Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Tómas Arnar Þorláksson skrifar 24. nóvember 2024 10:35 Jóhann Friðrik Friðriksson, þingmaður Framsóknarflokksins og frambjóðandi, fékk sér á dögunum húðflúr af íslenskum vöfflum og merki Framsóknarflokksins á handlegginn. Þetta er annað húðflúr þingmannsins. Þetta kemur fram í skoplegu myndskeiði sem að Jóhann birti á Youtube-síðu sinni í dag sem má berja augum í spilaranum hér að neðan: „Létt grín“ Jóhann Friðrik staðfesti í samtali við Vísi að um alvöru húðflúr væri að ræða og segist hafa gert þetta til að hleypa jákvæðni og gríni í kosningabaráttuna. Í myndskeiðinu er tekið viðtal við Jóhann með kímnu og hnyttnu ívafi. Spyrillinn bendir þá á að Jóhann sé af mörgum þekktur sem „vöfflumaðurinn“ og spyr hvað valdi þessu. „Þetta var létt grín hérna sem fór um veraldarvefinn fyrir mörgum árum síðan. Ég er búinn að vera gera ýmislegt síðan. Auðvitað búinn að vera í bæjarstjórn í Reykjanesbæ og búinn að vera þrjú ár á þingi núna,“ segir Jóhann í myndskeiðinu. Fjölskyldan tók vel í húðflúrið Jóhann segist í myndskeiðinu hafa unnið ýmis góð störf á þingi. Þá er einnig bent á að hann hafi samið slagorð sem skilaði góðum árangri meðal kjósenda í síðustu þingkosningum: „Er ekki bara best að kjósa Framsókn?“. Þá spyr spyrillinn hann ítrekað hvað hann ætli gera til að tryggja sig inn á þing í yfirstandandi kosningabaráttu og endar myndskeiðið á því að sýna nýtt húðflúr þingmannsins. Listamaðurinn sem gerði húðflúrið er vinkona dóttur Jóhanns.Skjáskot „Þetta er skemmtilegt. Við vildum fara aðeins út fyrir boxið. Í aðdraganda kosninga er kannski erfitt að ná í gegn með eitthvað skemmtilegt. Þegar allt kemur til alls þá er mikilvægt að halda í gleðina og njóta þess að vera til þó að verkefnin geti verið ærin,“ segir Jóhann í samtali við Vísi. Hann segir það mikilvægt fyrir þingmenn að koma sér á framfæri og láta vita hvaða störf þeir hafa verið að vinna á þingi og telur húmorinn vera vænlega leið til þess. Hvernig er það að venjast að vera með þetta nýja húðflúr? „Það er bara fínt, maður passar bara vel upp á það og hugsar vel um það. Fjölskyldunni finnst þetta bara gaman. Dóttir mín er reyndar húðflúr listamaður, en hún gerði reyndar ekki þetta húðflúr. Hún gerði fyrsta húðflúrið sem ég er með sem er skjaldarmerkið.“ Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Húðflúr Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Þetta kemur fram í skoplegu myndskeiði sem að Jóhann birti á Youtube-síðu sinni í dag sem má berja augum í spilaranum hér að neðan: „Létt grín“ Jóhann Friðrik staðfesti í samtali við Vísi að um alvöru húðflúr væri að ræða og segist hafa gert þetta til að hleypa jákvæðni og gríni í kosningabaráttuna. Í myndskeiðinu er tekið viðtal við Jóhann með kímnu og hnyttnu ívafi. Spyrillinn bendir þá á að Jóhann sé af mörgum þekktur sem „vöfflumaðurinn“ og spyr hvað valdi þessu. „Þetta var létt grín hérna sem fór um veraldarvefinn fyrir mörgum árum síðan. Ég er búinn að vera gera ýmislegt síðan. Auðvitað búinn að vera í bæjarstjórn í Reykjanesbæ og búinn að vera þrjú ár á þingi núna,“ segir Jóhann í myndskeiðinu. Fjölskyldan tók vel í húðflúrið Jóhann segist í myndskeiðinu hafa unnið ýmis góð störf á þingi. Þá er einnig bent á að hann hafi samið slagorð sem skilaði góðum árangri meðal kjósenda í síðustu þingkosningum: „Er ekki bara best að kjósa Framsókn?“. Þá spyr spyrillinn hann ítrekað hvað hann ætli gera til að tryggja sig inn á þing í yfirstandandi kosningabaráttu og endar myndskeiðið á því að sýna nýtt húðflúr þingmannsins. Listamaðurinn sem gerði húðflúrið er vinkona dóttur Jóhanns.Skjáskot „Þetta er skemmtilegt. Við vildum fara aðeins út fyrir boxið. Í aðdraganda kosninga er kannski erfitt að ná í gegn með eitthvað skemmtilegt. Þegar allt kemur til alls þá er mikilvægt að halda í gleðina og njóta þess að vera til þó að verkefnin geti verið ærin,“ segir Jóhann í samtali við Vísi. Hann segir það mikilvægt fyrir þingmenn að koma sér á framfæri og láta vita hvaða störf þeir hafa verið að vinna á þingi og telur húmorinn vera vænlega leið til þess. Hvernig er það að venjast að vera með þetta nýja húðflúr? „Það er bara fínt, maður passar bara vel upp á það og hugsar vel um það. Fjölskyldunni finnst þetta bara gaman. Dóttir mín er reyndar húðflúr listamaður, en hún gerði reyndar ekki þetta húðflúr. Hún gerði fyrsta húðflúrið sem ég er með sem er skjaldarmerkið.“
Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Húðflúr Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira