„Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. nóvember 2024 18:05 Kári vill að Snorri horfist í augu við sjálfan sig sem frambjóðanda Miðflokksins. Myndin er samsett. Vísir/Vilhelm/Grafík Kári Stefánsson segir Snorra Másson, oddvita Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, vera búinn að koma sér út í erfiðar aðstæður. Snorri sé í flokki hverra stefnumál honum mislíkar og eigi erfitt með að horfast í augu við sjálfan sig. Þetta segir Kári í skoðanagreininni „Það er allt í lagi að vera þú sjálfur“ sem birtist á Vísi fyrr í dag. Undirtitill greinarinnar er „Opið bréf til Snorra Mássonar“ og skrifar Kári undir bréfið sem aðdáandi Snorra, jafnt nú sem áður. Kári byrjar bréfið á að rifja upp þær aðstæður sem hafa reynst honum hvað erfiðastar og haft ófyrirsjáanleg áhrif á hann: kaup á nýjum skóm. Hann hafi fest kaup á fallegustu skóm sem hægt sé að ímynda sér og síðan lent í alls konar vanda eftir nokkur skref. Kári segist síðan hræddur að ergelsi Snorra út í Rúv sem birtist í myndbandi á samfélagsmiðlum sé ein af birtingarmyndum þess að hann sé búinn að koma sér í nýjar aðstæður sem séu svo framandi að hann eigi erfitt með að þeim sé lýst af óháðum aðila. Verði að horfast í augu við sig sem frambjóðanda Miðflokks Kári vísar þar í myndband Miðflokksins sem birtist bæði á TikTok og X. Þar tekur Snorri fyrir umfjöllun Rúv um Miðflokkinn þar sem flokkurinn er sagður vera líklega lengst til hægri af flokkum á þingi. Snorri snýr myndbandinu á haus og segir Rúv líklega lengst til vinstri á hinum pólitíska kvarða á Íslandi. Hann svarar svo umfjöllun Rúv um stefnu Miðflokksins í hælisleitendamálum þar sem yfirlýsta stefna flokksins er sögð vera að enginn komi til landsins. Snorri segir að þarna sé ekki tekið fram að flokkurinn vilji hafa stjórn á málunum og bjóða fólki í raunverulegri neyð til landsins. Löguðum aðeins umfjöllunina ykkar @RUVfrettir pic.twitter.com/SriiYHVhBh— Snorri Másson ritstjóri (@5norri) November 21, 2024 Kári segir að Snorra finnist vegið að flokknum en hins vegar sé það boðskapur Miðflokksins að engir hælisleitendur komi til landsins. Eðli Miðflokksins endurspeglist í þeim boðskap og segir Kári ljóst að Snorra finnist Rúv ekki hafa átt að segja frá því. „Snorri Másson þú verður að læra að horfast í augu við þig sem frambjóðanda Miðflokksins. Þú ert kominn í Miðflokkinn og mátt ekki láta í það skína að þér líki illa við stefnu hans með því að kvarta undan fjölmiðli sem segir frá henni,“ skrifar Kári. „Girtu þig nú í brók“ Einnig nefnir Kári hvernig Snorri gagnrýni það að Rúv segi að Miðflokkurinn hafi efasemdir um hnattræna hlýnun af mannavöldum og vilji draga úr öllum loftlagsaðgerðum sem þeir segi að skili engu. Kári er hræddur um að Snorri sé kominn út í erfiðar aðstæður.Vísir/Vilhelm „Það er ljóst af viðbrögðum þínum að þér finnst það beinlínis árás á Miðflokkinn að segja frá þessu stefnumáli hans,“ skrifar Kári. Þá segir Kári að Snorri verði að sætta sig við að orð starfsmanns RÚV voru lögð honum í munn af Miðflokknum og segist Kári skíthræddur um að félagar Snorra í Miðflokknum fari að veitast að honum fyrir að mislíka við stefnuna. „Þú ert orðinn frambjóðandi fyrir flokk sem hefur að stefnu málefni sem þér finnst hljóma illa, girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig og þar með heiminn eins og hann er,“ skrifar Kári. Faðirinn vitjaði hans í draumi Loks rifjar Kári upp hvernig faðir hans, Stefán Jónsson alþingismaður, vitjaði hans í draumi í gær. Þeir hafi þar rætt um það hvernig stefnumál Miðflokksins valda Snorra sársauka. „Faðir minn svaraði því til að það væri nokkuð algengt að stjórnmálamenn fengju óbeit á stefnumálum flokka sem þeir væru í og þá gerðu þeir gjarnan annað af tvennu, skiptu um flokk eða kenndu RÚV um vandann,“ skrifar Kári. Stefán hafi síðan sagt: „Segðu honum að heimurinn sé eins og hann sé og það þýði ekkert fyrir hann að reyna að tala sig frá honum, endanlega sjá allir að um plat sé að ræða“ og beðið Kára um að færa Snorra eftirfarandi vísu: Platið aldrei er til neins ekkert býr til gaman horfðu nú á heiminn eins og heimurinn er í framan Stefán Jónsson starfaði hjá Ríkisútvarpinu frá 1946 til 1973. Hann var varaþingmaður fyrir Alþýðubandalagið frá 1971 til 1974 og alþingismaður Norðurlandskjördæmis eystra 1974 til 1983.Alþingi Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi suður Fjölmiðlar Innflytjendamál Tengdar fréttir Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Opið bréf til Snorra MássonarSnorri Másson, það er stundum erfitt að spá fyrir um áhrif nýrra aðstæðna sem maður kemur sér í. Þær aðstæður sem hafa reynst mér erfiðastar og hafa haft með öllu ófyrirsjáanleg áhrif eru nýir skór. Ég hef farið í bestu skóbúðir landsins og fest kaup á fallegustu og gerðarlegustu skóm sem hægt er að ímynda sér og ætlað mér að brúka þá á alls konar sigurgöngum á lífsleiðinni. 25. nóvember 2024 16:12 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Þetta segir Kári í skoðanagreininni „Það er allt í lagi að vera þú sjálfur“ sem birtist á Vísi fyrr í dag. Undirtitill greinarinnar er „Opið bréf til Snorra Mássonar“ og skrifar Kári undir bréfið sem aðdáandi Snorra, jafnt nú sem áður. Kári byrjar bréfið á að rifja upp þær aðstæður sem hafa reynst honum hvað erfiðastar og haft ófyrirsjáanleg áhrif á hann: kaup á nýjum skóm. Hann hafi fest kaup á fallegustu skóm sem hægt sé að ímynda sér og síðan lent í alls konar vanda eftir nokkur skref. Kári segist síðan hræddur að ergelsi Snorra út í Rúv sem birtist í myndbandi á samfélagsmiðlum sé ein af birtingarmyndum þess að hann sé búinn að koma sér í nýjar aðstæður sem séu svo framandi að hann eigi erfitt með að þeim sé lýst af óháðum aðila. Verði að horfast í augu við sig sem frambjóðanda Miðflokks Kári vísar þar í myndband Miðflokksins sem birtist bæði á TikTok og X. Þar tekur Snorri fyrir umfjöllun Rúv um Miðflokkinn þar sem flokkurinn er sagður vera líklega lengst til hægri af flokkum á þingi. Snorri snýr myndbandinu á haus og segir Rúv líklega lengst til vinstri á hinum pólitíska kvarða á Íslandi. Hann svarar svo umfjöllun Rúv um stefnu Miðflokksins í hælisleitendamálum þar sem yfirlýsta stefna flokksins er sögð vera að enginn komi til landsins. Snorri segir að þarna sé ekki tekið fram að flokkurinn vilji hafa stjórn á málunum og bjóða fólki í raunverulegri neyð til landsins. Löguðum aðeins umfjöllunina ykkar @RUVfrettir pic.twitter.com/SriiYHVhBh— Snorri Másson ritstjóri (@5norri) November 21, 2024 Kári segir að Snorra finnist vegið að flokknum en hins vegar sé það boðskapur Miðflokksins að engir hælisleitendur komi til landsins. Eðli Miðflokksins endurspeglist í þeim boðskap og segir Kári ljóst að Snorra finnist Rúv ekki hafa átt að segja frá því. „Snorri Másson þú verður að læra að horfast í augu við þig sem frambjóðanda Miðflokksins. Þú ert kominn í Miðflokkinn og mátt ekki láta í það skína að þér líki illa við stefnu hans með því að kvarta undan fjölmiðli sem segir frá henni,“ skrifar Kári. „Girtu þig nú í brók“ Einnig nefnir Kári hvernig Snorri gagnrýni það að Rúv segi að Miðflokkurinn hafi efasemdir um hnattræna hlýnun af mannavöldum og vilji draga úr öllum loftlagsaðgerðum sem þeir segi að skili engu. Kári er hræddur um að Snorri sé kominn út í erfiðar aðstæður.Vísir/Vilhelm „Það er ljóst af viðbrögðum þínum að þér finnst það beinlínis árás á Miðflokkinn að segja frá þessu stefnumáli hans,“ skrifar Kári. Þá segir Kári að Snorri verði að sætta sig við að orð starfsmanns RÚV voru lögð honum í munn af Miðflokknum og segist Kári skíthræddur um að félagar Snorra í Miðflokknum fari að veitast að honum fyrir að mislíka við stefnuna. „Þú ert orðinn frambjóðandi fyrir flokk sem hefur að stefnu málefni sem þér finnst hljóma illa, girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig og þar með heiminn eins og hann er,“ skrifar Kári. Faðirinn vitjaði hans í draumi Loks rifjar Kári upp hvernig faðir hans, Stefán Jónsson alþingismaður, vitjaði hans í draumi í gær. Þeir hafi þar rætt um það hvernig stefnumál Miðflokksins valda Snorra sársauka. „Faðir minn svaraði því til að það væri nokkuð algengt að stjórnmálamenn fengju óbeit á stefnumálum flokka sem þeir væru í og þá gerðu þeir gjarnan annað af tvennu, skiptu um flokk eða kenndu RÚV um vandann,“ skrifar Kári. Stefán hafi síðan sagt: „Segðu honum að heimurinn sé eins og hann sé og það þýði ekkert fyrir hann að reyna að tala sig frá honum, endanlega sjá allir að um plat sé að ræða“ og beðið Kára um að færa Snorra eftirfarandi vísu: Platið aldrei er til neins ekkert býr til gaman horfðu nú á heiminn eins og heimurinn er í framan Stefán Jónsson starfaði hjá Ríkisútvarpinu frá 1946 til 1973. Hann var varaþingmaður fyrir Alþýðubandalagið frá 1971 til 1974 og alþingismaður Norðurlandskjördæmis eystra 1974 til 1983.Alþingi
Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi suður Fjölmiðlar Innflytjendamál Tengdar fréttir Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Opið bréf til Snorra MássonarSnorri Másson, það er stundum erfitt að spá fyrir um áhrif nýrra aðstæðna sem maður kemur sér í. Þær aðstæður sem hafa reynst mér erfiðastar og hafa haft með öllu ófyrirsjáanleg áhrif eru nýir skór. Ég hef farið í bestu skóbúðir landsins og fest kaup á fallegustu og gerðarlegustu skóm sem hægt er að ímynda sér og ætlað mér að brúka þá á alls konar sigurgöngum á lífsleiðinni. 25. nóvember 2024 16:12 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Opið bréf til Snorra MássonarSnorri Másson, það er stundum erfitt að spá fyrir um áhrif nýrra aðstæðna sem maður kemur sér í. Þær aðstæður sem hafa reynst mér erfiðastar og hafa haft með öllu ófyrirsjáanleg áhrif eru nýir skór. Ég hef farið í bestu skóbúðir landsins og fest kaup á fallegustu og gerðarlegustu skóm sem hægt er að ímynda sér og ætlað mér að brúka þá á alls konar sigurgöngum á lífsleiðinni. 25. nóvember 2024 16:12