Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Jakob Bjarnar skrifar 22. nóvember 2024 15:06 Benedikta segir alla stjórnsýslu í tengslum við þau áform að vilja troða sjókvíaeldi í Seyðisfjörð einkennast af sýndarlýðræði. vísir Ný könnun leiðir í ljós að mikill meirihluti spurðra er andvígur fyrirhuguðu 10 þúsund tonna laxeldi í opnum sjókvíum í Seyðisfirði. Könnunina gerð Gallup fyrir Landvernd dagana 7. til 19. nóvember. Úrtak var 1668 manns af öllu landinu, þeir voru 18 ára og eldri. Fjöldi svarenda voru 893 sem þýðir að þátttökuhlutfall var 53,5 prósent. Mikil andstaða sem sýnir sig í könnuninni Benedikta Guðrún Svavarsdótttir er formaður VÁ, Félags um vernd fjarðar og hún er að vonum ánægð með niðurstöðuna. En niðurstöðurnar eru ekki góðar fréttir fyrir Jens Garðar Helgason oddvita Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu en hann er einmitt varaframkvæmdastjóri Kaldvíkur sem er nafn á sameinuðum sjókvíaeldisfyrirtækjum á Austfjörðum. Benedikta rekur til að mynda augu í hversu margir þeir eru sem ekki eru ánægðir með áformin, eða 61,1 prósent. Niðurstöðurnar eru greindar, meðal annars eftir því hvaða flokk svarendur styðja og þá kemur á daginn að Sjálfstæðisflokkurinn er með stærsta hluta þeirra sem ekki taka afstöðu. „En kjósendur allra flokka eru mjög neikvæðir gagnvart þessum áformum og ætla að standa með íbúalýðræði í þessum efnum. Það eru mjög góðar fréttir fyrir komandi kosningar – vonandi,“ segir Benedikta. Benedikta segir óljóst hversu langt þetta mál er komið inna kerfisins, en það sé komið langt. „Það hefur í raun verið gefið út að það sé verið að klára áhættumat siglinga, ofanflóðamatið er í vinnslu og MAST er að ákveða að gefa út rekstrarleyfi eða ekki.“ Óforskömmuð stjórnsýsla Benedikta hefur eitt og annað út á það að setja hvernig staðið hefur verið að málum. Hún segir til að mynda það haft eftir ónafngreindum aðila hjá MAST að það verði gefið út leyfi í vor. „Það er óforskammað af embættismanni þar að leyfa sér að gefa út slíka yfirlýsingu. Í máli sem er enn til skoðunar. Enn eru margir hnökrar á þessu.“ Í byrjun árs 2023 var samkvæmt tölfræðilega marktækri skoðanakönnun sem Múlaþing lét gera 75 prósent íbúa andvígur þessum áformum sem er mikill meirihluti. Benediktu sýnist sem um sé að ræða sýndarsamráð, því innviðaráðherra hafi vilji samþykkja skipulagið en þó vera með einhver leiktjöld sem gefa til kynna einhvers konar samráð og sátt við íbúa. Strax farnir að auglýsa störf og ráða fólk „Þið megið koma með athugasemdir en það skiptir engu máli. Þetta strandveiðiskipulag hefði þess vegna getað heitið: Hvernig komum við sjókvíaeldi að? Það trompar allt. Lítið er gert úr okkur almenningi sem viljum berjast gegn þessu. Það ljóta í þessu er að þeir eru búnir að auglýsa störf og ráða fólk í sjókvíaeldi á Seyðisfirði. Viðkvæmt fyrir samfélagið, einhverjir farnir að vinna þarna, lítill bær og flókin staða.“ „Nú vonumst við eftir einhvers konar kraftaverki og gott að sjá, í þessari könnun, að flokkarnir vilja hlusta á íbúa. Það yrði stórslys ef þetta nær fram að ganga,“ segir Benedikta sem enn leyfir sér að vona að opnum sjókvíum verði ekki troðið upp á íbúa Seyðisfjarðar. Alþingiskosningar 2024 Sjókvíaeldi Skoðanakannanir Fiskeldi Múlaþing Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Könnunina gerð Gallup fyrir Landvernd dagana 7. til 19. nóvember. Úrtak var 1668 manns af öllu landinu, þeir voru 18 ára og eldri. Fjöldi svarenda voru 893 sem þýðir að þátttökuhlutfall var 53,5 prósent. Mikil andstaða sem sýnir sig í könnuninni Benedikta Guðrún Svavarsdótttir er formaður VÁ, Félags um vernd fjarðar og hún er að vonum ánægð með niðurstöðuna. En niðurstöðurnar eru ekki góðar fréttir fyrir Jens Garðar Helgason oddvita Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu en hann er einmitt varaframkvæmdastjóri Kaldvíkur sem er nafn á sameinuðum sjókvíaeldisfyrirtækjum á Austfjörðum. Benedikta rekur til að mynda augu í hversu margir þeir eru sem ekki eru ánægðir með áformin, eða 61,1 prósent. Niðurstöðurnar eru greindar, meðal annars eftir því hvaða flokk svarendur styðja og þá kemur á daginn að Sjálfstæðisflokkurinn er með stærsta hluta þeirra sem ekki taka afstöðu. „En kjósendur allra flokka eru mjög neikvæðir gagnvart þessum áformum og ætla að standa með íbúalýðræði í þessum efnum. Það eru mjög góðar fréttir fyrir komandi kosningar – vonandi,“ segir Benedikta. Benedikta segir óljóst hversu langt þetta mál er komið inna kerfisins, en það sé komið langt. „Það hefur í raun verið gefið út að það sé verið að klára áhættumat siglinga, ofanflóðamatið er í vinnslu og MAST er að ákveða að gefa út rekstrarleyfi eða ekki.“ Óforskömmuð stjórnsýsla Benedikta hefur eitt og annað út á það að setja hvernig staðið hefur verið að málum. Hún segir til að mynda það haft eftir ónafngreindum aðila hjá MAST að það verði gefið út leyfi í vor. „Það er óforskammað af embættismanni þar að leyfa sér að gefa út slíka yfirlýsingu. Í máli sem er enn til skoðunar. Enn eru margir hnökrar á þessu.“ Í byrjun árs 2023 var samkvæmt tölfræðilega marktækri skoðanakönnun sem Múlaþing lét gera 75 prósent íbúa andvígur þessum áformum sem er mikill meirihluti. Benediktu sýnist sem um sé að ræða sýndarsamráð, því innviðaráðherra hafi vilji samþykkja skipulagið en þó vera með einhver leiktjöld sem gefa til kynna einhvers konar samráð og sátt við íbúa. Strax farnir að auglýsa störf og ráða fólk „Þið megið koma með athugasemdir en það skiptir engu máli. Þetta strandveiðiskipulag hefði þess vegna getað heitið: Hvernig komum við sjókvíaeldi að? Það trompar allt. Lítið er gert úr okkur almenningi sem viljum berjast gegn þessu. Það ljóta í þessu er að þeir eru búnir að auglýsa störf og ráða fólk í sjókvíaeldi á Seyðisfirði. Viðkvæmt fyrir samfélagið, einhverjir farnir að vinna þarna, lítill bær og flókin staða.“ „Nú vonumst við eftir einhvers konar kraftaverki og gott að sjá, í þessari könnun, að flokkarnir vilja hlusta á íbúa. Það yrði stórslys ef þetta nær fram að ganga,“ segir Benedikta sem enn leyfir sér að vona að opnum sjókvíum verði ekki troðið upp á íbúa Seyðisfjarðar.
Alþingiskosningar 2024 Sjókvíaeldi Skoðanakannanir Fiskeldi Múlaþing Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira