Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar 23. nóvember 2024 07:31 Skammdegið hefur gengið í garð með sínu alltumlykjandi myrkri þar sem dagsbirtan er af skornum skammti. Á þessum tíma sem nú fer í hönd, aðventunni, þar sem við undirbúum jólahátíðina byrjum við að prýða umhverfi okkar, tendra ljós, innan- sem utandyra og leggjum áherslu á samveru með því fólki sem okkur þykir vænt um. Ljósin gleðja og samveran yljar og við tengjum við góðar og uppbyggilegar tilfinningar. Aðventan sem og jólahátíðín sjálf er þó ekki endilega ætíð tilhlökkunarefni heldur getur sannarlega vakið með sér kvíða, áhyggjur og almenna vanlíðan. Ástæður þess geta verið margs konar þar sem t.d. áföll sem við höfum orðið fyrir í lífinu hafa getað mótað hvernig við upplifum þennan árstíma og haft þau áhrif að við sem manneskjur finnum fyrir sársauka fremur en gleði, friði eða jákvæðum og gefandi tilfinningum. Þegar við stöndum frammi fyrir ástvinamissi getur tími jóla og aðventu jafnvel frekar haft í för með sér vanlíðan svo sem kvíða og sorg heldur en tilfinningar tengdar tilhlökkun, eftirvæntingu eða gleði. Sorgin verður einhvern veginn áþreifanlegri en ella og við finnum sárt fyrir því að það vantar í hópinn kæran ástvin, vin eða vinkonu. Við myndum vilja gera allt til þess að við fengjum enn ein jólin með þeim, enn einn jólaundirbúninginn og að við hefðum þau í kringum okkur. Fengjum að njóta nærveru þeirra. Þegar við erum í þessum sporum skiptir máli að við tökum tillit til tilfinninga okkar og bregðumst við þeim. Það getum við gert t.d. með því að einfalda jólaundirbúninginn og jólahald okkar og hugsanlega skapað nýjar hefðir þar sem við minnumst á sérstakan hátt þeirra sem við syrgjum. Margar fjölskyldur og vinahópar safnast t.d. saman á aðventu, Þorláksmessu eða aðfangadag við gröf þess sem saknað er og aðrir leggja áherslu á að tendra ljós á heimilum sínum og eiga sérstaka minningarstund. Að skapa hefðir og geta fengið farveg fyrir sorgina er gríðarlega mikilvægt. Til að mæta fólki sem er að takast á við sorg og ástvinamissi í aðdraganda jóla hefur um áratugaskeið verið haldin samvera á aðventu fyrir syrgjendur í samstarfi Landspítala og Þjóðkirkjunnar. Að þessu sinni verður samveran haldin 28. nóvember n.k. kl. 20:00 í Háteigskirkju. Áhersla er lögð á fallega tónlist og uppörvandi texta auk þess sem sérstök minningarstund er í samverunni þar sem ljós eru tendruð. Samveran hefur í gegnum áratugina einkennst af mikilli hlýju, virðingu og samkennd og er opin öllum þeim sem á þurfa að halda. Fyrir hönd deildar sálgæslu presta og djákna á Landspítalanum Höfundur er sjúkrahúsprestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Sorg Landspítalinn Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Sjá meira
Skammdegið hefur gengið í garð með sínu alltumlykjandi myrkri þar sem dagsbirtan er af skornum skammti. Á þessum tíma sem nú fer í hönd, aðventunni, þar sem við undirbúum jólahátíðina byrjum við að prýða umhverfi okkar, tendra ljós, innan- sem utandyra og leggjum áherslu á samveru með því fólki sem okkur þykir vænt um. Ljósin gleðja og samveran yljar og við tengjum við góðar og uppbyggilegar tilfinningar. Aðventan sem og jólahátíðín sjálf er þó ekki endilega ætíð tilhlökkunarefni heldur getur sannarlega vakið með sér kvíða, áhyggjur og almenna vanlíðan. Ástæður þess geta verið margs konar þar sem t.d. áföll sem við höfum orðið fyrir í lífinu hafa getað mótað hvernig við upplifum þennan árstíma og haft þau áhrif að við sem manneskjur finnum fyrir sársauka fremur en gleði, friði eða jákvæðum og gefandi tilfinningum. Þegar við stöndum frammi fyrir ástvinamissi getur tími jóla og aðventu jafnvel frekar haft í för með sér vanlíðan svo sem kvíða og sorg heldur en tilfinningar tengdar tilhlökkun, eftirvæntingu eða gleði. Sorgin verður einhvern veginn áþreifanlegri en ella og við finnum sárt fyrir því að það vantar í hópinn kæran ástvin, vin eða vinkonu. Við myndum vilja gera allt til þess að við fengjum enn ein jólin með þeim, enn einn jólaundirbúninginn og að við hefðum þau í kringum okkur. Fengjum að njóta nærveru þeirra. Þegar við erum í þessum sporum skiptir máli að við tökum tillit til tilfinninga okkar og bregðumst við þeim. Það getum við gert t.d. með því að einfalda jólaundirbúninginn og jólahald okkar og hugsanlega skapað nýjar hefðir þar sem við minnumst á sérstakan hátt þeirra sem við syrgjum. Margar fjölskyldur og vinahópar safnast t.d. saman á aðventu, Þorláksmessu eða aðfangadag við gröf þess sem saknað er og aðrir leggja áherslu á að tendra ljós á heimilum sínum og eiga sérstaka minningarstund. Að skapa hefðir og geta fengið farveg fyrir sorgina er gríðarlega mikilvægt. Til að mæta fólki sem er að takast á við sorg og ástvinamissi í aðdraganda jóla hefur um áratugaskeið verið haldin samvera á aðventu fyrir syrgjendur í samstarfi Landspítala og Þjóðkirkjunnar. Að þessu sinni verður samveran haldin 28. nóvember n.k. kl. 20:00 í Háteigskirkju. Áhersla er lögð á fallega tónlist og uppörvandi texta auk þess sem sérstök minningarstund er í samverunni þar sem ljós eru tendruð. Samveran hefur í gegnum áratugina einkennst af mikilli hlýju, virðingu og samkennd og er opin öllum þeim sem á þurfa að halda. Fyrir hönd deildar sálgæslu presta og djákna á Landspítalanum Höfundur er sjúkrahúsprestur.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun