til að sporna við ásókn „góða fólksins“ í almannafé. Gerum Ísland gott aftur! Höfundur er í fyrsta sæti fyrir Lýðræðisflokkinn í Reykjavík suður.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun