Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar 21. nóvember 2024 15:45 Þó umræðan síðustu vikur hafi verið mjög áhugaverð þá hefur mér þótt vanta sárlega skýra sýn á þau vandamál sem að okkur stafa. Það eru ekki útlendingar eða flóttafólk. Það er ekki þétting byggðar. Ekki réttindabarátta hinsegin fólks. Þau vandamál sem raunverulega hrjá okkur, verðbólga, húsnæðisverð, ofbeldi, biðlistar eftir læknisþjónustu, brottfall stráka úr skólakerfinu, hnignun samfélagslegra innviða á borð við velferðarkerfið, heilbrigðiskerfið og menntakerfið, eru sjálf birtingarmynd stóra vandans, ekki rót hans. Vandinn sem að okkur stafar á Íslandi, og raunar á vesturlöndum öllum, er að fólk er að missa von. Fólk sem missir von verður örvæntingarfullt og missir trúna á samfélaginu. Fólk sem missir trú á samfélaginu, missir trú á því að það sé hægt að ná fram jákvæðum breytingum, fer á endanum að velja bara einhverja breytingu, jafnvel þó hún sé slæm, af því viðvarandi ástand er óþolandi. Raunverulegi vandinn er að við höfum staðnað á slæmum stað. Pólitíska miðjan, og vinstrið, hafa gert of miklar málamiðlanir við sérhagsmunina. Fólk er búið að fá nóg af því að misskipting í samfélaginu gengur sífellt lengra, nóg af því að skattbyrðin færist sífellt á tekjulægri hópa, nóg af því að sjá augljósa spillingu grassera. Nóg af því að sjá heilbrigðiskerfið verða verra og verra og svo einkavætt og boðið út þegar það er orðið svo slæmt að fólk sætti sig við það. Fólk er búið að fá nóg af því að sjá ríkasta fólkið í samfélaginu stjórna hverju sem það vill, oft í krafti vináttu þeirra við ráðherra og þeirra fólk. Og það er búið að missa trúna á því að ‘venjulega pólitíkin’ geti tekist á við það. Það er það sem við sjáum í Bandaríkjunum og Evrópu. Klassísku mið, mið-vinstri og mið-hægri flokkarnir eru búnir að vera að reyna að berjast gegn risi öfganna, afturhalds, einangrunarsinna og fasisma. En þau halda sífellt verr og verr út með hverju árinu, af því það eina sem þau bjóða raunverulega upp á er viðvarandi ástand og að vera þó skárri en lýðskrumið og boðvaldið. En það gengur ekki til lengdar. Á endanum mun þetta bresta ef við gerum ekki eitthvað róttækt. Stjórnmálin eru komin á síðasta snúning með að gera eitthvað raunverulegt, eitthvað gott og stórt sem gefur fólki von fyrir framtíðina, von á því að eitthvað breytist í alvöru. Ef við gerum það ekki fáum við á endanum eitthvað hrikalegt í staðinn, einhvern íslenskan Trump. Þess vegna vel ég Pírata, þess vegna set ég alla mína orku og tíma í að berjast fyrir Pírata. Það eru aðrir flokkar sem eru ágætir, sem ég veit að eru klárir og meina vel, en í mínum augum eru of líkir miðjunni sem hefur mistekist að veita almennilega mótspyrnu í Evrópu og nú síðast í Bandaríkjunum. Píratar eru eini flokkurinn sem bæði vill raunverulegar, róttækar, jákvæðar breytingar á samfélaginu okkar, og er fær um að vinna með öðrum og koma þeim í framkvæmd. Við viljum jafna skattbyrðina, við viljum sanngjarnari fjármagnstekjuskatt, töluvert hærri veiðigjöld og á endanum endurskoðað og sanngjarnara fiskveiðikerfi. Frjálsar handfæraveiðar. Við viljum taka á spillingu og skattaundanskotum, taka á því að fyrirtæki komi sér undan skatti með því að skulda erlendum móðurfyrirtækjum, taka á því að fyrirtæki í sjávarútvegi feli hagnað með því að kaupa aðföng af sjálfum sér og selja sjálfum sér afla (þunn eigin fjármögnun og lóðrétt samþætting). En við viljum ekki bara lækna einkennin til skemmri tíma. Við viljum líka ráðast að rót vandans sem hefur hrjáð okkur svo lengi, skapa aftur von um réttlátara samfélag og lýðræðislegri og faglegri stjórnmál. Við viljum breyta kerfinu þannig að Alþingi starfi meira eins og löggjafarþing og minna eins og leikvöllur. Við viljum sanngjarnari pólitík, þar sem hlutirnir eru ræddir á Alþingi, jafnvel þó þeir komi frá minnihlutanum - og þar sem þingmál eru leidd lýðræðislega til lykta, en eru ekki fórnarlömb hrossakaupa á hverju vori. Við viljum koma á öflugu eftirliti með Alþingi, stjórnsýslunni og lögreglu sem og með samkeppni á markaði og skattaundanskotum. Og já, á endanum viljum við betri stjórnarskrá sem undirbyggir allt þetta og endurspeglar þjóðarvilja. Við viljum gagnsæi, við viljum lýðræði. Við viljum að þú ráðir. Kjóstu öðruvísi. Kjóstu von. Kjóstu Pírata! Höfundur er frambjóðandi Pírata í Reykjavík Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavíkurkjördæmi norður Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Alexandra Briem Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Sjá meira
Þó umræðan síðustu vikur hafi verið mjög áhugaverð þá hefur mér þótt vanta sárlega skýra sýn á þau vandamál sem að okkur stafa. Það eru ekki útlendingar eða flóttafólk. Það er ekki þétting byggðar. Ekki réttindabarátta hinsegin fólks. Þau vandamál sem raunverulega hrjá okkur, verðbólga, húsnæðisverð, ofbeldi, biðlistar eftir læknisþjónustu, brottfall stráka úr skólakerfinu, hnignun samfélagslegra innviða á borð við velferðarkerfið, heilbrigðiskerfið og menntakerfið, eru sjálf birtingarmynd stóra vandans, ekki rót hans. Vandinn sem að okkur stafar á Íslandi, og raunar á vesturlöndum öllum, er að fólk er að missa von. Fólk sem missir von verður örvæntingarfullt og missir trúna á samfélaginu. Fólk sem missir trú á samfélaginu, missir trú á því að það sé hægt að ná fram jákvæðum breytingum, fer á endanum að velja bara einhverja breytingu, jafnvel þó hún sé slæm, af því viðvarandi ástand er óþolandi. Raunverulegi vandinn er að við höfum staðnað á slæmum stað. Pólitíska miðjan, og vinstrið, hafa gert of miklar málamiðlanir við sérhagsmunina. Fólk er búið að fá nóg af því að misskipting í samfélaginu gengur sífellt lengra, nóg af því að skattbyrðin færist sífellt á tekjulægri hópa, nóg af því að sjá augljósa spillingu grassera. Nóg af því að sjá heilbrigðiskerfið verða verra og verra og svo einkavætt og boðið út þegar það er orðið svo slæmt að fólk sætti sig við það. Fólk er búið að fá nóg af því að sjá ríkasta fólkið í samfélaginu stjórna hverju sem það vill, oft í krafti vináttu þeirra við ráðherra og þeirra fólk. Og það er búið að missa trúna á því að ‘venjulega pólitíkin’ geti tekist á við það. Það er það sem við sjáum í Bandaríkjunum og Evrópu. Klassísku mið, mið-vinstri og mið-hægri flokkarnir eru búnir að vera að reyna að berjast gegn risi öfganna, afturhalds, einangrunarsinna og fasisma. En þau halda sífellt verr og verr út með hverju árinu, af því það eina sem þau bjóða raunverulega upp á er viðvarandi ástand og að vera þó skárri en lýðskrumið og boðvaldið. En það gengur ekki til lengdar. Á endanum mun þetta bresta ef við gerum ekki eitthvað róttækt. Stjórnmálin eru komin á síðasta snúning með að gera eitthvað raunverulegt, eitthvað gott og stórt sem gefur fólki von fyrir framtíðina, von á því að eitthvað breytist í alvöru. Ef við gerum það ekki fáum við á endanum eitthvað hrikalegt í staðinn, einhvern íslenskan Trump. Þess vegna vel ég Pírata, þess vegna set ég alla mína orku og tíma í að berjast fyrir Pírata. Það eru aðrir flokkar sem eru ágætir, sem ég veit að eru klárir og meina vel, en í mínum augum eru of líkir miðjunni sem hefur mistekist að veita almennilega mótspyrnu í Evrópu og nú síðast í Bandaríkjunum. Píratar eru eini flokkurinn sem bæði vill raunverulegar, róttækar, jákvæðar breytingar á samfélaginu okkar, og er fær um að vinna með öðrum og koma þeim í framkvæmd. Við viljum jafna skattbyrðina, við viljum sanngjarnari fjármagnstekjuskatt, töluvert hærri veiðigjöld og á endanum endurskoðað og sanngjarnara fiskveiðikerfi. Frjálsar handfæraveiðar. Við viljum taka á spillingu og skattaundanskotum, taka á því að fyrirtæki komi sér undan skatti með því að skulda erlendum móðurfyrirtækjum, taka á því að fyrirtæki í sjávarútvegi feli hagnað með því að kaupa aðföng af sjálfum sér og selja sjálfum sér afla (þunn eigin fjármögnun og lóðrétt samþætting). En við viljum ekki bara lækna einkennin til skemmri tíma. Við viljum líka ráðast að rót vandans sem hefur hrjáð okkur svo lengi, skapa aftur von um réttlátara samfélag og lýðræðislegri og faglegri stjórnmál. Við viljum breyta kerfinu þannig að Alþingi starfi meira eins og löggjafarþing og minna eins og leikvöllur. Við viljum sanngjarnari pólitík, þar sem hlutirnir eru ræddir á Alþingi, jafnvel þó þeir komi frá minnihlutanum - og þar sem þingmál eru leidd lýðræðislega til lykta, en eru ekki fórnarlömb hrossakaupa á hverju vori. Við viljum koma á öflugu eftirliti með Alþingi, stjórnsýslunni og lögreglu sem og með samkeppni á markaði og skattaundanskotum. Og já, á endanum viljum við betri stjórnarskrá sem undirbyggir allt þetta og endurspeglar þjóðarvilja. Við viljum gagnsæi, við viljum lýðræði. Við viljum að þú ráðir. Kjóstu öðruvísi. Kjóstu von. Kjóstu Pírata! Höfundur er frambjóðandi Pírata í Reykjavík Norður.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun