Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar 24. nóvember 2024 16:03 Árum saman hafa þingmenn Miðflokksins bent á mikilvægi þess að afnema séríslenskar málsmeðferðarreglur er varða hælisleitendur og meðferð umsókna þeirra um alþjóðlega vernd hér á landi. Þessar séríslensku reglur hafa virkað eins og seglar og orsakað gríðarlegan fjölda umsókna hér á landi. Hlutfallslega margfalt fleiri umsóknir en í nágrannalöndum okkar. Það var augljóst að því fleiri sem seglarnir yrðu í reglunum okkar þá yrði Ísland ekki einungis skjól fyrir þá sem eru í brýnni neyð heldur einnig þá sem eru í leit að betri lífskjörum. Þá myndu opin landamæri auðvelda alþjóðlegum glæpagengjum að koma sér fyrir hér á landi. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar töldu að breytingar á kerfinu sem fælu í sér sérreglur myndu ekki hafa teljandi áhrif. Raunin varð hins vegar sú að á örskömmum tíma varð Ísland í 1. sæti allra Evrópulanda samkvæmt flestum mælikvörðum í fjölda hælisleitenda sem hingað komu. Undanfarið hafa fulltrúar ríkisstjórnarinnar spurt hvert vandamálið sé? Sömu aðilar grauta öllu saman; vinnumarkaðs- og hælisleitendakerfinu og svo þeim sem hafa fengið hér vernd, eins og það sé sérstakt markmið að rugla umræðuna. Skoðum aðeins staðreyndir Árið í ár er þriðja stærsta árið hvað varðar fjölda hælisleitenda sem til landsins koma. Hælisleitendur fá ákveðin réttindi á meðan umsókn þeirra um alþjóðlega vernd er tekin fyrir. Þeir fá húsnæði, framfærslugreiðslur, læknisþjónustu, lögfræðiþjónustu og margt fleira. Tíminn sem tekur að fá niðurstöðu um hvort hælisleitanda verði veitt staða flóttamanns (vernd) á Íslandi eða synjað tekur oftast frá nokkrum mánuðum og upp í tvö ár. Á fyrstu tíu mánuðum ársins hafa 1.538 hælisleitendur sótt um vernd. Þar sem afgreiðsla mála tekur frá nokkrum mánuðum upp í tvö ár þá er enn verið að afgreiða mál frá fyrri árum. Þannig hafa 2.620 umsóknir verið afgreiddar á fyrstu tíu mánuðum ársins. Þegar viðkomandi hefur fengið stöðu flóttamanns þá má segja að við taki nýtt kerfi. Í því kerfi hefur ríkisstjórnin líka innleitt miklar sérreglur og hvata til að sækja um vernd á Íslandi en það væri efni í aðra grein. Af þeim 2.620 umsóknum sem hafa verið afgreiddar í ár þá hafa 894 frá Úkraínu fengið vernd á grundvelli fjöldaflótta, 1.365 hælisleitendur til viðbótar hafa fengið efnislega meðferð og fengu 234 þeirra samþykkta vernd eða samtals 1.128 hælisleitendur sem hafa fengið vernd það sem af er ári og eru þá jafnframt komnir með stöðu flóttamanna á Íslandi með öllum þeim réttindum sem því fylgir. Þetta segir okkur engu að síður að 1.492 hælisleitendur hafa fengið synjun á árinu eða ekki átt rétt á efnislegri meðferð. Það eru því 1.492 aðilar sem fulltrúar ríkisstjórnarinnar virðast hafa gleymt m.v. að þeir kannast ekki við vandamálið. Hælisleitendur sem eru hér í marga mánuði og allt upp í tvö ár, m.a. í ósamþykktu húsnæði sem ríkisstjórnin fékk sérleyfi til að fólk gæti búið í. Þessir einstaklingar fá einnig vikulegar greiðslur, heilbrigðisþjónustu, lögfræðiþjónustu, menntun o.s.frv.? Er það mannúð að búa til kerfi sem hvetur fólk til að koma til landsins, lifa á kerfinu, mega ekki vinna og svo mörgum mánuðum eða árum síðar vera sent til baka? Mikill þrýstingur á innviði Flestir sem hafa fengið vernd á þessu ári, á eftir fólki frá Úkraínu og Venesúela, eru frá Íran, Afganistan og Nígeríu. Aðlögun og þjónusta fyrir þá sem koma frá ólíkum menningarheimum er umfangsmikil og það má með sanni segja að fullyrðingar ríkisstjórnarinnar á sínum tíma, að breytingar á reglunum myndu hvorki hafa í för með sér stóraukinn kostnað fyrir samfélagið, né að þær myndu skapa verulegan þrýsting á innviði svo sem heilbrigðis-, velferðar- og menntakerfi, voru í besta falli barnalegar. Bein útgjöld vegna útlendingamála hafa samtals numið um 60 milljörðum króna síðastliðin 4 ár. Stærsti liðurinn er vegna málefna hælisleitenda. Hér er aðeins um ræða beinan kostnað, en enn hefur ekki verið upplýst um óbein útgjöld, svo sem í heilbrigðis- og menntakerfi. Samkvæmt Fjármálaáætlun 2025-2029, eru þau talin „umtalsverð“. Það er ekki von til þess að ríkisstjórn sem kom okkur í þessa stöðu og skilur enn ekki vandamálið muni taka á því eftir kosningar. Miðflokkurinn leggur til að Ísland fylgi fordæmi danskra jafnaðarmanna. Danir áttuðu sig á að Danmörk væri orðin söluvara glæpagengja og að opin landamæri og velferðarkerfi fara ekki vel saman. Stjórnvöld á Íslandi þurfa að átta sig á þessu líka. Nýtum fjármagnið sem fer í málaflokkinn til að hjálpa viðráðanlegum fjölda sem best, tökum út úr kerfinu sérreglur, aðstoðum á nærsvæðum átaka, tökum vel á móti þeim sem við bjóðum hingað og styðjum þá til að blómstra og aðlagast samfélaginu. Til þess þarf skýra stefnu og ná stjórn á málaflokknum. Miðflokkurinn er klár. Áfram Ísland! Höfundur skipar 2. sætið á lista Miðflokksins í Suðvestur kjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Hælisleitendur Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Mest lesið Halldór 20.09.2025 Halldór Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Árum saman hafa þingmenn Miðflokksins bent á mikilvægi þess að afnema séríslenskar málsmeðferðarreglur er varða hælisleitendur og meðferð umsókna þeirra um alþjóðlega vernd hér á landi. Þessar séríslensku reglur hafa virkað eins og seglar og orsakað gríðarlegan fjölda umsókna hér á landi. Hlutfallslega margfalt fleiri umsóknir en í nágrannalöndum okkar. Það var augljóst að því fleiri sem seglarnir yrðu í reglunum okkar þá yrði Ísland ekki einungis skjól fyrir þá sem eru í brýnni neyð heldur einnig þá sem eru í leit að betri lífskjörum. Þá myndu opin landamæri auðvelda alþjóðlegum glæpagengjum að koma sér fyrir hér á landi. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar töldu að breytingar á kerfinu sem fælu í sér sérreglur myndu ekki hafa teljandi áhrif. Raunin varð hins vegar sú að á örskömmum tíma varð Ísland í 1. sæti allra Evrópulanda samkvæmt flestum mælikvörðum í fjölda hælisleitenda sem hingað komu. Undanfarið hafa fulltrúar ríkisstjórnarinnar spurt hvert vandamálið sé? Sömu aðilar grauta öllu saman; vinnumarkaðs- og hælisleitendakerfinu og svo þeim sem hafa fengið hér vernd, eins og það sé sérstakt markmið að rugla umræðuna. Skoðum aðeins staðreyndir Árið í ár er þriðja stærsta árið hvað varðar fjölda hælisleitenda sem til landsins koma. Hælisleitendur fá ákveðin réttindi á meðan umsókn þeirra um alþjóðlega vernd er tekin fyrir. Þeir fá húsnæði, framfærslugreiðslur, læknisþjónustu, lögfræðiþjónustu og margt fleira. Tíminn sem tekur að fá niðurstöðu um hvort hælisleitanda verði veitt staða flóttamanns (vernd) á Íslandi eða synjað tekur oftast frá nokkrum mánuðum og upp í tvö ár. Á fyrstu tíu mánuðum ársins hafa 1.538 hælisleitendur sótt um vernd. Þar sem afgreiðsla mála tekur frá nokkrum mánuðum upp í tvö ár þá er enn verið að afgreiða mál frá fyrri árum. Þannig hafa 2.620 umsóknir verið afgreiddar á fyrstu tíu mánuðum ársins. Þegar viðkomandi hefur fengið stöðu flóttamanns þá má segja að við taki nýtt kerfi. Í því kerfi hefur ríkisstjórnin líka innleitt miklar sérreglur og hvata til að sækja um vernd á Íslandi en það væri efni í aðra grein. Af þeim 2.620 umsóknum sem hafa verið afgreiddar í ár þá hafa 894 frá Úkraínu fengið vernd á grundvelli fjöldaflótta, 1.365 hælisleitendur til viðbótar hafa fengið efnislega meðferð og fengu 234 þeirra samþykkta vernd eða samtals 1.128 hælisleitendur sem hafa fengið vernd það sem af er ári og eru þá jafnframt komnir með stöðu flóttamanna á Íslandi með öllum þeim réttindum sem því fylgir. Þetta segir okkur engu að síður að 1.492 hælisleitendur hafa fengið synjun á árinu eða ekki átt rétt á efnislegri meðferð. Það eru því 1.492 aðilar sem fulltrúar ríkisstjórnarinnar virðast hafa gleymt m.v. að þeir kannast ekki við vandamálið. Hælisleitendur sem eru hér í marga mánuði og allt upp í tvö ár, m.a. í ósamþykktu húsnæði sem ríkisstjórnin fékk sérleyfi til að fólk gæti búið í. Þessir einstaklingar fá einnig vikulegar greiðslur, heilbrigðisþjónustu, lögfræðiþjónustu, menntun o.s.frv.? Er það mannúð að búa til kerfi sem hvetur fólk til að koma til landsins, lifa á kerfinu, mega ekki vinna og svo mörgum mánuðum eða árum síðar vera sent til baka? Mikill þrýstingur á innviði Flestir sem hafa fengið vernd á þessu ári, á eftir fólki frá Úkraínu og Venesúela, eru frá Íran, Afganistan og Nígeríu. Aðlögun og þjónusta fyrir þá sem koma frá ólíkum menningarheimum er umfangsmikil og það má með sanni segja að fullyrðingar ríkisstjórnarinnar á sínum tíma, að breytingar á reglunum myndu hvorki hafa í för með sér stóraukinn kostnað fyrir samfélagið, né að þær myndu skapa verulegan þrýsting á innviði svo sem heilbrigðis-, velferðar- og menntakerfi, voru í besta falli barnalegar. Bein útgjöld vegna útlendingamála hafa samtals numið um 60 milljörðum króna síðastliðin 4 ár. Stærsti liðurinn er vegna málefna hælisleitenda. Hér er aðeins um ræða beinan kostnað, en enn hefur ekki verið upplýst um óbein útgjöld, svo sem í heilbrigðis- og menntakerfi. Samkvæmt Fjármálaáætlun 2025-2029, eru þau talin „umtalsverð“. Það er ekki von til þess að ríkisstjórn sem kom okkur í þessa stöðu og skilur enn ekki vandamálið muni taka á því eftir kosningar. Miðflokkurinn leggur til að Ísland fylgi fordæmi danskra jafnaðarmanna. Danir áttuðu sig á að Danmörk væri orðin söluvara glæpagengja og að opin landamæri og velferðarkerfi fara ekki vel saman. Stjórnvöld á Íslandi þurfa að átta sig á þessu líka. Nýtum fjármagnið sem fer í málaflokkinn til að hjálpa viðráðanlegum fjölda sem best, tökum út úr kerfinu sérreglur, aðstoðum á nærsvæðum átaka, tökum vel á móti þeim sem við bjóðum hingað og styðjum þá til að blómstra og aðlagast samfélaginu. Til þess þarf skýra stefnu og ná stjórn á málaflokknum. Miðflokkurinn er klár. Áfram Ísland! Höfundur skipar 2. sætið á lista Miðflokksins í Suðvestur kjördæmi
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun