„Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar 26. nóvember 2024 08:52 Ég hef lengi haft þessi skrif í kollinum því það er erfitt að sannfæra og rökstyðja við nokkurn mann orðið það sem mælir gegn neyslu kjötafurða, jafnvel þó kvalræði dýranna blasi við í öllum kjötkælum verslana þar sem þau liggja sundurbútuð í plastumbúðum skreyttum af flinkum hönnuðum svo þau rati í maga landsmanna. Mér finnst gaman og sérstaklega áhugavert að sækja í klassískar röksemdir gegn dýraáti, sem oft eru aldagamlar en í góðu gildi. Þegar ég rak augun í merk skrif Óskars Valtýssonar hér í skoðun á visir.isHamborgarhryggur minnst viðeigandi jólamatur ákvað ég að láta slag standa og birta margra mánaða gamla hugleiðingu mína. Við Óskar þekkjumst í áratug í gegnum dýraverndina og er hann með skörpustu, beittustu og rökföstustu pennum á þeim vettvangi. ,, Sjá , ég gef ykkur alls konar sáðberandi jurtir á allri jörðinni og alls konar tré, sem bera ávöxtu með sæði í. Það sé ykkur til fæðu. Þannig hljóðar merkileg setning í fyrstu Mósebók, sem lýsir sköpun heimsins. Þarna er verið að vísa til þess að Guð hafi skapað jurtir o.fl. sem vex úr jörðinni fyrir manninn til að nærast á. - Undarlegt nokk en hinn kristni heimur hefur ekki haft burði til að skilja þessa sáraeinföldu yfirlýsingu og dýradráp til manneldis hefur aldrei verið meira. Hvergi nokkursstaðar í hinum heilaga riti er sagt að Guð hafi skapað dýrin til að eta þau. Margir í hinu heilaga riti og síðar allt til dagsins í dag klikkuðu á þessum fyrirmæli þ.á.m. sjálfur bróðir minn og mesti áhrifavaldur mankynssögunnar, Jesú bróðir besti. Hann var ekki fullkominn greyið frekar en ég en þræl göldróttur þegar hann breytti vatni yfir í vín. Ég öfunda hann svolítið af þeim hæfileika. Það er alvöru áhrifavaldur að breyta vatni í vín og fá heila ríkisstjórn (lærisveinana) til drykkju með sér. Það hefur engin nútíma áhrifamaður með trilljón fylgjendur á samfélagsmiðlum leikið eftir honum. Máske taka þeir nú upp hanskann fyrir dýrin fyrir þessi jól. Hvet alla landsmenn til að kveðja kjötátið um næststærstu hátíð kristinna manna og eta með góðri samvisku. Höfundur er dýraverndarlögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Jól Mest lesið Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Ég hef lengi haft þessi skrif í kollinum því það er erfitt að sannfæra og rökstyðja við nokkurn mann orðið það sem mælir gegn neyslu kjötafurða, jafnvel þó kvalræði dýranna blasi við í öllum kjötkælum verslana þar sem þau liggja sundurbútuð í plastumbúðum skreyttum af flinkum hönnuðum svo þau rati í maga landsmanna. Mér finnst gaman og sérstaklega áhugavert að sækja í klassískar röksemdir gegn dýraáti, sem oft eru aldagamlar en í góðu gildi. Þegar ég rak augun í merk skrif Óskars Valtýssonar hér í skoðun á visir.isHamborgarhryggur minnst viðeigandi jólamatur ákvað ég að láta slag standa og birta margra mánaða gamla hugleiðingu mína. Við Óskar þekkjumst í áratug í gegnum dýraverndina og er hann með skörpustu, beittustu og rökföstustu pennum á þeim vettvangi. ,, Sjá , ég gef ykkur alls konar sáðberandi jurtir á allri jörðinni og alls konar tré, sem bera ávöxtu með sæði í. Það sé ykkur til fæðu. Þannig hljóðar merkileg setning í fyrstu Mósebók, sem lýsir sköpun heimsins. Þarna er verið að vísa til þess að Guð hafi skapað jurtir o.fl. sem vex úr jörðinni fyrir manninn til að nærast á. - Undarlegt nokk en hinn kristni heimur hefur ekki haft burði til að skilja þessa sáraeinföldu yfirlýsingu og dýradráp til manneldis hefur aldrei verið meira. Hvergi nokkursstaðar í hinum heilaga riti er sagt að Guð hafi skapað dýrin til að eta þau. Margir í hinu heilaga riti og síðar allt til dagsins í dag klikkuðu á þessum fyrirmæli þ.á.m. sjálfur bróðir minn og mesti áhrifavaldur mankynssögunnar, Jesú bróðir besti. Hann var ekki fullkominn greyið frekar en ég en þræl göldróttur þegar hann breytti vatni yfir í vín. Ég öfunda hann svolítið af þeim hæfileika. Það er alvöru áhrifavaldur að breyta vatni í vín og fá heila ríkisstjórn (lærisveinana) til drykkju með sér. Það hefur engin nútíma áhrifamaður með trilljón fylgjendur á samfélagsmiðlum leikið eftir honum. Máske taka þeir nú upp hanskann fyrir dýrin fyrir þessi jól. Hvet alla landsmenn til að kveðja kjötátið um næststærstu hátíð kristinna manna og eta með góðri samvisku. Höfundur er dýraverndarlögfræðingur.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar