„Þetta var mjög skrýtin stemning“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. nóvember 2024 13:39 Laura Sólveig Lefort Scheefer er fulltrúi Ungra umhverfissinna á COP29. Laura Sólveig Fulltrúi Ungra umhverfissinna á COP29, loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, segir samkomulag sem skrifað var undir í nótt ekki ganga nærri því nógu langt. Dramatík hafi einkennt undirskriftina, eins og ráðstefnuna sjálfa daginn á undan. Fagnaðarlæti brutust út á COP29 í Bakú í Aserbaídsjan í nótt, þegar samkomulag náðist loks um fjárveitingu þróaðra ríkja til þróunarríkja, til aðstoðar þeim síðarnefndu í baráttu við loftslagsvána. Laura Sólveig Lefort Scheefer, hringrásafulltrúi Ungra umhverfissinna, hefur verið á ráðstefnunni í Bakú síðustu tvær vikur og fylgdist með því þegar tilkynnt var um hið langþráða samkomulag. „Þetta var mjög skrýtin stemning og mikið klappað en á sama tíma voru líka ákveðin ríki sem réttu hendurnar upp og settu í kross, svona neitunarmerki. Þetta var hádramatískt? „Mjög.“ Blendnar tilfinningar og kaos Sæst var á þrjú hundruð milljarða framlag á ári, sem Lauru sjálfri finnst ekki ganga nógu langt. Þróunarríkin höfðu farið fram á 1,3 billjónir dala. „Sumum finnst þetta frábært og söguleg stund, öðrum finnst þetta ofboðslega leiðinlegt eða jafnvel hrokafullt gagnvart ríkjum sem koma verst úti úr hlýnun jarðar og áhrifum hennar.“ Uppþot varð á ráðstefnunni í gær, þegar fulltrúar þróunarríkjanna strunsuðu margir út af fundi vegna óánægju með upphæðina sem þá var á borðinu. „Þetta var svakalegt, það var rosa mikið af látum og mjög mikil mótmæli á svæðinu. Meira að segja fólkið sem var á vegum umhverfisráðuneyta mismunandi landa vissi jafnmikið og við. Það vissi enginn hvað var í gangi.“ Skandall á ráðstefunni í ár Laura bendir á að í samkomulaginu felist ekki bein skuldbinding fyrir þróuðu ríkin. Hún segir mikilvægt að ráðstefnur á borð við þessa séu áfram haldnar en brýnt sé að endurskoða fyrirkomulagið. Síðustu ár hafi þær í æ auknari mæli orðið vettvangur fyrir fyrirtæki að auglýsa sig. „Það hefur einmitt verið talað um þennan skandal í ár að lobbýistar fyrir jarðefnaeldsneytisiðnaðinn eru hér í massavís, mun fleiri þaðan en þau sem eru hér á vegum tíu fátækustu ríkja í heiminum,“ segir Laura, sem heldur loks heim á leið frá Bakú á morgun. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Umhverfismál Aserbaídsjan Tengdar fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Samkomulag hefur náðst á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um að skilgreind þróuð ríki muni greiða allt að 300 milljarða dollara á ári til þróunarríkja til að aðstoða þau í baráttunni við loftslagsvána. 23. nóvember 2024 23:12 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna Cop 29, sem fer nú fram í Bakú, höfuðborg Aserbaídsjan, er í uppnámi og á hættu að verða frestað eða aflýst eftir að fulltrúar frá smáum eyjaþjóðum strunsuðu út af lykilfundi ráðstefnunnar. 23. nóvember 2024 14:22 Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Sérfræðingar og baráttufólk í loftslagsmálum segja loftslagsráðstefnur Sameinuðu þjóðanna (Cop) ekki lengur þjóna tilgangi sínum. Kalla þeir eftir því að ráðstefnurnar verði aðeins haldnar í ríkjum sem styðja aðgerðir í loftlagsmálu. 15. nóvember 2024 06:55 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Sjá meira
Fagnaðarlæti brutust út á COP29 í Bakú í Aserbaídsjan í nótt, þegar samkomulag náðist loks um fjárveitingu þróaðra ríkja til þróunarríkja, til aðstoðar þeim síðarnefndu í baráttu við loftslagsvána. Laura Sólveig Lefort Scheefer, hringrásafulltrúi Ungra umhverfissinna, hefur verið á ráðstefnunni í Bakú síðustu tvær vikur og fylgdist með því þegar tilkynnt var um hið langþráða samkomulag. „Þetta var mjög skrýtin stemning og mikið klappað en á sama tíma voru líka ákveðin ríki sem réttu hendurnar upp og settu í kross, svona neitunarmerki. Þetta var hádramatískt? „Mjög.“ Blendnar tilfinningar og kaos Sæst var á þrjú hundruð milljarða framlag á ári, sem Lauru sjálfri finnst ekki ganga nógu langt. Þróunarríkin höfðu farið fram á 1,3 billjónir dala. „Sumum finnst þetta frábært og söguleg stund, öðrum finnst þetta ofboðslega leiðinlegt eða jafnvel hrokafullt gagnvart ríkjum sem koma verst úti úr hlýnun jarðar og áhrifum hennar.“ Uppþot varð á ráðstefnunni í gær, þegar fulltrúar þróunarríkjanna strunsuðu margir út af fundi vegna óánægju með upphæðina sem þá var á borðinu. „Þetta var svakalegt, það var rosa mikið af látum og mjög mikil mótmæli á svæðinu. Meira að segja fólkið sem var á vegum umhverfisráðuneyta mismunandi landa vissi jafnmikið og við. Það vissi enginn hvað var í gangi.“ Skandall á ráðstefunni í ár Laura bendir á að í samkomulaginu felist ekki bein skuldbinding fyrir þróuðu ríkin. Hún segir mikilvægt að ráðstefnur á borð við þessa séu áfram haldnar en brýnt sé að endurskoða fyrirkomulagið. Síðustu ár hafi þær í æ auknari mæli orðið vettvangur fyrir fyrirtæki að auglýsa sig. „Það hefur einmitt verið talað um þennan skandal í ár að lobbýistar fyrir jarðefnaeldsneytisiðnaðinn eru hér í massavís, mun fleiri þaðan en þau sem eru hér á vegum tíu fátækustu ríkja í heiminum,“ segir Laura, sem heldur loks heim á leið frá Bakú á morgun.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Umhverfismál Aserbaídsjan Tengdar fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Samkomulag hefur náðst á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um að skilgreind þróuð ríki muni greiða allt að 300 milljarða dollara á ári til þróunarríkja til að aðstoða þau í baráttunni við loftslagsvána. 23. nóvember 2024 23:12 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna Cop 29, sem fer nú fram í Bakú, höfuðborg Aserbaídsjan, er í uppnámi og á hættu að verða frestað eða aflýst eftir að fulltrúar frá smáum eyjaþjóðum strunsuðu út af lykilfundi ráðstefnunnar. 23. nóvember 2024 14:22 Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Sérfræðingar og baráttufólk í loftslagsmálum segja loftslagsráðstefnur Sameinuðu þjóðanna (Cop) ekki lengur þjóna tilgangi sínum. Kalla þeir eftir því að ráðstefnurnar verði aðeins haldnar í ríkjum sem styðja aðgerðir í loftlagsmálu. 15. nóvember 2024 06:55 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Sjá meira
Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Samkomulag hefur náðst á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um að skilgreind þróuð ríki muni greiða allt að 300 milljarða dollara á ári til þróunarríkja til að aðstoða þau í baráttunni við loftslagsvána. 23. nóvember 2024 23:12
Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna Cop 29, sem fer nú fram í Bakú, höfuðborg Aserbaídsjan, er í uppnámi og á hættu að verða frestað eða aflýst eftir að fulltrúar frá smáum eyjaþjóðum strunsuðu út af lykilfundi ráðstefnunnar. 23. nóvember 2024 14:22
Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Sérfræðingar og baráttufólk í loftslagsmálum segja loftslagsráðstefnur Sameinuðu þjóðanna (Cop) ekki lengur þjóna tilgangi sínum. Kalla þeir eftir því að ráðstefnurnar verði aðeins haldnar í ríkjum sem styðja aðgerðir í loftlagsmálu. 15. nóvember 2024 06:55