Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2024 08:32 Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir á verðlaunapallinum á heimsleikunumn ásamt Tia-Clair Toomey sem hefur unnið heimsmeistaratitilinn oftast allra. CrossFit games CrossFit samtökin hafa gefið út dagskrá næsta tímabils og um leið hvaða leið besta CrossFit fólk heimsins þarf að fara til að komast alla leið inn á heimsleikana 2025. Það eru talsverðar breytingar gerðar á milli ára en allt byrjar þetta eins og vanalega með opna hlutanum sem fer fram frá 27. febrúar til 17. mars næstkomandi. Framhaldið er aftur á móti allt öðruvísi en það var á þessu ári. Keppnisdagatalið hefur tekið stanslausum breytingum síðustu ár og forráðamenn CrossFit samtakanna halda í þá undarlegu hefð. Nú er búið að henda út fjórðungsúrslitunum og að þessu sinni verða undanúrslitin haldin á CrossFit stöðvunum sjálfum þar sem fullgildir dómarar munu sjá um að meta það að farið sé eftir öllum settum reglum. Eitt prósent þeirra sem skrá sig á The Open komast áfram í undanúrslitin. Það verða síðan haldin sérstök undanúrslitamót þar sem keppendur geta tryggt sig inn á heimsleikana. Þessi mót fara fram frá apríl fram í júní. Það komast síðan bara þrjátíu karlar og þrjátíu konur á heimsleikana á næsta ári. Þetta er 25 prósent fækkun á keppendum frá því á þessu ári þegar fjörutíu karlar og fjörutíu konur kepptu um heimsmeistaratitilinn. Það verður því enn erfiðara að komast á heimsleikana á næsta ári. Liðunum verður einnig fækkað úr þrjátíu niður í tuttugu. Í fyrra var ein stærsta breytingin að aldursflokkunum og fötlunarflokkunum var hent út af leikunum en þau þurfa áfram að keppa um sína titla á sérmótum. Ísland átti bara einn fulltrúa í keppni karla og engan fulltrúa í keppni kvenna á heimsleikunum í ár. Það er mun færra en síðustu ár og það þóttu tímamót að engin dóttir var með á heimsleikunum 2024. Þessi breyting á keppnisfyrirkomulaginu er ekki að hjálpa mikið til við að breyta því á komandi ári en auðvitað vonumst við til að okkar besta CrossFit fólk eigi gott ár 2025 og að sem flest komist á heimsleikana næsta haust. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) CrossFit Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Man. City - Bournemouth | Mikið undir í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Sjá meira
Það eru talsverðar breytingar gerðar á milli ára en allt byrjar þetta eins og vanalega með opna hlutanum sem fer fram frá 27. febrúar til 17. mars næstkomandi. Framhaldið er aftur á móti allt öðruvísi en það var á þessu ári. Keppnisdagatalið hefur tekið stanslausum breytingum síðustu ár og forráðamenn CrossFit samtakanna halda í þá undarlegu hefð. Nú er búið að henda út fjórðungsúrslitunum og að þessu sinni verða undanúrslitin haldin á CrossFit stöðvunum sjálfum þar sem fullgildir dómarar munu sjá um að meta það að farið sé eftir öllum settum reglum. Eitt prósent þeirra sem skrá sig á The Open komast áfram í undanúrslitin. Það verða síðan haldin sérstök undanúrslitamót þar sem keppendur geta tryggt sig inn á heimsleikana. Þessi mót fara fram frá apríl fram í júní. Það komast síðan bara þrjátíu karlar og þrjátíu konur á heimsleikana á næsta ári. Þetta er 25 prósent fækkun á keppendum frá því á þessu ári þegar fjörutíu karlar og fjörutíu konur kepptu um heimsmeistaratitilinn. Það verður því enn erfiðara að komast á heimsleikana á næsta ári. Liðunum verður einnig fækkað úr þrjátíu niður í tuttugu. Í fyrra var ein stærsta breytingin að aldursflokkunum og fötlunarflokkunum var hent út af leikunum en þau þurfa áfram að keppa um sína titla á sérmótum. Ísland átti bara einn fulltrúa í keppni karla og engan fulltrúa í keppni kvenna á heimsleikunum í ár. Það er mun færra en síðustu ár og það þóttu tímamót að engin dóttir var með á heimsleikunum 2024. Þessi breyting á keppnisfyrirkomulaginu er ekki að hjálpa mikið til við að breyta því á komandi ári en auðvitað vonumst við til að okkar besta CrossFit fólk eigi gott ár 2025 og að sem flest komist á heimsleikana næsta haust. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames)
CrossFit Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Man. City - Bournemouth | Mikið undir í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Sjá meira