Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 21. nóvember 2024 15:06 Rauði stórrisinn WOH G64 er umlukinn egglaga hýði sem er talinn vera gas og ryk úr ytri lögum hans sem stjarnan varpar frá sér þegar hún nálgast það að springa. ESO/K. Ohnaka et al. Stjörnufræðingum hefur í fyrsta sinn tekist að ná nærmynd af stjörnu fyrir utan Vetrarbrautina okkar. Stjarnan er í um 160.000 ljósára fjarlægð frá jörðinni og er á leiðinni að verða að sprengistjörnu. WOH G64 í Stóra Magellanskýinu hefur verið þekkt lengi. Hún er skilgreind sem rauður stórrisi og er um tvö þúsund sinnum stærri en sólin okkar. Stjarnan hefur af þessum sökum verið nefnd „ferlíkið“ af stjörnufræðingum, að því er kemur fram í tilkynningu frá Evrópsku stjörnustöðinni á suðurhveli (ESO). Þótt tugir stjarna í Vetrarbrautinni hafi áður verið rannsakaðar í nærmynd hefur vísindamönnum reynst erfitt að gerast svo nærgöngulir við fjarlægari stjörnur utan hennar. Það tókst hópi stjörnufræðinga þökk sé nýlegu mælitæki á VLT-sjónauka ESO í Atacama-eyðimörkinni í Síle. Þegar stjörnufræðingarnir þysjuðu inn á WOH G64 blasti við þeim egglaga hýði utan um stjörnuna sem þeir telja að sé myndað úr gasi og ryki sem stjarnan gefur frá sér í dauðateygjum sínum. Stórrisar eins og WOH G64 varpa frá sér ytri lögum sínum þegar þær nálgast endalok sín. Talið er að stjarnan sé á síðustu stigunum áður en hún verður að sprengistjörnu. Sólstjörnur sem eru átta til tíu sinnum massameiri en stjarnan enda daga sína sem sprengistjörnur. „Þessi stjarna er ein sú öfgafyllsta sinnar tegundar og róttækar breytingar á henni gætu fært hann nær því að springa,“ segir Jacco van Loon frá Keele-háskóla Á Englandi sem hefur fylgst með ferlíkinu frá því á tíunda áratug síðustu aldar. Lögunin kom stjörnufræðingunum á óvart þar sem fyrri athuganir og tölvulíkön höfðu gefið þeim aðra mynd af þessu stigi í lífi stjarna af þessu tagi. Vísindamennirnir telja að sporöskjulaga hjúpurinn utan um stjörnuna skýrist annað hvort af efninu sem hún gefur frá sér eða þyngdaráhrifum fylgistjörnu sem þeir hafa ekki enn komið auga á. Dofnar eftir því sem á líður Athuganirnar leiddu einnig í ljós að WOH G64 hefur orðið daufari undanfarin tíu ár. Tilgáta vísindamannanna er að efnishjúpurinn í kringum hana skyggi á hana. Þetta þýðir að áframhaldandi rannsóknir á henni verða erfiðari eftir því sem tíminn líður. Teymið sem stóð að rannsókninni ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fyrir það og stefnir á að fylgjast áfram með stjörnunni dauðadæmdu. „Sambærilegar framhaldsrannsóknir með ESO-mælitækjum eru mikilvægar til þess að skilja hvað gengur á í stjörnunni,“ segir Keiichi Ohnaka, stjarneðlisfrðingur við Andrés Bello-háskóla í Síle sem stýrði rannsókninni. Geimurinn Vísindi Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Fleiri fréttir Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Sjá meira
WOH G64 í Stóra Magellanskýinu hefur verið þekkt lengi. Hún er skilgreind sem rauður stórrisi og er um tvö þúsund sinnum stærri en sólin okkar. Stjarnan hefur af þessum sökum verið nefnd „ferlíkið“ af stjörnufræðingum, að því er kemur fram í tilkynningu frá Evrópsku stjörnustöðinni á suðurhveli (ESO). Þótt tugir stjarna í Vetrarbrautinni hafi áður verið rannsakaðar í nærmynd hefur vísindamönnum reynst erfitt að gerast svo nærgöngulir við fjarlægari stjörnur utan hennar. Það tókst hópi stjörnufræðinga þökk sé nýlegu mælitæki á VLT-sjónauka ESO í Atacama-eyðimörkinni í Síle. Þegar stjörnufræðingarnir þysjuðu inn á WOH G64 blasti við þeim egglaga hýði utan um stjörnuna sem þeir telja að sé myndað úr gasi og ryki sem stjarnan gefur frá sér í dauðateygjum sínum. Stórrisar eins og WOH G64 varpa frá sér ytri lögum sínum þegar þær nálgast endalok sín. Talið er að stjarnan sé á síðustu stigunum áður en hún verður að sprengistjörnu. Sólstjörnur sem eru átta til tíu sinnum massameiri en stjarnan enda daga sína sem sprengistjörnur. „Þessi stjarna er ein sú öfgafyllsta sinnar tegundar og róttækar breytingar á henni gætu fært hann nær því að springa,“ segir Jacco van Loon frá Keele-háskóla Á Englandi sem hefur fylgst með ferlíkinu frá því á tíunda áratug síðustu aldar. Lögunin kom stjörnufræðingunum á óvart þar sem fyrri athuganir og tölvulíkön höfðu gefið þeim aðra mynd af þessu stigi í lífi stjarna af þessu tagi. Vísindamennirnir telja að sporöskjulaga hjúpurinn utan um stjörnuna skýrist annað hvort af efninu sem hún gefur frá sér eða þyngdaráhrifum fylgistjörnu sem þeir hafa ekki enn komið auga á. Dofnar eftir því sem á líður Athuganirnar leiddu einnig í ljós að WOH G64 hefur orðið daufari undanfarin tíu ár. Tilgáta vísindamannanna er að efnishjúpurinn í kringum hana skyggi á hana. Þetta þýðir að áframhaldandi rannsóknir á henni verða erfiðari eftir því sem tíminn líður. Teymið sem stóð að rannsókninni ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fyrir það og stefnir á að fylgjast áfram með stjörnunni dauðadæmdu. „Sambærilegar framhaldsrannsóknir með ESO-mælitækjum eru mikilvægar til þess að skilja hvað gengur á í stjörnunni,“ segir Keiichi Ohnaka, stjarneðlisfrðingur við Andrés Bello-háskóla í Síle sem stýrði rannsókninni.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Fleiri fréttir Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Sjá meira